Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 40

Vikan - 30.11.1961, Side 40
þflá €Hj íeihuk. að halda þvottinum hvítum og bragglegum ef þér noti*> Sparr í þvottavélina. Sparr inniheldur CMC, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr gerir hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Kynnið yður verðmuninn á erlendum þvottaefnum, og yður mun ekki koma til hugai að nota annað en Sparr upf> frá því. SAPUGERÐIN FRIGG — HafSi hann gert erfSaskrá áður? Hafi einhver komizt á snoðir um að hann yrði gerður arflaus — þér skiljið hvað fyrir mér vakir hr. Liddle. Liddle kinkaði kolli. Hann minntist ekki á það, en þessi erfðaskrá var auðvitað ógild — hún var ekki undirrituð. — Það er tvennt, sem er ein- kennilegt í sambandi við þennan atburð. Einhver hefur komið þang- að í bíl um sjöleytið í kvöld, um það leyti sem morðið var framið. — Sá nokkur bílinn? — Nei, en bletturinn, sem hann hefur staðið á er tiltölulega þurr. Hann hefur augsýnilega staðið þar meðan þrumuskúrin gekk yfir i kvöld. — Það hlýtur að hafa verið um sjöleytið, sagði Liddle, ég ók heim í þrumuveðrinu. — Svo er það kötturinn, sáuð þér köttinn hans í gær? — Já, mér er illa við ketti. Hann hafði misst eina löppina í gildru, sagði hann mór. Það leit út fyrir að honum þætti mjög vænt um köttinn. Leynilögreglumaðurinn kinkaði kolli. — Hann er horfinn. Hann var þar þegar húshjálpin fór þaðan um fimmleytið í dag. Iiún man eftir því að lmn gaf honum mjólk á undirskál. Klukkan átta i kvöld var hann horfinn. Ég býst ekki við að þetta skipti miklu máli, en hús- hjálpinni varð eitthvað svo tiðrætt um köttinn. — Hann hefur sennilega orðið liræddur vesalings litla dýrið, og kemur í leitirnar, þegar hann er búinn að jafna sig. — Jæja, jjakka yður kærlega fyrir og afsakið ónæðið. Nú er ai'tur kom- in hellirigning. Þetta er ijóta veðrið. — Eruð þér ekki í bíl? spurði Liddle. — Nei, sá eini, sem stöðin hef- ur til afnota, var úti. Við verðum að fara gangandi til baka. — Ætlið þið beint á lögreglu- stöðina? — Já. — Þá skal ég aka ykkur þangað, ég þarf að fara út hvort sem er. Þeir gengu með honum niður að bílskúrnum. Hann var ánægður með þessi máialok. Hann opnaði bíl- skúrshurðina og kveikti ljósið. Hann tók andköf og starði á bilinn full- ur skelfingar. Lögreglumennirnir sáu fljótt hvað oili skelfingu lians. Við bakrúðuna á bílnum sat lítiil- svartur köttur, þögull og lireyfing- arlaus eins og myndastytta. Það glytti í gul augun i rafmagnsljósinu, og þeir sáu iimlestu iöppina í gegnum glerið. Lögreglumennirnir litu hvor á annan, og stilltu sér svo upp sinn hvorum megin við Liddle. Ailt i einu sneri liann við eins og hann ætlaði að flýja. — Verið rólegur, sagði leynilög- reglumaðurinn, og greip þéttings- fast um handiegg Liddles. — Þetta er týndi kötturinn ■— eftir lýsingunni að dæma. Hvernig komst hann inn i bilinn yðar, hr. Liddle? — Ég — ég... Liddle þagnaði. — ■ Bílskúrinn var lokaður, hélt lögreglumaðurinn ál'rain. Kötturinn hlýtur að hafa verið í bílnurn, þegar þér ókuð heimieiðis í gær. Það varð stundárþögn og köttur- inn og Liddle störðu hvor á annan. ■— Ég verð að biðja yður að koma með okkur á stöðina, sagði leyni- lögreglumaðurinn að lokum. — Við verðum að athuga þetta betur. Grafið efir fjársjóði. Framhald af bls. 11. stárði út yfir haíiö. Hún átti tíu daga sumarleyfi, sex daga eftir . .. Honum varð gengið út í áhalda- skúrinn bak við kofann. Þar átti að vera skofla, ef hann mundi rétt. Hún virtist verða bæði undrandi og glöð, þegar hún sá hann, morg- uninn eftir, koma með skóflu um öxl. Hún reis úr sandbóli sinu og kom hlaupandi til móts við hann, og berir fætur hennar mótuðu lítil spor í sandinn. „Þú œtlar þá að grafa eftir fjár- 40 •

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.