Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 7
Hvaða öryggisráCstafanir hafa veriö geröar tíl þess aö koma í veg fyrir, að mistök geti
hrint af staö styrjöld, sem gereyði álfur og lönd? Er okkur tryggð sú vörn gegn þeim,
sem við eigum heimtingu á? Hefur eitthvað verið gert tíl að auka öryggi okkar? Er þarna
um að rœða minnkandi hættu, eða eykst hún jafnt og þétt?
Að undanfömu hef ég borið þessar spumingar fram í Hvíta húsinu og í hermálaráðuneyt-
inu, lagt hana fyrir áhrifamestu vísindamenn okkar á þessu sviði og áhafnir kafbáta okkar,
sem sigla mánuðum saman neðansjávar, þaktir hinum svokallaða „Sherwood-skógi“, það er
grænum skotpípum hlöðnum Polarisflugskeytum. Ég hef borið þessar sömu spurningar fram
í stjómklefum Atlas-eldflaugaskotstöðvanna í Wyomin!g, þar sem liðsforingjar með skamm-
byssu við beltí standa við „rásstillana" sem hrint geta af stað heimsstyrjöld — fyrir mis-
skilning eða samkvæmt ákvörðun — og í foringjaskrifstofum skotstöðvanna, þar sem aðrir
skammbyssuvopnaðir menn hafast við, þeir sem skipað geta svo fyrir, að þrýst skuli á
stillana.
Mönnum við mælaborðin í stjórnklefum sprengjuflugvélanna, áhöfnum kafbátanna og
þeim, sem hafast við í hinum sóttkveikjusneyddu, gluggalausu vistarverum, sem til þess eru
gerðar að verða skotgrafir í hinum ópersónulegu styrjaldarátökum milli heimsálfanna, ef til
kemur, kann að virðast sem slíkar spurningar séu langsóttar. Hið stöðuga álag á þó rætur
sínar að rekja til orsaka, sem breytzt geta á einu vetfangi. Hin sífellda „viðbúnaðs“-þjálfun
getur orðið annað raunhæfara en þjálfun, fyrirvaralaust.
1 aðalstöðvunum er komið fyrir sérstökum klukkum, sem taka að telja mínúturnar frá
upphafi „E“-stundar — „E“-ið á að merkja „execution", þ.e. framkvæmd — sem hefst á því
andartaki, þegar „rásmerkið“ að kjarnorkuatlögu Ðandaríkjanna verður gefið. Starfs-
mennimir í aðalstöðvunum hafa lítinn tima til að gefa gaum þessum klukkum. Athygli þeirra
er fyrirfram bundin hinum flóknu eftirlitstækj um, mælaborðunum með öllum sínum rofum og
marglitu, síleiftrandi ljósum á fölgrænum eða daufgráum borðflötum, sem ekki virðast að
neinu leyti frábrugðin því, sem tíðkast í friðsamlegu iðjuveri. Þeir hafa litla þekkingu á
þessum margbrotnu vélum nema tæknilega. Styrjöld fyrir misskilning eða mistök er svo við-
kvæmt mál, að þeim sem yrðu þó einmitt mest við það riðnir beinlínis, er ekki kennt meir en
Varnarkerfið á að vera komið í
gang, jafnvel áður en flugskeyti
væri komið alla leið yfir hafið og
mennirnir í aðalstöðvunum eru æfð-
ir upp aftur og aftur í viðbragðsflýti.
En hvað gerist, ef einhver tæki þá
ákvörðun, að berja sjálfur á Rúss-
um?
TIKAN 7