Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 23
Bakað jólahús.
3 dl sykur, 2 dl sýróp, 3 dl
mjólk eða rjómi, 100 gr smjör
e'ða smjörlíki, 2 msk. kanel,
1 msk. engifer, % msk. negull,
1 msk. matarsódi, ca. 1 kg.
hveiti.
Smjör, sykur, sýróp og krydd er
látið í pott og hitað en má ekki
sjóða. (Hrært i meðan það hitnar).
Mjólkinni hellt saman við. Kælt.
Hveitið er sáldrað með matarsódan-
um og hrært smátt og smátt út í,
hnoðað. Deigið á að vera fremur
hart annars er hætt við að það
renni út við baksturinn.
Þegar það er fullhnoðað, gljá-
andi og sprungulaust er hveiti
stráð yfir og látið bíða 1-—2
daga. Þá hnoðað aftur og breitt
út fremur þykkt. Móta má allavega
dýr og fólk úr deginu og er það
•ftast gert í þar til gerðum mótxun
eða pappamunstri. Auðvelt og fallegt
er að búa til hús og er þá bezt
að teikna það fyrst á pappír t. d.
er góð stærð á hliðunum 26 cm á
lengd og 9 cm á hæð, gaflarnir
9 cm á liæð og 12 cm hæðin á
burstinni, þakið er þá 31 cm á lengd
og tólf cm á hæð.
Tvö stykki eru bökuð af hverju
fyrir sig nema fjögur af strompinum
og stærð hans höfð i samræmi við
húsið t. d. fjórir sinnum fimm cm.
Bezt er að fletja deigið út á plöt-
unni og skera það siðan út eftir
munztrinu, gluggar og dyr skorið
út um leið.
Ath. að láta ekki kökurnar liggja
of þétt saman á plötunni.
Hitinn er hæfilegur 200—250 gr.
Ef kantarnir eru ójafnir að bakstri
loknum er auðveldast að skera þá
strax og platan er tekin út úr ofn-
inum. Takið strax aí plötunni. Þegar
húshlutarnir eru kaldir er þeim rað-
að á smjörpappír og skreyttir með
þykkri flórsykursbráð. Bezt er að
sprauta með smjörpappirskramar-
húsi eða mjórri sprautu. Sjá með-
fylgjandi mynd. (Þakið er einnig
fallegt að sprauta i odda eða tígla-
munztur). Húsið er fest saman þegar
það er þurrt annað hvort með flór-
sykurbráðinni eða karamellu
(brúnuðum sykri).
Fallegast er að láta húsið á bakka
og bómull í kring ásamt greinum.
Þar í kring er ef til vill raðað jóla-
sveinum, körlum, kerlingum og dýr-
um, sem bökuð hafa verið úr deig-
inu.
Heimatilbúinn marcipan. Nr. 1.
% kg möndlur, V> kg flórsykur,
1 msk. óþeytt eggjahvíta.
Möndlurnar eru flysjaðar og hakk-
aðar 3—4 sinnum. Flórsykurinn
sáldraður saman við og vætt í með
eggjahvítunni. Hnoðað. Möndlu-
massinn er drýgður með flórsykri
um leið og mótað er úr honum.
Möndlumassa er hægt að kaupa
tilbúinn og er hann þá drýgður á
sama hátt og oft gott að setjá i hann
dálitla eggjahvltu í viðbót ef hann
er sundurlaus.
Svikinn möndlumassa er hægt
að búa til úr soðnum kartöfl-
um, sem þá er bezt að gufu-
sjóða saltlausar, flysja og kæla
áður en þær eru saxaðar 2—3 sinn-
um í söxunarvél. Flórsykri síðan
hnoðað saman við þar til massinn
er hæfilega þéttur.
Marcipan. Nr. 2.
25 gr smjörliki, 40 gr hveiti, ca.
Vadl rjómi, möndludropar, 200
—300 gr flórsylcur.
Smjörlíkið er brætt, hveitið
hrært saman við. Rjóminn hitaður
i litlum potti, látinn út i og
lirært þar til suðan kemur upp.
Jafningurinn er þykkur og laus við
sleif og pott. Kældur.
Flórsykurinn er sáldraður og
jafningnum hnoðað upp í. (Sé
deigið of lint er bætt við flórsykri).
Möndludroparnir eru látnir í um
leið og deigið er hnoðað.
Marcipan. Nr. 3.
1 dl hveiti, 1 dl rjómabland,
flórsykur, 200 gr möndlur,
möndludropar.
Hveitið er hrært út með rjóman-
um. Soðið 3—5 mín. Ivælt. Möndlurn-
ar eru flysjaðar og hakkaðar í
möndlukvörn. ‘Hnoðað saman við
jafninginn og sáldraðan flórsykur.
Möndlumassan er gott að bragð-
bæta með margskonar dropum (ess-
ensum), ávaxtasafa, kakaói, möndl-
um, hnetum, döðlum, gráfikjum,
brúnuðum möndlusykri (nougat) o.
m. fl. Mótað á mismunandi vegu.
Ivonfektið er oft lijúpað með bræddu
lijúpsúkkulaði og skreytt með því
sem í er. Úr massanum er einnig
skemmtilegt að móta margskonar
dýr, eins og á meðfylgjandi mynd.
Nefið er oft haft úr möndlum, sem
áður eru klofnar eftir endilöngu, en
augu úr rúsínum eða kúrenum.
Bangsarnir verða eðlilegri með því
að pensla þá með eggjahvítu og
velta þeim upp úr muldum sykri
eða kókosmjöli áður en hlutirnir eru
festir saman.
Kókoskúlur (ca. 50 stk.).
100 gr smjör eða smjörlíki, 3 dl
hafragrjón, 1 dl kókosmjöl,
lVi dl flórsykur, 1 tesk. vanilju-
sykur, 1 tesk. kaffiduft (t. d.
neskaffi) 2 msk. kakaó, 1 msk.
vatn eða ávaxtasafi.
Hnoðað i litlar kúlur, sem velt er
upp úr kókosmjöli. Kókoskúlurnar
geymast bezt í vel luktum kassa og
nauðsynlegt er að leggja smjörpapp-
ir milli laganna.
Hnetu- og rúsínutoppar.
125 gr hjúpsúkkulaði, 125 gr
saxaðar rúsínur, 50 gr. saltað-
ar linetur.
Súkkulaðið er brætt yfir gufu.
Rúsínurnar og hneturnar lirærðar
saman við. Látið með teskeið á vel
smurða plötu. Einnig er fallegt að
setja það í lítil konfektmót. Geymt
á köldum stað.
Kornflakestoppar.
125 gr palminfeiti, 60 gr flór-
sykur, 65 gr kakaó, 150 gr korn-
flakes, 100 gr appelsinusúkkat,
venjulegt súkkat eða rúsínur.
Palmínfeitin er brædd við hægan
VIKAN 23