Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 25
sáldrað saman og hrrert út í smátt og smátt. Hnoðað, látið bíða til næsta dags. Breitt þunnt út, skoriS undan kringlóttu eðá stjörnulöguðu móti í kökur sem eru penslaðar með vatni og liáif mandla sett á miðju hverrar köku. BakaSar á vei smurðri plötu við meðal hita. Piparhnetur. 125 gr sýróp, 150 gr smjörliki, 1 egg 125 gr sykur, 1 tesk. sítrónudropar eða rifið hýði af einni sítrónu, 1 tesk. pipar, 1 tesk. negull, 1 tesk. engifer, 300 gr hveiti, 1 tesk. matarsódi. Sýrópið og smjörlikið er hitað saman. Kælt. Kryddið látið saman við, eggið er þeytt með sykrinum og hveitið sáldrað með matarsódanum. Allt hnoðað saman, í fingurþykkar lengjur, sem skornar eru í bita og rúllaðar í kúlur (dálitið flatar). Bakaðar við meðalhita þar til þær eru gegnum bakaðar og stökkar. Berlínarkransar. 2 egg, 50 gr. sykur, 200 gr. hveiti, 125 gr smjör, Gulrófur sykur. Annað eggið er harðsoðið, kælt og rauðan tekin úr, söxuð smátt og hrærð saman við hina eggjarauð- una. 'Sy.kurinn hrærður vel þar sam- an við. Hveitinu og smjörinu, sem áður er hrært biandað í smátt og smátt. Hnoðað. Mótað í mjóar lengj- ur sem skornar eru í ca. 15 cm. langa búta og sett saman i hringi. Áður en hringirnir eru bakaðir eru þeir smurðir með eggjahvitu (sem áður er hrærð með % msk. af vatni) og difið í mulinn sykur. Sænskar smákökur. (Flan). 75 gr. brætt smjörlíki, 1% dl. sykur, 1 egg, 1 msk. hveiti, 3 dl. hafragrjón. Smjörlíkið er brætt og lielt yfir hafragrjónin. Eggin eru þeytt með sykrinum. Hveiti og hafragrjónum blandað saman við. Látið með tesk. á smurða plötu og mótað með skeið- inni i þunna kringlóttar kökur likt og kramarhús. Bákað í nieðalheitum ofni, Ijósgulbrúnar losaðar af plöt- unni og beygðar á sílvalningi. Hnetukökur. (40 stk.). 00 gr smjör eða smjörliki, % dl sykur, 2 dl hveiti, % tesk. lyftiduft, % tesk. kanell, 100 gr valhnetur. Smjörlíkið er hrært með sykrin- um. Helmingurinn af hnetukjörn- unum eru saxaðir smátt og hrært saman við ásamt kanel, liveiti og lyftidufti. Mótað i litlar kúlur, % eða (4 hnetukjarni látinn á hverja þeirra (ath. að þrýsta joeim vel nið- ur í deigið). Bakað við ca. 200 gr. Ávaxtastengur 100 gr smjör eða smjörlíki, 1 dl sykur, 1 eggjarauða, 50 gr saxaðir, sultaðir ávextir eða 50 gr saxaðar rúsinur appel- sínuhýði og súkkat, IV2 tesk. engifer, 3 dl hveiti, 1 tesk. lyfti- duft. Smjörliki sykur og eggjarauða hrært vel saman. Ávöxtunum og hvejtinu sem áður er sigtað með engifer og lyftidufti hrært og hnoð- að saman við. Mótað í lengjur, sem skornar eru í ca. 4 cm langa bita, penslaðir með eggi og difið í blöndu af muldum sykri með söxuðum óhýddum möndlum. Ath. að hafa kökurnar ekki of þéttar á plötunni og bakið þær við góðan hita. Kókoskökur. (ca. 45 stk.). 1 egg, 3 eggjahvitur, 2% dl sykur, 200 gr kókosmjöl. Ávaxtamauk. Bezt er að liita deigið í emeler- uðum eða eldföstum potti. Egginu, hvítunum, sykri og kókos- mjöli blandað saman í pott og hit- að við hægan hita, hrært i þar til kókosmjölið verður lint og deigið þykknar. Sett með tveim teskeiðum á vel smurða, hveitistráða plötu. í miðju hverrar köku er búin til litil hola og fyllt með sultu. (Ath. að hafa sultuna ekki of mikla. Bakaðar við ca. 200 gráður. Sprautukökur. (50 kökur). 200 gr smjörliki tæplega, 1 dl púðursykur 1% dl majsenamjöl, 2 Vt—3 dl hveiti 2 tesk. vanilju- sykur . Smjörlíkið er hrært með sykrin- um. Majsenamjöli, hveiti os van- iljusykri blandað saman, lirært smátt og smátt í. Kælt. Sprautað á vel smurða plötu í strimla. Fallegt er að setja koctailber sem áður er skorið í mjóar skífur á miðjij hverr- ar köku. Bakað við 250 gráðu hita. Ef kökurnar vilja renna út er dá- litlu hveiti hnoðað upp í deigið. Hunangskökur. 100 gr smjörlíki, 100 gr sykur, 1 msk. lninang, V2 egg, 40 gr möndlur, 3 dl hveiti, V2 tesk. natron. Deigið er hrært á venjulegan hátt. Smátt söxuðum möndlum blandað i siðast. Hnoðað i sivalninga meðal þykka. Kælt. skorið í sneiðar og bakað við meðalhita. (Kökurnar likjast spesium að lögun). Kornflakeskökur. 2 dl hveiti, V2 tesk. matarsódi % tesk. salt, 100 gr smjörlíki, 1 dl sykur og 1 dl púðursykur, 1 egg, 1 tesk. vanilljusýkur, 2 dl kornflakes, 2 dl hafragrjón, 1 dl kókosmjöl. Hveitið er sáldrað með matarsóda og salti. Smjörlikið er hrært með sykrinum, egginu og vanilljusykr- inum. Þar í er blandað liveitinu, kókosmjölinu, hafragrjónunum og kornflakesinu. Mótað í litlar, flatar kúlur (ca. 30 stk.) sem eru bak- aðar við ca. 225 gr i 10—12 mín. Hjúpsúkkulaði er brætt í vatnsbaði. Látið með teslceið á miðju hverrar köku ásamt hálfri möndlu. Góð sykurbrauðskaka. 4 egg, 2 dl sykur, IV2 dl hveiti, 1 dl kartöflumjöl, 1 tesk. lyfti- duft. Eggin eru þeytt vel með sykrin- um, hveiti, kartöflumjöl og lyfti- duft er sáldrað saman og blandað varlega saman við. Bakað í vel smurðu móti. (gott er að strá brauð- mylsnu eða hveiti í mótið, þá fest- ist kakan síður við). Hitinn er liæfi- legur 200—225 gráður. Kakan er bökuð þegar hún tr vcl lyft og fal- lega gulbrún. Ileigið er einnig hægt að baka í 2—3 mótum. Gott í margs konar rjómatertur. Sykurbrauðskaka með heilhveiti. 3 egg, IV2 bolli sykur, IV2 bolli heilhveiti, IV2 msk. hveiti, 1 Vt tesk. lyftiduft, IV2 msk. sjóð- andi vatn, Rifið hýði af hálfri sítrónu. Búið til og bakað á sama hátt og áður nefnd sykurbrauðskaka. Heit ískaka. Sykurbrauðsbotn er látinn á fat, gott er að bleyta liann með ávaxta- safa eða víni. 1 kring og ofan á er raðað ávöxtum, ananas, perum eða ferskjum. í staðinn fyrir áyexti er einnig gott að láta gott ávaxtamauk t. d. aprikósumauk. Það er hægt að hafa hvaða tegund af ís sem er á kökuna, annað hvort er hann fryst- ur i kökumótinu eða í bitum, sem þá er raðað yfir. Það fer eftir stærð kökunnar hvað margar eggjahvitur þarf að ætla, en nauðsynlegt er að þær hylji hana. Hvíturnar eru þeyttar mjög vel. Flórsykur, sáldraður og blandað varlega saman við. Ætla má V2 insk. af flórsykri á móti hverri hvitu. Smurt yfir kökuna og hún látin í vel heitan ofn i 3—5 mín. Þá á livitan að vera farin að stifna. Ath. að setja ísinn og hvíturnar ekki yfir kökuna fyrr en rétt áður en hún er borin fram og baka hana um það bil sem setzt er að borðum. Rjómaterta meS mokkakremi. Sykurbrauðsdeig. Hokkakrem. 150 gr smjör, 50 gr flórsykur, 1 eggjahvíta, 2 tosk. kaffiduft, 1—2 msk. kakaó. Smjörið er hrært lint. Eggjahvit- ur og sykur er þeytt saman í skál yfir gufu þar til það er létt og far- ið að þykkna. Tekið af hitanum og þeytt þar til það er kalt. (Ágætt VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.