Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 24
liita. FlórsyJcurinum og kakóinu hrært varlega út í og síðast korn- flakesinu og súkkatinu. Látið i toppa á smjörpappír, sem áður er smurður með oliu (matarolíu) eða smjöri. Creyml á köldum stað i vel luktu íláti. Toppana er fallegt að bera fram i konfektmótum. Brenndar möndlur. Vi kg möndhir, Vz kg flórsykur, 1 Vi dl vatn. Möndlurnar eru þurrkaðar á bréfi og setfar ásamt sykri og vatni í pott. Soðið við liægan hita þar til möndlurnar verða þurrar og brestur í þeim. Hrært áfram í pottinum þar til sykurinn verður aftur fljótandi og möndlurnar eru farnar að fá gljáa. Þá er þeim hellt á plötu og losaðar í sundur áður en þær kólna. Einnig er ágætt að brenna möndl- urnar þannig, að brúna sykurinn t pottinum og setja möndlurnar urnar út i þegar froða fer að mynd- ast. Ath. að hitinn sé ekki of mikill þá er hætt við brunabragði. Möndl- urnar cru teknar upp úr þegar þær eru vel hjúpaðar með karamellunni. látnar á smjörpappír, kældar geymd- ar i vel lokuðum kassa. Saltar möndlur. Möndlurnar eru settar í sjóðandi vatn, kældar og liýðið tekið af ]ieim. Látnar í eldfast mót rneð bræddu smjöri og settar inn í heitan ofn. Það er nauðsynlegt að hræra off í, til að möndlurnar brúnist jafnt. Þegar möndlurnar eru fallega brún- ar er fínu salti stráð yfir þær. Einnig er hægt að sjóða möndlurnar i saltvatni eftir að þær eru afhýdd- ar og brúna þær síðan í smjörinu við góðan hita. JóCfibakstunnn Eftirfarandi uppskriftir geta verið tilbreyting með gömlu uppskriftun- um í jólabaksturinn. 24 VIKAN Smákökur, tertur og mótkökur. Veljið 3—4 smák ýki jtegundir í jólabaksturinn og er um nýja uppskrift er að ræða þá borgar sig að prófa lítinn hluta fyrst og ákveða þá hvort hún verði fyrir valinu. Smákökur er sjálfsagt að baka fyrri hluta desembermánaðar sérstaklega þær sem geymast vel eins og t.d. hnoðaðar kökur einkum kryddkök- ur. Kökukassarnir eru þá limdir aft- ur með glæru límbandi svo að þeir verði alveg loftþéttir. Ath. að suinar uppskriftanna eru mældar í desilítrum en hér kemur þunginn í grömmum. 1 dl af hveiti vegur 55 gr, hrís- mjöli (iO gr, kartöflumjöli 70 gr, haframjöli 40 gr og strausykri 90 gr. Það er góður og sjálfsagður siður að baka eina prufuköku áður en full plata er látin i ofninn bæði til að ath. liitann og eins ef eitthvað hefur gleymzt í kökurnar. Hnoðaðar tertur er einnig bezt að baka nokkru fyrirfram, en hrærð- ar mótkökur og tertur þurfa að vera nýbakaðar og eru þvi bakaðar siðustu dagana fyrir jól og milli jóla og nýárs þær sem borða á um ára- mótin. Smákökur með súkkati. 250 gr hveiti, % tesk. hjartar- salt, 125 gr smjörííki, 125 gr sykur 1 egg, 2—3 msk. mjólk. Hveitið er sáidrað með hjartar- saltinu, sykrinum blandað saman við og smjörlíkið mulið í. Vætt í með egginu og mjólkinni. — Hnoðað í mjóar lengjur sem siðan er skipt í bita og mótað í litlar kúlur. Súkk- atið e-r skorið i ferkantaða bita og er einn látinn á miðju hverrar köku. Bakaðar ijósbrúnar við góðan hita. Litlar kryddkökur. 125 gr smjörlíki, 125 gr sykur, 1 lítið egg, 1 sléttfuil tesk. matarsódi, Vi tesk. engifer, •% tesk. kardemommur, Vi tesk. kanell, hvitur pipar á hnífsoddi, 250 gr hveiti. Smjörlíkið er iirært iint og siðan ineð sykri og eggi þar til það er létt og ljóst. Ilveitið er sáldrað með lyftiefninu og kryddinu hrært sam- an við, linoðað. Kælt. Mótað og bakað á sama hátt og smákökur með súkkati. (Sjá meðfylgjandi mynd). Aprikósukökur. 300 gr hveiti, 100 gr flórsykur, 1 tesk. lyftiduft, 1 tesk. rifið sitrónuhýði, 175 gr smjörlíki, 1 egg, 1 tesk. rjómi. Fylling. 175 gr þurrkaðar aprikósur, (lagðar í bleyti daginn áður i 2 dl af soðnu vatni), 150 gr sykur 1 tesk. vaniljusykur, 1 msk. slierry. Deigið er hnoðað á venjulegan hátt. Kælt. Breitt út fremur þunnt. Skorið með glasi eða kringlóttu móti. í helminginn af kökunum eru stungin 1—3 göt eftir því sem hverj- um þykir failegast. Kökurnar eru bakaðar á vel smurðri plötu þar til þær eru ljósgular og stökkar (ca. 250 gr hiti). Teknar strax af plöt- unni og kældar. Apríkósurnar eru soðnar i vatn- inu þar til þær eru meyrar, þá eru þær marðar i gegnum gatasigti. Hitaðar með sykrinum, þar til hann er bráðinn. Vaniljusykurinn látinn i og þegar maukið er kælt, er það bragðbætt með sherry ef það er fyrir liendi. — Bezt er að leggja kökurnar saman nokkru áður en þær eru bornar fram. Þær eru því geymdar i vel lokuðum kökukassa, en maukið í krukku eða plastíláti (geymist bezt í ísskápnum). Franskar piparkökur. 150—200 gr möndiur, 250 gr smjörliki, 2Vi dl sykur, IV2 dl sýróp 2—3 tesk. kanell, 1—IV2 tesk. negull, 2—3 tesk. engifer, 1 tesk. kardemommur, 1—IV2 tesk. matarsódi, 1 tesk. vanilja 600 gr hveiti. Möndlurnar eru settar í sjóðandi vatn, flysjaðar og saxaðar smátt. Smjörið er hrært lint ásamt sykri, sýrópi og kryddi, þar i matarsód- inn, sem áður er hrærður út í vatni. Síðast er hveiti og möndlum bland- að út i og deigið hnoðað í tvær þykkar rúllur, sívalar eða kantaðar. Látið bíða á köldum stað 1—2 daga. Þá skorið i þunnar sneiðar, sem settar eru á smurða plötu og bakaðar við ca. 200- 250 gr hita. Kökurnar geymast mjög vel i lokuð- um kassa. Ódýr marengs. 2 eggjahvítur, 4 dl sykur, 2 tesk. vaniíjusykur, 1 tesk. lijartar- salt, 4 msk. kartöflumjöl. Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til þær eru vel stifar, sykrinun blandað saman við ásamt kartöflu- mjöiinu, sem áður er sáldrað með lijartarsaltinu. — Látið með skeið á vel smurða plötu, með góðu milli- biii þar sem kökurnar renna út við baksturinn. Hiti er hæfilegur um 150—175 gráður. Kúrenukökur. 500 gr hveiti, 1 tesk. matarsódi, tesk. matarsódi, 1 tesk. vanilja 350 gr smjörliki, 1 bolli kúren- ur, 2 egg (stór). Deigið er hnoðað á venjulegan hátt. Látið bíða á köldum stað um stund. Flatt út fremur þykkt, tekið undan iitlu glasi eða móti og bakað við góðan liita, þar til kökurnar eru fallega ljósbrúnar. Súkkulaðikökur. 200 gr smjörliki, 100 gr sykur, 100 gr iniðursykur, 2 egg, 250 gr hveiti, 1 tesk. lyftiduft, V2 tesk. natron, 1 tesk. vaniija súkkulaði. Smjöriikið er lirært með sykri og púðursykri. Eggjunum lirært sainan við og hveitið sem áður er sáldrað með iyftidufti og matarsóda ásamt vaniljunni. Súkkulaðið er saxað fremur smátt nokkuð af því látið í deigið, sem er sett með te- skeið á vel smurða plötu og súkku- laðimola stungið i miðju hverrar köku. Bakað við góðan hita. Þegar kökunum er raðað i kassa er gott að Iáta smjörpappír milli laganna. Súkkulaðikökur með appelsínubragði. 100 gr smjörliki, 100 gr flór- sykur, 1 egg, 3 msk. rjómi, 75 gr kartöfiumjöl, 50 gr hveiti, Vi tesk. lyftiduft, 1 tesk. kanell, Rifið hýði af einni appelsínu, 100 gr súkkulaði. Deigið er hrært á sama hátt og áðurnefndar súkkulaðikökur. App- elsínubörkurinn er látinn i síðast. Einnig er gott að hafa saxaðar rús- ínur og möndlur í þetta deig. Mótað og bakað eins og áður er nefnt. Súkkulaðikókoskökur. 3—4 egg (ca. 200 gr), 250 gr sykur, 250 gr kókosmjöl, 50 gr hveiti, 30 gr. kartöflumjöl, ca. 150 gr súkkulaði. Eggin eru aðskilin og rauðurnar lirærðar með sykrinum, þar til þær eru ljósar og léttar, kókosmjölinu blandað þar í ásamt hveiti og kart- öflumjöli, sem áður er sáldrað. Síð- ast er súkkulaðið skafið út í og stífþeyttar hvíturnar skornar í var- lega til að sem mest lyfting verði i deiginu. Mótað með teskeið í með- alstórar kökur, sem bakaðar eru við hægan hita ljósgulbrúnar. Brúnar jólakökur. 250 gr sýróp, 50 gr púðursykur, 2 dl mjólk, ca. 500 gr hveiti, 100 gr kartöflumjöl, 150—200 gr smjör eða smjörlíki, 1 tesk. pipar, 1 tesk. engifer, 1 tesk. negull, 1 tesk. matarsódi tesk. hjartarsalt, (örlítill anis ef vill). Sýróp, sykur, smjörlíki og mjólk er hitað sainan í potti. Kartöflumjöl- ið, hveitið, lyftiefnin og kryddið er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.