Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 12
unnar ræðir við Árna Þ. Árnason (t.h.) — Forseti ráð- stefnunnar var Jakob Gíslason raforkumálastjóri, formaður Stjórnunarfélagsins, en Glúmur var aðalritari og Árni fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar. Stjórnvitringar bera saman bækur sínar Eftir höfðinu dansa limirnir, segir gamalt máltæki og það stendur óhaggað enn í dag, að vandi forráðamanna er mikill. Þeir bera ábyrgð á þvi, hvernig limirnir dansa og sá dans gæti orðið örlagaríkur ekki síður en dansinn i Hruna, ef höfuðið gleymdi hlutverki sínu. Stjórnendur islenzkra fyrirtækja hafa skilið það mikilvægi, sem felst í góðri og viturlegri stjórn. Þeir hafa gert með sér samtök sem ætlað er að efla áhuga fyrir og stuðla að vísindalegri stjórnun og hagræðingu í hverskonar rekstri ein- staklinga, félaga og hins opinbera. Rekstur fyrirtækja er orðinn svo margbrotinn, að brjóstvitið eitt dugar naumast lengur. Visindalegur rekstur fyrirtækja er orðinn umfangsmikil námsgrein við erlenda skóla og þaðan útskrifast stjórnunar- fræðingar, sem læra að reka fyrirtæki eftir vísindalegum aðferðum. Stjórnunarfélag íslands var stofnað i janúar 1961 og fyrsta ráðstefna félagsins var haldin að Bifröst í Borgarfirði um mánaðamótin ágúst-september. Þar voru samankomnir um 70 aðilar frá mörgum stærstu fyrirtækjum, stofnunum og atvinnu- samtökum þjóðarinnar og ræddu þeir sín á milli vandamál á sviði framkvæmda- Framhald á bls. 51. Éinkaframtakið og samvinnuhreyfingin í fullu bróðerni: Einar Ásmundsson, forstjóri í Sindra, Guðmundur Einarsson, framkv.stj. hjá íslenzkum aðalverktökum og hinum megin við borðið; Karl Eiríksson, framkv.stj. hjá Bræðurnir Ormsson, Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga og Ásgeir Einarsson, framkv.stj. í Sindra. (Talið frá vinstri til hægri). Gestur ráðstefnunnar, dr. Harold Whitehead ásamt konu sinni. Dr. Whitehead flutti .erindi um stjórnunarmál Spilin á borðið. Árni Garðar Kristinsson, auglýsingarstj. Mbl. Jan Garung, ráðunautur, Gísli V. IBM umboðið, Eggert Kristjánsson, forstjóri Einarsson, skrifstofustj. Kassagerðinni og Kristján Magnússon, skrifstofustj. hjá Innkaupastofn- E. K. & Co., Jón H. Bergs, forstjóri Slátur- un ríkisins. félags Suðurlands. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.