Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 22
Unnur, Ingunn og Inga. Dansað á þorskhausum # Ég sá þessar þrjár ungu og fallegu stúlkur fyrst þar sem þær voru að dansa téttklæddar uppi á fiskkössum i stærsta fiskgeymsluhúsi lands- ins. Undirleikurinn var samt ekki upp á marga fiska, þvi þar blandaÖ- ist saman hrörlegur píanóleikur og hróp og köll áhorfenda, sem flestir höfðu smurt sig meira og minna með kjálkaolíu og haðað sig í söng- vatni. Partýið endaði svo auðvitað með skelfingu, þegar ekki sens lögreglan kom á vettvang og sundraði geiminu, — þó ekki án mannfalls, þvi a.m.k. einn lög- regluþjón varð að bera út eftir átökin. Að sjálfsögðu féll öllum það mjög illa, að partýið skyldi enda svona liörmulega, og mér líka, og það var þessvegna ákveðið að endurtaka það, ef vera skyldi að menn fengju að vera í friði fyrir ekki sens lögreglunni. En það fór allt á sömu leið. En þolinmæðin þrautir vinnur aliar. Ég er nú búinn að fara fjórum sinnum á leikliúsið í þeirri veiku von að ekkisens lögreglan komi nú ekki til að eyði- leggja partýið, og að maður fái að sjá framhaldið, en það hlýtur að vera einhver, sem kjaftar ailtaf frá, þvi alltaf endar geimið á sömu leið. Sem betur fer láta stúlkurnar heldur ekki bugast, og halda áfram að dansa á fislckössunum í hvert sinn, er Strompleikurinn er sýndur, enda fá þær sina greiðslu fyrir það. Þetta eru heldur ekki neinar venju- legar partýskvísur. Þær eru búnar að læra ballett í allt að 11 ár, eins og t.d. Ásthildur Inga Haralds- dóttir (lengst t.h.) Inga — eins og hún er venjulega kölluð — vinnur á skrfistofunni hjá Verðlagsstjóra, en flestar hennar frístundir fara í æfingar. Sama er að segja um hinar tvær, Ingunni Jensdóttur (í miðið), sem vinnur í Sindra — á skrifstofunni (ekki við járnsmíðar) — og Unni Guðjónsdóttur (lengst t.v.) sem líka er skrifstofustúlka og það meir að segja í Stjórnarráðinu. Þær æfa ballett í ballettskólanum fjórum sinnum í viku, og segja allar einum rnunni að það sé ekki nándar nærri nóg. Núna, þegar æfingar á Strompleiknum stóðu yfir, fóru þær upp í Þjóð- leikhús í matartimanum og sprikluðu þar af öllum kröftum í staðinn fyrir að borða, og svo strax aftur eftir vinnu. Samt segjast þær „bara rétt vera búnar að hita sig upp, þegar þær þurfa að hætta.“ G. K. Sigurjón. Ef þig skyldi einhverntíma vanta stjórntæki fyrir radarkerfi, ljósmyndapappír fyrir teikningar, hurð fyrir íshólf, simavír í tonnatali, ljóskastara, slökkvi- dælu, rúmstæði, bómullardýpur af fínasta kvalitet, — eða bara eitthvað annað — þá skaltu fara út í Örfirisey og finna það þar. En það verður að hafa það þó það sé af þvi dálítil lykt af sildarmjöli, því hjá þvi verður varla komizt. 22 VIKAN Kóngur í Örfírisey Þessa hluti er nefnilega að finna í mjölhúsi síldarverksmiðjunnar Faxa, sællar minningar, sem tók forðum við af Hæringi — að gera ekki neitt. Það er staflað rúmstæðum í þús- undatali alveg undir loft, sömuleií- is rúmdýnum og öðrum álíka nauð- synlegum verkfærum innan um síldarmjölsvélar og hingað og þang- að dálitla ögn af síldarmjöli, sem ekki hefur tekizt að selja. Konungur í þessu riki heitir Sig- urjón Snjólfsson, og er þar af- greiðslu- og eftirlitsmaður hjá Sölunefnd varnarliðsins, sem á þessa margvislegu hluti og vill gjarnan selja fyrir sanngjarnt verð. Það var i rauninni alveg af til- viljun að ég komst að því að þarna hefði sölunefndin eitt sitt höfuðað- setur, þvi ekki er staðurinn bein- línis á almannafæri og lítið auglýst- ur. Ég spurði Sigurjón þessvegna að því hvort hér væri ekki yfirleitt fátt um viðskiptavini, en hann hélt nú aldeilis ekki. „Það kemur hingað töluvert af fólki til að skoða og kaupa, «( umsetningin er töluverð af ýmis- konar dóti, sem kemur og fer. Hér er yfirleitt um stærri hluti og tæki að ræða en í hinni útsölunni að Skúlatúni 4,“ sagði Sigurjón og fékk sér í nefið. Hann stóð við borð ná- lægt rúmdýnustaflanum og saum- aði saman dýnu af mikilli natni og kunnáttu, en hjá honum var aðstoð- armaður hans, sem klippti út pjötlur úr annari dýnu, bar iím á og límdi yfir smágöt. Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.