Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 51

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 51
izt eins og skyldi? Ég ætti að geta tekið tvær—]n'jár myndir við svona fín skilyrði. Mér sýnist vera tár í augunum á þér .. . Tár? Þetta er ekki tár. Það er vatn. Það rennur stundum dálitið úr augunum á mér þegar blæs i þau. Það er kaldara þarna uppi skal ég segja þér, en hérna niðri á jafnsléttu. Af hverju skelfur löppin á þér svona ...? Skelfur? Hún skelfur ekkert. Annars gerir maður þetta e'kki á hverjum degi, eins og þú veizt, og maður verður dálítið þreyttur af að hlaupa svona upp og niður. Ég skyldi sýna þér það, ef maður fengi dálitla æfingu... Langar þig til að skreppa upp aftur? Aftur? Til hvers? Nei, ég held ég hafi náð ágætum myndum. Ef ekki, þá tala ég við ykkur aftur. Þarna lauk þriðja kafla. En ég var ekki i rónni fyrr en ég var búinn að framkalla filmuna, og sá að ég þurfti ekki að fara aftur. Það er í rauninni alveg furðulegt livað maður getur tekið góðar inyndir með lokuð augu .. . Karlsson. Óleysanlegt verkefni. Framhald af bls. 15. dæmið og lausnin var svo einföld, að hún tók af allan vafa. Mér létti við þessa reynslu eg ég iagði ofurlítið vondjarfari í 3. dæm- ið. Þetta var litið deilingardæmi, en ég réð ekkert við það. Mér sýndust stærðirnar algerlega ósamstæðar, eins og í fyrsta dæminu. Ég botnaði hvorki upp né niður i neinu. Ef öll dæmin voru svona þung? Var það á stærðfræðinni, sem við áttum að falla? Með mig var að minnsta kosti öll von úti. Dæmin 5, sein eftir voru, voru flókin orðadæmi. Ég var orðinn alltof ruglaður til þe-ss að geta áttað mig á þeim. Ég var búin að fá höfuðverk og ]>að lagðist blýþung þreyta yfir mig. Þetta var allt svo hjartanlega til- gangslaust. — Hér stendur að þú sért fallegur og gáfaður — þyngdin er heldur ekki rétt. Þá tók ég eftir einliverjum óróa i bekknum. Kennarinn, sem sat yf- ir okkur, var eitthvað að pískra við bekkjardúxinn. Svo fór hann fram, tn kom bráðum aftur og stærðfræði- kennarinn með honum. Á meðan liann var úti liöfðum við öll fengið að vita, að bekkjardúxinn taldi 1. dæmi hringlandi vittaust og óleysan- legt. Það staðfestist líka. Stærðfræði- kennarinn bað okkur að leiðrétta villur, sem slæðzt hefðu inn i dæmi 1 og 3. í staðinn fyrir x2 ætti að standa a2, en ég man ekki, hver hin vitleysan var. Svo fór stærðfræði- kennarinn út, en við byrjuðum aft- ur að reikna. Nú var þetta skiljan- legra, en ég var orðinn svo ringl- aður og uppgefinn og búinn að missa svo mikinn tima, að ég náði mér ekki á strik og komst ekki yfir nærri öll dæmin.“ MYNDUGLEIKAGLÝJA. Eins og þessi látlausa frásögn sýnir, eru mistökin talsvert alvar- legri fyrir nemendur en kennara kann að gruna í fljótu bragði. Því veldur prófspennan og sú iuyndug- leikaglýja, sem blindar dómgreind nemenda á verk kennarans. Ef sam- bekkingur hefði sett þessi brengl- uðu dæmi fram, hefði öllum bekkn- um skilizt í einni svipan, að enguia iíma var á þau eyðandi. Jafnvel í kennslustund hcfðu nemendur upp- götvað villuna fljótlega og leiðrétt kennarann. En á prófi, sem er ætlað til að meta þekkingu þeirra sjálfra, kemur þeim sízt til hugar að væna tærifeðurna úm svo auðsæ glöp. Þess vegna bilar sjálfstraust nem- enda við hinn óvænta árekstur og sálstjarfinn nær að leggja hugann í fjötra. Og auðvitað gerist það oft, án þess að misgáningur kennara orsaki erfiðleikana. Samt ber að varast slikan misgáning, einnig þar sem hann leynir á sér. Flókin setn- ing í upphafi prófstíls getur ruglað nemanda og dregið úr honum kjark. svo að sálstjarfi nái valdi á lionum. Góð prófverkefni eru auðveld í byrjun, meðan spennan þokar fyrir rólegum starfsvilja, þar sem heil- brigt áræði og hugkvæmni fá aS njóta sín. Þessi litilvægi munur í vinnu- brögðum kennarans getur ráðið gengi eða falli nemenda. Vinur minn féll t. d., enda er stærðfræði erfiðasta greinin á landsprófu svo að litið má út af bera, ef vel á að fara. Vegna hinnar óeðlilegu speniiu, sem myndazt hefir um landsprófið, er nemendum þar hætt- ara við ofspennu og aðstæðubundn- um sálstjarfa en á flestum öðrum áföngum námsbrautarinnar. Sjórnvitringar bera saman bækur sínar, Framhald af bls. 12. stjórnar og hagræðingar. Gestir á ráðstefnunni voru þeir dr. Gytfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra og dr. Harold Whitehead, sem er heiðursfélagi Brezka stjórn- unarfélagsins og kominn á níræð- isatdur. Töldu allir, að mikill feng- ur hefði verið í því að fá þann kunna stjórnunarfræðing til við- ræðna við íslenzka stjórnendur. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri er formaður Stjórnunarfélags ís- lands og hann var forseti ráðstefn- unnar. ★ Nýtt útlit Nú tækni Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiðiubyggingar, gróöur- hus, bílskúra o fl. ÆZ7 <■7 Lækjargötu, Hafnai-firÖi. — Sími 50022. VIKAN 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.