Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 15
Hvað segir landsprófs nefnd um þetta? VARÐ MÉR AÐ FALLI EFTIR DR. MATTHÍAS JÓNASSON. GEÐRÓ TRYGGIR ÁRANGUR. Flestir nemendur finna til nokkurs óróa, þegar þeir leggja út i mikilvægt próf. Vitundin um þýðingu prófsins og ásetningur þeirra að duga nú vel, skapar sálræna þenslu eða spennu, sem altekur persónuleikann. Hjá ólíkum einstaklingum eru áhrif hennar þó mismunandi. Á suma orkar hún örvandi, svo að samstilling allra vitsmunaþátta verður óvenjulega nákvæm. Það éru nem- endur, sem njóta sin vel á prófi, svo að allt virðist liggja opnara fyrir og vera þeim nærtækara en venjulega. Hjá miklu fleira veldur spennan þó truflun, sem getur aukizt við óvænta erfiðleika. Nemandinn á þá örðugt með að einbeita sér, erfiðleikarnir vaxa honum í augum og hugsunin verður stjörf og ófrjó. í slíku ástandi leysir nemandinn prófið miklu verr af hendi en svarar til þekkingar hans, svo að hann sjálfur og aðrir standa gáttaðir yfir mis- tökunum. Geðró og hóflegt sjálfstraust eru skilyrði fyrir góðum prófárangri. Undir slíkum geðblæ verður hugsunin slcýrust og afkastamest. Nem- endur ættu þvi að varast að æsa sig upp í alltof harða spennu á prófi. Hún getur lokað skilningi þeirra og ruglað þá. Og auðvitað ber kenn- urum að varast allt, sem setji nemendur í óþarfan vanda og auki þannig sálspennu þeirra. Kennari má t. d. ekki láta nemendur rekast á óvænta erfiðleika, fremur en leiðir af kunnáttuleysi þeirra sjálfra. Einkum á þetta við um skrifleg próf, þar sem kennarinn er hvergi nærri, að leysa nemandann úr viðjum meinlokunnar og vekja sjálfs- traust hans að nýju. Á skriflegu prófi verður nemandinn að treysta aigerlega á sjálfan sig. Prófverkefni þarf þvi að vera þannig samið, að nemandinn ráði sæmilega við fyrstu atriðin, svo að honum vaxi sjálfstraust og áræði og sálræna ofspennu lægi, áður en hún leiðir til sálstjarfa og hugarfjötra. ÓVÆNT HINDRUN TRUFLAR. Ungur vinur minn lýsti fyrir mér reynslu sinni á landsprófi i vor. Frásögn hans er góð lýsing ó sálstjarfa, sem sprettur af ofspennu og magnast við óvænta erfiðleika. „Ég vissi að ég væri fallinn, ef ég fengi lágt í stærðfræðinni. Fyrstu þrjú dæmin voru bókstafadæmi og sýndust ekkert afskaplega þung. En ég strandaði strax í fyrsta dæminu. Ég sá enga leið að leysa það. Eftir því sem ég braut heilann meira, þvi ringlaðri varð ég. Samt gafst ég ekki upp. Ég þóttist viss um, að einhver meinloka sæti í mér, og ég þyrfti bara að reyna upp aftur og aftur til þess að koma auga á aðferðina. En allt sat við sama. Ég flaut í svita og rakar hendurnar blettuðu prófblaðið. Loks gafst ég upp við dæmið og tók til við nr. 2. Það var einfalt dæmi, eins og við höfðum marglært. En ég var orðinn svo ruglaður, að ég trúði ekki minni eigin skynsemi. Bráðum tókst mér þó að leysa Framhald á bls. 51. ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG — Togaðu bara dálftið f snúruna. Mín er nefnilega alltof löng! Þeir hljóta að hafa verið brjálaðir f músík. Hugsaðu þér bara . . . þeir hafa þurft að trekkja hann upp með hendinni. . . — Það er ekki gott veiðiútlit hér á skrifstofunni, allir for1- stjórarnir eru hamingjusamir eiginmenn. —- Þetta er frá skattstofunni. Þeir og þú heldur. Jón minn það vilja gjarnan vita hvaðan við fáum gæti einhver komið hingað á peningana til að borga skattinn með. morgun. YIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.