Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 20
LUKKAN var orðin tvö að nóttu. Þau höfðu þrasað í full- ar þrjár klukkustundir. Flestar konur mundu hafa verið orðnar þreyttar eftir slíka þráskák og fegn- ar að fresta henni til morgunsins — en Maud var ekki þannig gerð. Þriggja kiukkustunda þras var henni aðeins nauðsynleg forsenda að öllum þeim ásökunum, sem henni var blátt áfram óviðráðanleg nautn að kvelja hann með. Þrek hennar á þessu sviði var blátt áfram furðulegt. 1 rauninni var þarna um einskonar skilmingar að ræða. Hún reyndi að beita öllum brögðum til að fá ein- hvern þann höggstað á honum, að hún gæti borið honum á brýn tillitsleysi og eigingirni, en hann fór undan í flæmingi og varðist. Sá, sem ekki var öllum hnútum kunnugur, hlyti að hafa furðað sig á þvi, að Jan skyldi ekki neyta yfirburða sinan og slá vopnin úr hendi henni. En Jan vissi það bezt sjálfur, að um slíkt var ekki að ræða; hún fór ekki að neinum rökum. Og ef honum tækist að slá vopnin úr Sonja Wallin, slcrifstofu- stúlka t Stokkhólmi, hefur orö- iö fyrir þeirri sorg, aö litli drengurinn hennar varö undir bíl og beiö bana. Söknuöurinn veröur henni um megn, hún getur ekki sofiö nema hún taki inn svefnlyf, og einu sinni tek- ur hún inn svo stóran skammt, aö fiaö er eingöngu starfssyst- ur ihennar aö þakka, sem lcem- ur henni í sjúkrahús, aö hún vaknar aftur til lífsins. I sjúkrahúsinu kemst hún undir foendur ungs geölæknis, Jan Stenlund, sem er heitbundin Maud, stúlku, sem leggur á hann ofurást, svo hann getur ekki viö unaö, en þorir ekki aö slíta sambandinu viö hana, sökum þess hve tilfinningaœst hún er. Hann veröur þegar ástfanginn af Sonju, býöur henni sumarbústaö, sem hann á úti i skerjagaröinum, svo hún geti hvilzt þar og jafnaö sig, og heimsœkir hana þangaö. Eftir aö hún kemur aftur til borgarinnar, hefur hann ekkert samband viö hana lengi vel, en loks \hringir hann; hún veröur gripin áköfum fögnuöi og býöur honum heim til sín, og fundur þeirra er þrunginn alsælu ást- arinnar. Hann segir henni, sem hún álltaf vissi, aö hann sé annari bundinn og geti ekki rofiö heit sitt. Þegar hann er farinn, ákveöur hún aö hefja baráttu fyrir hamingju þeirra beggja, beita öllum ráöum ást- arinnar til aö ryöja hverri hindrun úr vegi, svo þau megi njótast. 20 VIKAN hendi henni, mundi það verða til þess að hann svipti sjálfan sig um leið bæði vopni og verjum og stæði ber- skjaldaður eftir. Hann var sem lokaður inni í búri. Það var þýðingarlaust fyrir hann að flögra um i leit að einhverri smugu til að komast út. Hann varð eingöngu þreyttari fyrir, en jafn innilokaður eftir sem áður. Fyrst hafði hún setið á legubekkn- um og grátið, siðan risið á fætur, gengið út að glugganum og tekið að fitla við tjaldsnúruna, snúið baki við honum, þrefað og þrasað án afláts í yfirheyrsiutón, ef vera mætti að hann talaði af sér, svo hún gæti gengið á lagið. Hann sat í stólnum, fól andlitið í höndum sér og fannst að hann ætti mál sitt að verja fyrir rétti, gagnvart slungnum og miskunn- arlausum saksóknara. Hann leit þangað, sem hún stóð. — E'n þú verður að reyna að gera Þér það ljóst, Maud, að ég get ekki veitt þér það, sem þú hlýtur að viðurkenna að er þó mikilvægast. Enda Þótt ég vildi allt fyrir þig gera, þá veiztu það, að ástin er tilfinning, sem eng- inn ræður sjálfur. Hvorki ég né þú. Hún hafði verið tiltölulega róleg síðustu mínúturnar, og svar hennar var beizkjulaust. — Ég er ekki að krefja Þig ástar, sagði hún. Ég er einungis að reyna að sannfæra þig um, að ég get ekki án þín verið. Að þú mátt ekki fyrir nokkurn mun yfirgefa mig. Það er það eina, sem ég fer fram á. Finnst Þér það til mikils mælzt? Ótal, ótal sinum hafði hann reynt að gera sér grein fyrir því, hvort þetta síendurtekna svar hennar væri sprottið af barnslegri einfeldni henn- ar, eða hvort það væri þaulhugsað mótbragð. Að minnsta kosti var ekki nokkur leið að hrekja Það með gagn- rökum. Hver getur neitað slíkri full- yrðingu aðila, sem hann hefur lengi staðið í nánum kynnum við? Hvernig er unnt að fullyrða á móti, að þetta sé eingöngu ímyndun viðkomanda, hann geti hæglega komizt af án manns og maður sé honum ekki eins mikils virði og hann hyggur. — Maud, mælti hann biðjandi. Þú hlýtur að sjá, að Því aðeins getur ást orðið grundvöllur varanlegrar hamingju, að hún sé gagnkvæm. Og fyrst ég get ekki ... — Ég er ekki að fara fram á að þú elskir mig; aðeins að þú leyfir mér að elska þig. Að þú leyfir mér að lifa íyrri þig; án þess er lífið mér einskis virði ... Jan Stenlund varp þungt öndinni og kveikti sér í nýrri sígarettu. Það .. . sama upp aftur og aftur ... hring eftir hring . . . Hún hafði ekki neina eirð til að sitja kyrr; þessvegna gerði hún ýmist að standa út við gluggann og snúa baki við honum meðan hún talaði, eða þá að hún æddi fram og aftur um gólfið; á stundum starði hún út um gluggann, rétt eins ag hún gerði sér vonir um að geta seitt til sín utanfrá, það sem hún gat ekki fundið fullnægingu hið innra með sér. Eða hún gæti öðlazt þar með dularafl, sem henni dygði til að fjötra Sten- lund þeim viðjum, að hún Þyrfti aldrei að sjá á bak honum. Kvíðinn og angistin héldu henni stöðugt í helgreipum sínum. Þannig hafði það verið í mörg ár. Og henni sem fannst, að það væri svo lítið, sem hún fór fram á — ein- ungis það, að fá að vera hans, lifa fyirr hann. Alls ekki að hann elsk- aði hana, einungis að hún fengi að elska hann. Það var henni næg ham- ingja. Hún sem hafði gert allt til þess, að hann ynni henni. Reynt að vera honum ástúðleg, reynt að brjóta hon- um braut í lífinu, sýna að hún gæti orðið honum stoð og stytta. En nú skildi hún, að það hafði ekki verið nóg. Það var eins og múr hefði hlað- izt upp á milli þeirra, sem hún megn- aði ekki að brjóta. Hún vissi, að hann vildi helzt hverfa á brott frá henni. En þegar hún krafði hann sagna um gildar orsakir, hafði hann ekki aðrar fram að færa, en hann gæti ekki elskað hana — einmitt það, sem hún hafði marg- sinnis lýst yfir, að hún færi ekki fram á og léti sig ekki neinu máli skipta. Aðeins það, að hún mætti vera hon- um allt ... YRSTA ÁRIÐ, sem þau voru trúlofuð, kom þeim vel ásamt. Fyrir hennar orð hafði faðir hennar útvegað honum starf, sem veitti honum gott tóm til sjálfstæðra rannsókna. En það var eins og hann kynni ekki að meta það. Hann sótti um fast starf við sjúkrahús, og var svo sífellt önnum kafinn eins og allir þessir venjulegu læknar, og hafði aldrei tíma til neins. Faðir Mauds hafði alls ekki kunn- að þessu vel. En svo hafði hann sjálfur fengið prófessorsembætti í Lundúnum, þar sem hann hafði nú dvalizt i þrjú ár — kom ekki heim nema í sumarleyfinu. Móðir Mauds bjó hinsvegar í Stokkhólmi eins og áður, kunni ekki við sig í Lundúnum. Maud var henni þó lítið samrýmd; Jan var henni eitt og allt. Hversvegna vildi hann ekki skilja hana? Hversvegna vildi hann ekki láta sér skiljast hve ákaflega hún unni honum? Að hún hugsaði um hann hverja stund, dreymdi hann á hverri nóttu. Hún vissi að Það var einskonar guðsdýrkun, en það var einmitt það, sem hún vildi. Annars var ekki um raunverulega ást að ræða. Og svo kom þetta hræðilega sum- ar, sem nú var að líða. Hún hafði farið til Lundúna og dvalizt hjá föð- ur sínum í nokkrar vikur. Eftir það ráðgerði hún sumarleyfisdvöl á Vest- urströndinni, og Jan kæmi svo þang- að til hennar, þegar hann fengi sum- arleyfi sitt. Þannig hafði þetta verið i mörg undanfarin sumur, og um þessa samveru þeirra úti á strönd- inni dreymdi hana marga mánuði fyrirfram, daga og nætur. Þegar i Lundúnum tók þessi illi grunur að ásækja hana, enda þótt hún reyndi að verjast honum eins og heimskulegri fjarstæðu. Jan var ekki af þeirri manngerð. Hann hafði alltaf verið henni tryggur, aldrei virzt veita öðru kvenfólki athygli. En nú, Þegar hún dvaldist þarna í þokunni og sótinu i Lundúnum, fannst henni að hann væri orðinn ástfanginn af annari stúlku. Og þegar grunurinn hafði einu sinni fest rætur i huga hennar, tókst henni ekki að uppræta hann, hversu fegin sem hún vildi. Hún beitti sjálfa sig hörkubrögðum til að halda til Vesturstrandarinnar, eins og ráðgert hafði verið. En hún hafði enga eirð i sér. Nótt eina þjáðist hún af mar- tröð — hún þóttist sjá Jan kyssa aðra stúlku, og stúlkan breyttist í forynju með grænt, flyksulegt hár og hvass- ar vígtennur; Jan hafði lent í kión- um á villidýri, gráðugri ófreskju ... Þá hvarf hún heim til Stokkhólms úr sumarleyfisdvölinni á Vestur- ströndinni, eingöngu til að bjarga honum úr þeirri bráðu hættu, sem hún þóttist viss um að hann væri staddur í. En svo komst hún að raun um, að hann var öldungis eins og hann átti að sér, kannski dálítið meira utan við sig og Þreytulegri, og hún var viss um að það var eingöngu fyrir þá orsök að hann hafði unnið sér um megn. Þó gat hún ékki talið hann á að taka sér sumarleyfi og fara með henni til Tarkov. Og svo I kvöld ... þegar hann kvaðst hafa störfum að gegna i sjúkrahúsinu, en vildi Þó ekki að hún æki honum þangað eins og hún var vön, og þeim hafði orðið sundur- orða út af Þessu, sem raunar var ekki mikilvægt — en hún vildi fá að aka honum, öldungis eins og hún vildi fá að elska hann og lifa fyrir hann, en hann var ósveigjanlegur, jafnvel þótt hún félli í grát. Nokk- urri stundu seinna hringdi hún svo í símann hans í sjúkrahúsinu; hugð- ist skýra þetta fyrir honum, og fá hann til að koma fram með einhverja gilda ástæðu — ef hann gæti — fyrir því að hann vildi ekki leyfa henni það, en þá komst hún að raun um, að hann hafði alls ekki Þangað komið. Það hlaut því einhver önnur stúlka að vera komin í spilið. En hvers vegna? Þótt hann vildi ekki elska konu, sem ekki gerði neinar kröfur til þess að hann gerði það, heldur eingöngu að hann leyfði henni að elska sig, Þá varð hann að færa fram einhverja gilda ástæðu fyrir því, að hann gat unnað annari konu. Þess hlaut hún að krefjast af honum. Hann leit til hennar, og nú fyrst veitti hún Því athygli hve þreytu- legur hann var orðinn. — Maud, sagði hann, við skulum slá botn í þetta þref okkar í kvöld. Það leiðir hvort eð er ekki til annars en þess, að við eyðileggjum morgun- daginn gersamlega fyrir okkur báð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.