Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 36
...allir þekkja KIWI gljáann O JOHNSON tc KAABER H/F, REYKJAVIK Nýju bffkurnar Vér leyfum oss hér með að yekja athygli bókamanna á þyí, að meðal útgáfubóka yorra í ár eru eftirtalin rit: Rit Jóns Sigurðssonar I. Blaðagreinar. Sverrir Kristjánsson sá um útgáfuna. Bréf frá íslandi. eftir Uno von Troil, með yfir 60 menningarsögulegum myndum frá 18. öld. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, viðhafnarútgáfa, skreytt 50 heilsfðu- myndum eftir Barböru M. Árnason. Formála skrifar herra Sigur- björn Einarsson, biskup. Síðustu þýdd Ijóð, áður óp.rentaðar ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar. Guð- mundur Böðvarsson gaf út. Við opinn glugga. Laust mál eftir Stein Steinarr. Hannes Pétursson sá um út- gáfuna. Undir vorhimni. Bréf Konráðs Gíslasonar. Aðalgeir Kristjánsson sá nm útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ATÓMSTYRJÖLD. Framhald af bls. 8. Allar mikilvægustu stöðvarnar eru tengdar simasambandi, fjarritasam- bandi, radíókerfum ýmiskonar og jafnvel sjónvarpi. Allar þessar stofn- anir hafa varabækistöðvar að hverfa til ef með þarf. Þessar varabækistöðv- ar eru þannig að tækni og tækjum búnar, að sambandið verði eins ó- rjúfanlegt og hugsazt getur. Sama máli gegnir um áðurnefnd fjarskiptasambönd; þar er um mörg varasambönd að ræða ef með þarf. Ekkert skeyti getur verið sent um þessi sérstöku fjarskiptasambönd fyrr en þeim, sem stjórna sendingu og móttöku, hefur verið sannað það með sérstökum leynimerkjum að skeytin komi í raun og veru frá viðkomandi aðila. Loks eru enn önn- ur leynimerki, sem nota má til að sanna eða afsanna upprunamerkin. Forsetinn einn getur gert gilda þá ákvörðun, að gripið skuli til kjarnorkuvopna — lögum sam- kvæmt. En hvernig fer ef ein- hver ákveður að brjóta þessi lög? Ekki getur forsetinn eigin hendi tekið hemlana af hverju kjarn- orkuskeyti. Hann segir eingöngu úrslitaorðið. Hundruð manna gegna því hlutverki að vera sí- fellt reiðubúnir að koma því úr- slitaorði rétta boðleið til þeirra mörgu, sem sjá um að þrýst sé á rofana og þrýsta á rofana. Hvernig færi nú ef einn eða fleiri af þessum mönnum missti nú allt f einu þolinmæðina, og tæki þá ákvörðun að berja sjálfur á Rúss- unum? Og hvernig færi ef sjálf- ur forsetinn „gengi af göflunum“, eins og þeir í hernum kalla það? Eða ef hann tæki allt í einu þá ákvörðun, að höggva eigin hendi á rembihnút heimsstjórnmálanna og taka í lurginn á Ráðstjórnar- ríkjunum fyrirvaralaust? Enginn getur veitt afdráttarlaust og öruggt svar við þessum spurning- um. Engu að síður er þannig frá kerf- inu gengið, að það á að útiloka það að nokkur einn maður geti hrundið af stað kjarnorkustyrjöld á eigin spýt- ur. Jafnvel sjálfur forsetinn getur ekki þotið í símann og fyrirskipað að kjarnorkustyrjöld skuli hafin .Tafnvel hann veit ekki leyniorðið, sem segja verður til þess að fyrirskipunin sé tek- in gild. Ef til kæmi, yrði honum til- kynnt það i „gullsimanum.“ Gullsíma- kerfið — símatækin eru raunar gul en ekki gyllt — veitir honum beint samband við aðalstöðvar landvarn- anna, herráðsins og SAC og aðra æðstu menn. Gullsimakerfið nær til þessara manna þðtt þeir séu staddir á heimilum sínum. Þessir aðilar taka ákvörðunina ásamt forsetanum. Þeir mundu þá ekki ræðast við á dulmáli. en samt sem áður gætu ekki verið þar nein brögð í tafli. Mikilvægustu spurningum yrði tafarlaust svarað með áður orðuðum svörum. Foringj- arnir, sem þátt taka I öryggisæfingum I bessu sambandi, fullvissuðu mig um, að með aðstoð gullsimakerfisins væri ekkert því til fyrirstöðu að forset- inn hefði tekið ákvörðun sina og hún verið tilkynnt hlutaðeigandl aðilum, nokkrum mínútum eftir að aðvörun- artilkynningin hefði borizt frá við- vörunarkerfinu. Ef sambandið reynist eins óskeik- ullt og til er ætlazt, mundi ákvörðun hans samstundis verða kunn 1 öllum þeim aðalstöðvum, sem hrinda henni I framkvæmd. Þessar stððvar eru einnig I gullsimasambandi. Meðal þeirra er aðalstöð yfirstjórnar Atl- antshafsflotans að Norfolk i Virginiu, sem stendur I sambandi við kafbátana, sem búnir eru kjarnorkuskeytum; að- alstöðvar Atlantshlafsbandalagsins I Evrðpu, aðalstððvar flughersins 1 Evrópu og & Kyrrahafssvæðinu, sem stjðma flugárásum á sklp og her- stöðvar — og loks aðalstöðvar SAC, sem ræður yfir langfleygum sprengju- flugvélum og Atlasflugskeytum. Við skulum athuga eina af þessum taugamiðstöðvum nánar, SAC að Omaha — og komast að raun um hvað yrði að gerast, áður en fljúgandi virkin létu vetnisssprengjur sínar falla. Og það er i einu orði sagt margt. Forsvarsmaður þar yrði að öllum lík- indum William W. Wisman höfuðs- maður, yfireftirlitsmaður SAC. Hann eða fulltrúi hans eða einhver af sjö aðstoðarmönnum þeirra, sem allir eru höfuðsmenn að tign, hafast við í stjórnarmiðstöð eftirlitsins allan sól- arhringinn. Þetta er mikill salur, 140 fet á lengd og þrjátíu og níu fet á breidd, en tuttugu og eitt fet á hæð en hljótt og rólegt er í þeim húsa- kynnum. Allskonar kortum og upp- dráttum með hinum fjölbreyttustu upplýsingum er komið þar fyrir bak við skotþiljur frá lofti til gólfs. Og Wisman höfuðsmaður, bóndasonur frá Ohio, er sjálfur allra manna róleg- astur í framkomu, en öruggur og ber það með sér, að hann er enginn veifiskati. Hann er dökkmóeygur, til- litið fast og athugullt. Maður, sem heldur vöku sinni á hverju sem geng- ur. .Wisman, sem hefur verið æðsti maður eftirlitsins í fjögur ár, mundi gefa merki þeirri sveit manna, sem ræður þarna yfir miklum skiftiborð- um, daufgráum með ótal rofum og Ijósum. Að minnsta kosti tugur manna, sumir vopnaðir. halda sig stöðugt í nálægð hans Gullsími stend- ur á skrifborði hans. Ef til kæmi, mundi æðsti maður SAC. Thomas Power hershöfðingi, eða fulltrúi hans ng aðstoðarmaður. ganga fram á sval- ir, sem liggja meðfram öllum veggj- um, en gullsími er og fyrir framan sæti hershöfðingjans á svölunum og mundi hershöfðinginn sjálfur taka þátt í ákvörðunum þeim, sem teknar væru, en Wisman, sem yæri undir svöl unum hlustaði á. 1 gegnum skipti- borðin getur hann náð samstundis sambandi við yfir sjötiu herflugstöðv- ar víðsvegar á hnettinum og allar herflugvéiar SACs. Hann þarf ekki annars við en taka upp annanhvorn þeirra rauðu símat.alnema til vinstri við sæti sitt, en yfir þeim er rauður rofi, merktur „Samstundis." Talnem- arnir eru tveir. til vonar og vara, ef annarhvor þeira skyldi elnhverra hluta vegna reynast óvirkur. En ekki veit, Wisman sjálfur heldur rásorðið. Það yrði hann að sækja I „rauða skápinn," sem í rauninni er gulur skápur með rauðri hurð og ekki stærri en hálft fet á hvorn veg, fest- ur á vegg skammt frá sæti Wismans. Þannig er frá honum gengið með leiðslum, að hann verður ekki opn- aður án Þess að hann gefi frá sér skræk mikinn, sem bergmálar um allan salinn. Og nú verðum við að fara varlega í sakirnar, því hér er um að ræða leyndasta og bezt varða leyndarmál þjóðarinnar. Dulmálsorðin. eða rás- orðin svokölluðu, en þau eru nokkur talsins, sitt fyrir hverja herstöð, eru varðveitt þarna í skápnum I „sér- stökum" ðgegnumlýsanlegum um- búðum. 1 þessum umbúðum koma þau með vissu millibili frá algerum leyni- stað, og er þá sklpt um þau í skápn- um undir umsjðn Wismans. En jafnvel þessi rásorð, sem I rauða skápnum eru, nægja ekki til Þess að hrinda styrjöld af stað. Þau eru að- eins brot eða hluti af fyrirfram ákveð- inni orðasamstæðu. Hvernig hún er samsett, eða á hvern hátt hún trygg- Ir misnotkun, má ekki gera opinbert. Það kemur í hlut Wismans og manna hans, að raða brotunum saman, eftir að þeir hafa sannfærzt um það af áður nefndum kenniorðum, að hin brotin séu send af réttum aðila, en auk þess er vlst kennlorð I sjálfrl setn- 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.