Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 17
kostlegt i þessum hlutum og stundum kemur eitt og anna?S fyrir, sem styrkir þá skoðun, að allt sé fyrirfram ákveðið. Ég fann að Birni varð ekki um þokað í þessu og gaf það frá mér, en sagði: Ég hef heyrt, að þú hafir ætlað að verða aðmíráll, Björn. For- lögin hafa víst ekki gert sig ánægð með þá hugmynd. — Hvað, — við skuium nú ekki fara að tala um það. Það var Danskurinn sem synjaði mér um inngöngu í skóla, en ekki forlögin. — Hvaða skóla? — 1 sjóliðsforingjaskólann i Höfn. Kadettskól- annn, eins og þeir kalla hann. — Ætli þeim hafi virkilega litizt illa á þig, svona vörpulegan mann? — Já, þeim hefur sjálfsagt litizt illa á mig og ef til vill álitið, að ég mundi verða hættu- legur sjóræningi. Þessi málaleitun mín var borin fram á öndverðu árinu 1918 og þá voru talsverðar væringar með Dönum og íslendingum. Það var varla við þvi að búast, að Danir væru fúsir til þess að ala upp sjóliðsforingja fyrir íslendinga. —• Hvað kom til, að þú vildir fara í sjóher- inn? — Noh, ég var nokkuð vanur sjóvolki, bæði frá Tjörnesi og Akureyri og ég kunni vel við mig á sjó. — Yar þetta hrein og bein vikingahugsjón, að þú vildir komast á herskip? Björn hló við og sagði: Ég kunni vísu Egils: Þat mælti min móðir at mér skyldi kaupa. . . En það stóð líka til á þessum tíma, að keypt yrðu varðskip til landsins og ég hugsaði mér að komast á þau. Ég ræddi málið við Jón Dúason og fleiri ágæta menn, sem þá voru i Höfn og þetta þótti ekki óviturlega ráðið. — Báru Danir engu sérstöku við, spurði ég. — Jú, ég þótti of gamall. Hafði þá sex ár um tvitugt. Það var tómur fyrirsláttur. — Þeir hafa kannske verið hræddir um að þú færir með her á hendur þeim. — Ég hefði að minnsta kosti seint barizt með dönskum. En hvað um það. Ég breytti min- um áætlunum og fór í verzlunarskóla i Höfn. Sumir börðust með dönskum; Jónas Jónasson frá Flatey, Morten Ottesen og Steingrimur Guð- mundsson gengu allir i Alcademisk Skyttekorps og fengu danskan sóldátabúning, snotran að vísu, en Islendingar í Höfn kölluðu þennan búning „hundaboldang“. Jón Helgason, síðar prófessor hefur víst átt einhvern þátt í nafn- giftinni. Við sem voru á.móti þessu tiltælci skóla- bræðra okkar, hæddumst að þeim og notuðum hundaboldangs-nafngiftina óspart. — Gerðir þú ekkert merkilegt af þér þarna i » Höfn? spurði ég. Björn varð fjarlægur á svipinn og ég sá, að hann bjó yfir ýmsum merkilegum leyndar- dómum, en hann sagði aðeins: O sei, sei, nei. Það var mest með friði og spekt. Félagsskapur íslendinga i Höfn var ekki sérstaklega mikill um þær mundir. Hvaða merkismenn, islenzkir voru samtíma þér þarna í Höfn? — Þeir voru þó nokkrir. Ég hélt mig mest að Jóni Helgasyni, sem siðar varð prófessor og Benedikt Gröndal, sem nú er forstjóri í Hamri. Við Benedikt vorum í róðrarfélagi og i keppni lentum við í úrslitaróðri á móti ræðurum frá Randers og unnum þá. Jón orti heilan brag um róðurinn og ég man nokkrar línur úr honum; þær eru svona: Úrsus með sína sveina sveigði hið fatta bak Randersmenn fengu að reyna, hve rösklegt var hans tak. — Var það ekki þjóðariþrótt íslendinga að ganga inná verthús og ryðja innfæddum út? — Engar sögur fóru af því á minni tíð, en þeir höfðu gert það Hannes Hafstein og Skafti Framhald á bls. 29, Björn Sigurbjarnarson af Tjörnesi œtlaði að veröa sjóliðsforingi, en hafnaði á Selfossi og stóð við kass- ann i 36 ár. Hann er ómyrkur i máli um ágœti aldamótakynslóðar- innar og spillingu nútimans á flestum sviðum. Viðtal: Gisli Sigurðsson VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.