Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 21

Vikan - 30.11.1961, Side 21
um. — Jan, svaraði hún rólega. Þú hef- ur alltaf haldið því fram, að þú værir mér trúr. En hvað mundir þú nú segja, ef ég vissi hið gagnstæða? -— Maud; þú ætlar þó ekki að fara að beita þvingunum, reyna að fá mig til að viðurkenna eitthvað með að- dróttunum og ágizkunum. Ég virði þetta ekki einu sinni svars. — Jan, kveinaði hún. Það er þá satt ... það er einhver . . . það er eitthvað, sem þú leynir mig. Hann sat þögull og hugsi um hrið, og þegar hann tók til máls aftur, var röddin ekki eins reiðileg og áður. — Maud ... það er margt, sem ég leyni þig, og margt sem þú leynir mig. Og ekki nóg með það, heldur er það svo ótalmargt, sem við dyij- um okkur sjálf ... —• Ekki ég. Ég er alltaf einlæg og hreinskilin. — Ég veit það. Þú ert hreinskilin eg heiðarleg, þegar um er að ræða það, sem þú vilt sjálf, eða óskar eftir. ETn hinu, sem þér kemur óþægilega, leynir þú jafnvel sjálfa þig. Þú ert ekki ein um það. Ég geri það víst líka. — Jan ... Þú veizt að ég hef aldrei leynt þig neinu ... — Já ... já, ég veit það. ■— Hún ... sú, sem þú vilt ekki kannast við fyrir mér, elskar hún þig. Elskar hún þig af einlægni og af allri sál, eins og ég ... eða er hún bara á karlmannsveiðum? Og elskar þú hana? — Maud; mér kemur ekki til hug- ar að ræða þessa ímyndun þína ... — Jan, mundir þú játa það fyrir mér, ef um aðra stúlku væri að ræða? spurði hún varfærnislega. — Maud ... ef um aðra stúlku væri að ræða, mundir þú Þá vilja vita það? — Auðvitað; auðvitað vil ég að þú sýnir mér fyllstu hreinskilni, eins •£ ég þér. — Eigum við að gera tilraun ... vera hvort öðru fyllilega hreinskil- in og sjá hvernig það gengur? — Hvað áttu við? —- Setjum sem svo, að um aðra stúlku sé að ræða. Setjum sem svo, að hún elski mig og ég elski hana. Að samband okkar sé þar með dauða- dæmt, og ég bíði þess eins, að þú látir skynsemi þína ráða, og krefjist ekki framvegis þeirra tilfinninga af minni hálfu, sem ekki eru fyrir hendi. Hvað mundir þú þá segja við því? Maud stóð á öndinni. — Jan, þetta er ekki satt ... Það má ekki vera satt. Ég mundi aldrei fá afborið það. Ég gæti ekki lif- að ... —• Þarna sérðu, greip hann fram í fyrir henni. Þú krefst Þess af mér, að ég viðurkenni að um aðra stúlku sé að ræða. En þó ég geri ekki annað en látið sem ég viðurkenni það, glat- arðu allri stjórn á þér. Hvað er það eiginlega, sem þú ert að leitast við að kalla fram? Að þú fáir ástæðu til þess að ganga örvæntingunni á vald? Ég skil þig alls ekki. — Jan ... Jan, hvíslaði hún í ang- ist. Segðu að það sé ekki satt. Þú mátt ekki yfirgefa mig. Ég get ekki iifað, ef þú yfirgefur mig. Jan ... Og þá strauk hann henni um hárið, ósjálfrátt. Þannig fór það alltaf. Jafnskjótt og þau nálguðust það, sem var sannleikskjarninn í þessu sam- bandi þeirra, varð hún gripin slíkri örvæntingu, að hann kenndi sam- vizkubits. — Ég ætla að fara núna, sagði hún. Nei, þú þarft ekki að fylgja mér. Ég er fullkomlega róleg og fær um að aka sjálf. Þú verður bara að lofa mér því, að þú komir með mér í samkvæmið hjá Báckman úti í eynni Framhald á bls. 45. Það var eins og hann ætti mál sitt að verja fyrir rétti, gagnvart slungn- um og miskunnariausum dómara.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.