Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 11
ANN hafði séð hana Þarna á hverjum morgni að undan- förnu, Þegar hann gekk eftir ströndinni. Sökum Þess hve hann var vanabundinn, gekk hann sevinlega Þennan sama spöl á svipuðum tíma, og hún sat Þá alltaf á sama stað, undir lágum höfðanum og horfði út yfir hafiö. Þetta var ung stúlka — ef til vill tuttugu ára eða tuttugu og fjögurra — og hún var mjög fríð sýnum. Annars veitti hann henni ekki ýkja nána athygli, nema hvað honum leizt hár hennar fallegt, liðað og ljóst, einkum Þótti honum Það fallegt, Þeg- ar golan ýfði lokkana. Hann var Því vanur að rekast á aðkomufólk Þarna I eynni; Það fékk leigða báta á bryggjunum og reri síðan yfir mjótt sundið, sem aðskildi eyna meginlandi Massachusetts. Oft voru Þetta konur, sem horfðu fram á haust lífs sins; Þser komu venjulega einar síns liðs, reik- uðu um flæðarmálið og horfðu á brimið. Vern kallaði Þaer hofmeyjar örvæntingarinnar; Þær vöktu samúð hans en hann yrti aldrei á Þaer — Þeim virtist falla Það bezt. Á stundum var Það piltur og stúlka. Þau leiddust um votan sandinn — hljóð, og horfðu niður á fætur sér, eins og Þau væru að glíma við lausn á einhverjum vandamálum, sem vörð- uðu miklu framtíð Þeirra. Þau vöktu með honum saknaðarkennd, hann brosti á eftir Þeim með Þrá í augum og lét Þau ein, Því að hann mundi hvað Það var að standa á Þröskuld- inum og eiga allt framundan. Þar höfðu Þau eitt sinn staðið, hann og Janice — áður en slysið varð. OFT voru Það líka fjölskyldur, sem komu til Þess að njóta helgarinnar og grafa eftir fjár- sjóðum. Það fólk var alltaf vingjarn- legt og bauð honum oft svaladrykk eða rétti honum bjórflösku eða jafn- vel samloku, og hann ræddi við Það um stund og sagði Því Það litla, sem hann vissi varðandi Nords-fjársjóðinn. Og ef samtalið snerist i Þá áttina, kynnti hann sig með nafni; stundum kvaðst Þá einhver i hópnum hafa lesið einhverja af bókum hans og bætti við: „Mér fannst ÞaÖ góð saga“. En Það gerði hvorki til né frá fyrir hann, Þar eð hann vissi að sagan var ekki góð; Það var 'Þá helzt að hon- um yrði heldur Þyngra i skapi og gengi illa við ritstörfin Það sem eftir var dagsins. En Þessa vikuna var Það aðeins Þessi eina stúlka Þarna á ströndinni. Þriðja morguninn varð henni allt i einu litið um öxl svo hún sá hann koma. Hún brosti glaðlega og veifaði til hans og Vern brosti á móti, kastaði á hana kveðju og minnt- ist perluhvítra tanna i umgerð rjóðra vara, og augna, sem minntu á barns- augu á jólum. „Nei,“ hugsaði hann með sér, „hún getur varla verið orð- in tuttugu og fjögra." Þegar hann kom heim i kofa sinn gekk hann rak- leitt að speglinum. Hann var órak- aður, en Það var honum ekki nýtt. „Er ég tekinn að gerast hirðulaus um útlit mitt?" spurði hann sjálfan sig. Hann gekk alltaf um eyna klædd- ur grófri skyrtu, bretti upp buxna- skálmarnar og hafði létta tennisskó á fótum, sokkalaus. „Ég er ekki neitt andhælislegur," sagði hann, „ég er bara ekkert að halda mér til.“ Hárið var litið farið að Þynnast og snögg klippingin virtist yngja hann um fjögur til fimm ár, en hann var Þrjátiu og fimm, og andlitið var hrukkulaust — aðeins grunnir drætt- ir við augun. „Hverju skiptir Það?“ spurði hann spegilmynd sina. „Þér stendur á sama um hana.“ En hann rakaði sig næsta morgun og fór i hreina skyrtu. Stúlkan sat á ströndinni, undir höfðanum, eins og hún var vön; Þeg- ar Vérn sá hana, var sem honum létti og hann varð Þess var að hann hafði kviðið Þvi að hún væri Þarna ekki. Hann ræskti sig, Þegar hann kom nær og hún leit upp og brosti. „Sæll, aftur,“ kallaði hún til hans. „Gengurðu Þessa leið á hverjum morgni?" ANN kinkaði kolli og nam stað- ar hjá henni. „Já, Það heldur manni grönnum." Hann settist i svalan sandinn. Það var gaman að Þvi, að Þau skyldu bæði vera eins klædd — skyrta, uppbrettar buxna- skálmar, berfætt. Það lágu ilskór hjá henni, eins og rekald, lika lítil skófla. „Ertu að grafa eftir fjársjóðum?" spurði hann. Rödd hennar var alvarleg, svipur- inn barnslega hreinskilinn, laus við alla undrun og tilgerð. „Já, Þetta er fjórði dagurinn. Ég á tíu daga sumar- leyfi. Heldurðu að ég hafi heppnina með mér?“ Vern brosti glettnislega. „Hefurðu uppdrátt af leitarsvæðinu?" „Nei. Hvar í ósköpunum ætti ég að komast yfir Þessháttar plagg?" Hann hefði svo sem getað sagt henni Það. Hann Þekkti gamlan svindlara, sem jók eftirlaun sín með Því að gera uppdrætti af svæðum, Þar sem fjársjóðir áttu að vera fólgn- ir í jörð, eftir Þvi sem andinn inn- gaf honum; Þessa uppdrætti seldi hann svo ferðafólki. Hann var snill- ingur í iðninni, átti fyrirliggjandi upp- drætti yfir alla fólgna fjársjóði sem hugurinn girntist. En hann sagði henni ekki af Þessum karli, sem hafði auðtrúa ferðafólk að fíflum, Því að hún hafði eitthvað Það við sig, sem fullvissaði mann um að slíkt væri ámóta hryssingslegt og segja barni, að jólasveinninn væri ekki til. Þess í stað sagði hann: „Þeir ,sem grafa eftir fjársjóðum, ættu alltaf að hafa einhvern uppdrátt til að fara eftir. Hvernig geturðu vitað hvar Þú átt að byrja, án Þess að hafa ein- hverja leiðsögn?" Stúlkan hló við. „Ég hef ekki nein- ar áhyggjur af Því. Sjálf leitin er aðalatriðið. Ef ég hefði hinsvegar uppdrátt, Þar sem sýnt væri hvar fjársjóðurinn lægi fólginn, væri Þetta eins og að kaupa mjólkurflösku í búð. Hvaða gaman væri að Því? Skilurðu hvað ég meina?" Vern kinkaði kolli. „Já, ég geri ráð fyrir Því.“ „Hefur Þú aldrei leitað að Þessum fjársjóði hérna?“ spurði hún. „Ojú. Fyrst eftir ég kom hingað, rótaði ég til i sandinum, gróf inn- undir steina og ég veit ekki hvað.“ „En trúir Þú Því Þá í raun og veru, að Þessi fjársjóður fyrirfinnist, eða hvað ?“ Hann hikaði, hugsaði sig um, komst að raun um að Það væri svo margt, sem hann ekki trúði lengur í raun og veru, draumarnir og tak- mörkin, sem hann hafði lagt af staö með í mal sínum fyrir löngu, löngu síðan ... Þegar hann hafði haldið upp í kanadisku Klettafjöllin Þeirra erinda, að skrifa sögu, sem hefði bók- menntalegt gildi, Þessa sögu, sem hann hafði alltaf dreymt um að láta einhverntima verða af að skrifa. „Er Það?“ endurtók hún. „Alltaf Þegar ég sé til Þin, reikarðu um fjör- una í stað Þess að taka Þér skóflu í hönd og grafa af kappi." Hún hló enn, gleðihljómurinn minnti hann á skólaárin, fyrstu ást- ina og pilt og stúlku sem stóðu ber- fætt úti i á einni í Ohio. „Þessi fjársjóður hefur verið íólg- inn hérna árum og öldum saman, sagði hún, „en ég hef hérna aðeins skamma viðdvöl, og ég vil njóta hennar eins og mér er unnt. Ég fer minar cigin leiðir, skilurðu. E'f mér dettur í hug að sparka af mér il- skónum og hlaupa út í brimið, Þá geri ég Það. Ef mig langar til að reika um skóginn- og virða fyrir mér gras- ið og foklaufið, segi ég við sjálfa mig. „Ég læt Þennan gamla fjársjóð eiga sig. Finni ég hann ekki núna, kem ég bara aftur í næsta sumar- leyfi.“ AU Þögðu um hríð. Horfðu út yfir hafið, virtu fyrir sér öld- urnar, sem komu i endalausri lest upp að flæðarmálinu og brutu Þar falda sína. Hafrænan lék um Þau, en hún var ekki köld og morgun- sólin var viðmótshlý eins og gamall og góður kunningi. Vern óskaði einsk- is frekar. Þá spurði hún: „Hvað hefurðu fyr- ir stafni?" „Ég skrifa sögur um persónur eins og Þig, sem leggja trúnað á að gamlir fjársjóðir séu fólgnir í jörðu." Hann hugleiddi orðin og fannst öruggara að skýra Þetta dálítið nánara. „Ég á ekki við, að Þú sért af sömu manngerð og sögupersónur mínar," sagði hann. „Þær eru vandræðagrip- ir upp til hópa. Ég átti aðeins við Þetta, að Þær hafa ekki neitt lengur til að trúa á, grípa svo hvert hálm- strá, leita Þótt Þær viti að ekkert sé að finna.“ ANN fann til andúðar á skyggni sinni og mælsku og tók að lít- illækka sig. „Þú hefur senni- lega ekki lesið neina af sögum mín- um. Þetta eru reyfarar — byggðír á sálkrufningu og spennu i ótrúlegri atburðarás, hröslvinna." Hann vildi ekki ræða Þetta frekar. Hann reis á fætur, dustaði sandinn af buxunum. „Jæja, ég verð að yfirgefa Þig, svo Þú getir gefið Þig að leitinni og hug- dettunum. Ritvélin kallar." En hann vissi að sér mundi ekki verða neitt úr starfi, vissi að hann var ekki í Því skapi, sem moðsuðuvellingurinn krafðist. Hún leit á hann og brosti. „Ég vona að við hittumst aftur,“ sagði hún. „Áreiðanlega,” svaraði hann. „Ég geng hérna á hverjum morgni." Hann rölti með hendurnar í vös- unum eftir fjörunni, horfði niður í sandinn. Einkennilega óraunsæ stúlka, hugsaði hann með sér. Hún trúði í raun og veru á drauma, ekki Þá, sem mann dreymir í svefni, en vöku- drauma — álfaborgir, fólgna fjár- sjóði, óskmátt regnbogans. Þannig hafði hann sjálfur einu sinni verið — Það mátti heita kaldhæðnislegt, að Það skyldi hafa byrjað, Þegar faðir hans las fyrir hann „Fjársjóðs- eyna“ í fyrsta skipti, Þá hafði hann tekið Þá ákvörðun að strjúka að heiman, berjast við sjóræningja, finna fólgna fjársjóði og lifa ævintýralífi. Hann var Þá lika staðráðinn í að semja enn stórkostlegri skáldsögu en „Fjársjóðseyna", sögu um grimmileg átök, skipin, farmennina og hafið. Ójú, Það höfðu verið mikilfenglegar fyrirætlanir. OFINN hans stóð í skógarjaðri á háum höfða, sem vissi að hafi. Hann var álíka gamall og sögnin um Nords-fjársjóðinn í eynni. Það var blað i ritvélinni, og hann mundi að hann var í miðri frásögn af Þrítugri samkvæmisdrós, sem átti æsilegt ástarævintýri með ungum og garpslegum stýrimanni á suðurhafsskonnortu. Lágkúrulegt við- fangsefni og honum bauð við Því. Hann Þreif blaðið úr ritvélinni. Nokkra hrið sat hann og reykti og horfði út yfir blikandi hafflötinn. Setti síðan nýtt blað i ritvélina. „Ot- sær -— skáldsaga eftir Vern Ray- mond“, ritaði hann á Það efst. Gerði síðan breitt bil. „I upphafi var sær- inn ...“ Hann virti fyrir sér setninguna, kveikti sér i annari sígarettu. Árum sarnan hafði hann ráðgert að skrifa skáldsögu, sem hefði bókmenntalegt gildi, eiginlega frá Því hann var drengur. Honum varð litið á blaða- bunkann á borðinu, bækurnar, sem lágu hingað og Þangað og kom Þá auga á símskeyti; Það var útgefandi reyfarasagna hans, sem minnti hann á að afhending sennihluta handrits- ins, mætti ekki dragast lengur. Vern neri hökuna. Hann stóð upp frá skrifborðinu, öll Þessi ólíkindaritmennska hvíldi á honum eins og mara. Allt Þetta ólík- indalíf. Hann gekk út á dyrahelluna, Framhald á bls. 40. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.