Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 33
$ II 4 'iouma p ea HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þessi vika verður óvenjuskemmtileg framan af, en um helg- ina verður eitthvað til Þess að varpa skugga á alla gleðina. Eitt kvöldið kemur gamall kunningi þinn í heimsókn, en Þú munt komast að því, að þið eigið nú lítið sameiginlegt, svo að þessi kynni ykkar verða skömm. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Gættu Þess að láta ekki kæruleysi og leti spilla fyrir þér vináttu góðrar vinkonu þinnar. Heilsa þin er ekki í sem beztu lagi, þú skalt fara vel með Þig, sérstaklega fyrri hluta vikunnar. Þér berst bréf, sem þú skalt svara með gát. Föstudagurinn verður dagur mikilla öfga, einkum hvað snertir öll hjartans mál. Heillalitur rauðleitt. TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júni): Smámuna- semi þín í skiptum við ákveðna persónu kann að valda þér mikilli óhamingju, ef þú vandar þig ekki. Þú lofaðir vini þínum einhverju i fyrri viku, og er sannarlega kominn tími til að efna það, ef ekki á að fara illa. Þú ferð í skemmtilegt samkvæmi I vik- unni, sem kann að hafa óvenjulegar afleiðingar, ef þú held- ur vel á spöðunúm. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Sérkennilegt atvik hendir þig í fyrri hluta vikunnar, sem þú skalt ekki gera þér of miklar grillur út af, en kann þó að valda þér allmikilli ömun, ef þú leið- ir það alveg hjá þér. Vendu þig á meira trygg- lyndi gagnvart þínum nánustu. Það skerst í odda heima við, en lipurð og umburðarlyndi annars aðila kann að bæta úr þvi. Heillatala 5. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Langþráð ósk þín virðist' vera að rætast, en fagnaðu þó ekki of snemma, það eru ýmis ljón á veginum enn sem komið er. Ýmiskonar smámunir verða til Þess að að angra þig í vikunni, einkum á kvöldin. Mundu að tilfinningarnar fara i gegnum hjartað en ekki heilann. Þú munt finna þetta áþreifanlega um helgina. _______MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Láttu ekki skuggahliðar tilverunnar blinda þig, þú getur sneitt hjá ýmsum vanköntum með bjartsýni. _______ Gerðu þér ekki of dælt við yfirboðara þinn, það er illa séð hjá samstarfsmönnum þínum. Mundu, að snyrtimennska er farsæl í umgengni við annað fólk. Þú verður fyrir miklum áhrifum í vikunni, sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Taktu ekki mark á því, sem þú heyrir sagt um einn bezta vin þinn, reyndu heldur að leiða sannleikann í Ijós. Amor verður mikið á ferðinni í vikunni, einkum meðal fólks undir tvítugu. Mundu þó eftir einum (einni), sem bíður í fjarska og er sífellt að vonast eftir svari frá þér. Heillatala karla 5, kvenna 11. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika ber í skauti sér mikla gleði og ánægju og skapar þetta þér óvenjuhlýjar minningar. Varastu að ofnýta langlundargeð og vináttu bezta vinar þíns. Þú skalt ekki fara langt frá heimili þínu um helgina, ánægjuna er ekki síður að finna heima við. Snarpar gáfur þínar kunna að verða þér að miklu liði. Bogmannsmerkiö (23. nóv,—21. des.): Gefstu ekki upp við þær tilraunir, sem þú hefur verið að gera undanfarið og eiga að stuðla að framgangi þíns hjartans máls. Lausnin er skammt undan. Var- astu dökkhærðan mann, sem vill koma sér í mjúkinn hjá þér. Áform hans eru af vafasömum toga spunn- in. Þú munt vera í fjölmenni eitt kvöldið. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Vonleysi og uppgjöf félaga þinna valda þér hugarangri, en þú getur kippt öllu í gott lag, ef þú beitir vilja- festu þinni og bjartsýni. Ónefnd persóna hugsar mjög til þín á næstu grösum? Leitaðu ekki langt yfir skammt. Líkur á fjárgróða í vikulokin. ________ Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Hleypidóm- ar þínir kunna að valda misskilningi. Leggðu meiri rækt við likamlegt atgervi þitt. Seinni hluti vikunnar kann að verða afdrifaríkur í ástamál- um. Fjölskyldumálin horfa ekki sem bezt, ef Þú lætur ekki af stirðlyndi þinu og sjálfselsku. Ljóshærð kona flytur þér góðar fréttir, sem þú hefur beðið lengi eftir. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú færð útrás fyrir fórnfýsi og líknarlund þína I samskiptum þínum við eldri manneskju. Helgin kann að valda þér vonbrigðum. Sumir láta ekki sjá sig. Farðu að huga að undirbúningi jólanna. Stórbokkaskapur eins kunningja þíns er óviðunandi, og þú og félagar þínir ættu að sýna honum fram á þessa villu sina. Heillatala 7. Kenwood-hrærivélin er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél ood hrærivélin fjfrtr jfður . . . býður ný KENWOOD CHEF hrærivélin alla þá hjálpar- hluti, sem hugsanlegir eru, til hagræðis fyrir yður, og það er ekkert erfiði að koma þeim í samband, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli allt .— jafnvel þykk- asta deig. — Þeir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér ' horfið undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. Engin önnur hrærivél getur létt af ySur jafnmörgu leiðinda erfiði, - en þó er hún falleg og stílhrein. Ef yður vantar hrærivél, þá ... LÍTIÐ Á KENWOOD - LAUSNIN ER KENWOOD Verð kr. 4.890,00 m ^ m Austurstræt jjeKiasímí VINNUM ALLT Á STAÐNUM FÆRANLEGT VIÐGERÐAR VERKSTÆÐI. Vélsmiðja Eysteins Leifssonar Laugavegi 171 •— Sími 186621

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.