Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 31
Haukur.
Hann tók ekkert fyrir það
MYND, SEM TÆPLEGA
VÆRI HÆGT AÐ TAKA
Á ÍSLANDI.
Þessi mynd birlist i hinu
víðlesna, bandaríska vikublaði
LIPE og hún sýnir einn þar-
lendan ambassador ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þetta er að
morgni dags og fjölskyldan er
í morgunleikfimi; ambassa-
dorinn gerir bolvindur eins og
lög gera ráð fyrir. Það er eig-
inlega ekkert merkilegt við
þessa mynd annað en það, að
útilokað væri, að íslenzkur
virðingarmaður léti nokkru
sinni taka eina slika af sér
til birtingar. Menn sem komn-
ir eru hátt á strá hér á ísa
köldu landi, eru alltof önnum kafnir við það
að halda virðingu sinni gegnum þykkt og
þimnt til þess að svona myndataka kæmi
nokkru sinni til greina. Þeir verða helzt að
sitja með hvítt um hálsinn við stórt skrif-
borð og myndin er ekki góð nema þeir hafi
bæði digran vindil og helzt síma til þess
að undirstrika mikilvægið. En hvað finnst
ykkur, þér höfðingjar íslands, um þessa mynd
Ambassadorinn í morgunleikfimi.
af ameríska ambassadornum? Finnst ykkur
hann tapa andlitinu að ráði? Honum liefur
vafalaust fundizt þetta saklaust en það
væri út af fyrir sig „merkilegt rannsóknar-
cfni“ hversvegna menn líta öðrum augum á
svona liluti þar vestra og víðast annars
staðar en á íslandi.
Komdu sæll, Haukur. Hvar hefurðu járnið núna?
Sæll. Það er inni á Miklubraut. E’rtu alltaf að
skrifa?
Já. Hvar á Miklubrautinni?
1 sjoppunni hjá honum Gilla, ég tek Það þegar
ég fer í strætó. Hvað ertu að skrifa núna?
Hvenær byrjaðirðu að pressa, Haukur?
Ég pressaði hjá honum pabba.
Áttu alltaf heima á Vífilsstöðum?
Já, svona annað slagið. Ég fer alltaf í bæinn á
hverjum degi. Hvernig sem viðrar. 1 rigningu #g
frosti, snjó og stórhrið.
Ertu ekki orðinn ríkur af að pressa?
Við skulum ekkert tala um það.
Og þú ferð á hverjum degi í bæinn?
Já, síðan naflinn var tekinn *g æðahnútarnir á
löppunum.
Var naflinn tekinn?
Já . . . og æðahnútarnir. Hann var slitinn í sunáur
skal ég segja þér.
Hvað pressarðu helzt?
Buxur.
Hefir þú nokkurntíma
skemmt buxur, þegar
þú hefir verið að
pressa?
Já, ég brenndi gat á
rassinn á Lása kokk.
Ég tók ekkert fyrir
þaö.
Tókst ekkert fyrir
það?
Nei. Tók ekkert fyrir
það.
Hvað ertu gamall,
Haukur?
Segi þér það seinna.
Hvenser ertu fæddur
Það stendur í bókinni.
Hvaða bók?
Æ, þarna manntalsbókinni. Þú getur séð >a#
sjálfur. Vertu ekkert að þessu, góði. Ég þekki
þig. Þú varst einu sinni á fylliríi.
O-nei, góði.
Jú, ég sá þig. Þú varst blindfullur. Ég þekki >ig.
Það er vafasamt að maðurinn þurfi frekari
kynningar við. Það Þekkja hann flestir Reykjavík-
ingar, sem búnir eru að slíta barnaskónum. Annars
heitir hann Haukur og er Guðmundsson, og eins
og hann segir, þá kemur hann í bæinn á hverjum
degi, og sést þá venjulega á gangi með stórt og
þungt pressujárn í annari hendi, en lítið strau-
borð undir hinni. Þannig gengur hann milli við-
skiptavinanna og kunningjanna og pressar fyrir
þá bæði buxur og annað fyrir lítið gjald.
Allir hafa gaman af að tala við Hauk, því hann
er ávalt léttur í lund og hefur góða kímnigáfu,
og þótt hann sé farinn að fullorðnast, er hann
ávallt barn í anda og framkomu.
Rokk í Rússlandi
Þegar Krússéf var á ferðipni í Bandaríkj
unum um árið, sá hann danssýningu í Holly-
wood og sást það á honum, að hann skemmti
sér vel, þar til er hann leit framan í konu
sina. Hún virtist ekki hafa teljandi ánægju
af Shirley Mc Laine og öðrum slíkum fegurð-
ardísum i Can can dansi og rokki. Breytti þá
Krússéf skyndilega um
„stefnu“, þegar hann sá við-
brögð konu sinnar og varð
hinn hvassasti á svipinn. Kvað
hann þegar upp þann dóm að
allir slíkir dansar væru ósið-
legir.
Eins og kunnugt er var hald-
in amerísk sýning i Moskvu
fyrir nokkru, sem frægust
varð raunar út af orðaskaki
þeirra Krússéfs og Nixons um
það, hvað bæri að telja venju-
legt bandariskt einbýlishús. Á
þessari sýningu sýndu nokkrir
bandarískir unglingar Rokk
and roll og það varð vinsæl-
asta atriði sýningarinnar. Var
jafnan troðfullt liús þar sem
unglingarnir rokkuðu á níð-
þröngum gallabuxum og
skræpóttum skyrtum eða víð-
Haukur Guðmundsson, sem getið er annarsstaðar
hér á síðunni, er mjög hrifinn af rjómakökum og
tertum, og sætir lagi að komast í slíkar veizlur eí
kostur er.
Einu sinni átti einhver sjúklingurinn afmæli á Víf-
ilsstöðum og var efnt til tertukaupa i því tilefni. Var
tertan inni á stofu hjá sjúklingnum og nokkrir kunn-
ingjar í kring um hana, þegar Haukur kom óvænt inn
í stofuna. Hann haföi báðar hendur fyrir aftan bak
er hann nálgaðist afmælisbarnið og sagði dálítið
feimnislega.
,,Ég er ekkert.'að snikja."
„Það er allt í lagi, Haukur minn,“ sagði afmælis-
barnið „farðu fram í eldhús og náðu Þér i undirskál
•g téskeið."
„Ég er með það hérna“, sagði þá Haukur og rétti
fram báðar hendur — undirskál í annari en teskeið I
hinni.
um peysum. Rcyndist rokkið talsvert smit-
andi, enda þótt yfirvöldin lýstu þvi yfir,
að slíkir dansar væru auðvaldsfyrirbrigði,
sem bæri að forðast í föðurlandi kommúnis-
mans. Hafa öll bönn komið fyrir ekki og
meðfylgjandi mynd sýnir Sovétæsku í auð-
valdsdansi. „Hjörtum mannanna svipar sam-
an“ þrátt fyrir allt og rússneskir unglingar
þykjast þarna hafa fundið nokkuð við sitt
hæfi. Þeir eru meira að segja í þröngum
buxum og skræpóttum skyrtum, sem hvort-
tveggja er einnig ósiðlegt auðvaldsfyrir-
brigði.
VIKAN 31