Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 34
SPIRALUK Mogig BEZTA tækifæris- gjöfin BEZTA jolagjofm Fæst í verzl- unum víða um land. H. Þorsteinsson & (o. Vikan og- tækni. Framhald af bls. 5. þeir reynist þess ekki umkomnir að framleiða bílagerðir, sem skáki þeim evrópsku út úr taflinu — og þá vitanlega fyrst og fremst þýzka fólksvagninum. Og það er ekki af því, að þeir í Detroit hafi ekki reynt — þeim hefur bara hingað til mistekizt öll gagnsókn á þessum vígstöðvum svo hrapallega, að furðu gegnir. Fyrstu „leynivopnin“, meðalbílarnir frá þeim „stóru“ í Detroit — Corvair, Falcon, Valiant — snerust gegn þeim sjálfum og drógu úr sölu hinna fullstóru, og að sumra áliti alltof stóru, bandarísku bíla, en ekki inn- flutningi og sölu evrópsku smábíl- anna, þrátt fyrir einhverja þá við- tækustu, skipulögðustu og dýrustu áróðurs- og auglýsingaherferð sem um getur í sögu bílaframleiðslunn- ar. Svo fór það. Eins og menn vita, var Henry gamli Ford, faðir Fordverksmiðj- anna og brautryðjandi bílafram- leiðslunnar í Bandaríkjunum, ekki eingöngu hugvitsmaður mikill og völundur, heldur og stórgáfaður og 34 VIKAN víðsýnn maður. Afkomendur hans eru enn mestráðandi í hinum tröll- auknu fyrirtækjum, sem hann lagði grundvöllinn að, og á stundum virð- ist sem andi gamla mannsins svífi þar enn yfir vötnunum. Og nú er helzt útlit fyrir, að það verði Ford- verksmiðjurnar, sem taki foryst- una í gagnsókninni gegn evrópsku smábílunum, með því að taka upp það fornviðurkennda herbragð, að vega óvinina með þeirra eigin vopn- um. Það er nú fyrst, sem það kemur á daginn, að þeir hjá Ford hafa um áraskeið undirbúið framleiðslu á bandariskum „fólksvagni“, sem að mörgu leyti er sniðinn, eftir þeim þýzka — þó ekki hvað útlitið snert- ir, þvi að yfirbyggingin verður í svipuðum stíl og á „Thunderbird“, sem yfirleitt er talin komast næst italska stílnum, þar sem hann er linuhreinastur. En stærðin verður svipuð, nema hvað innrýmið nýtist betur, svo sá bandaríski á að verða þægilegur fimm manna bíll, þótt hann sé aðeins tæpum sjö þuinlung- um breiðari og tæpum tíu þumlung- um lengri en sá þýzki. „Cardinal“, kalla þeir hjá Ford þennan fólksbil sinn, og mun það eiga að benda til þess, að hann sé af sömu fjölskyldunni bg „Ford Prefect", sem á sinni tíð var vin- sælastur smábila vestan hafs og austan. „Cardinal“ þessi verður með framhreyfli af nýrri gerð, „V 4“ og geta kaupendur valið um 66 og 75 til 80 hestafla hreyfil, en hreýfillinn í fólksvagninum þýzka, 1961, er að- eins 40 hestöfl. Að sjálfsögðu verður „Cardinal“ að sama skapi hrað- skreiðari, en hraðinn er alltaf álit- inn mesti kosturinn vestur þar. Þá verður „Cardinal" með framhjóla- drifi — en það er að kalla má alger nýlunda í bandariskri bílafram- leiðslu. En það athyglisverðasta við þenn- an nýja hreyfil er þó það, að hann er að minnsta kosti ekki þyngri en hreyfillinn í fólksvagninum, enda þótt hann sé kraftmeiri, og minni gerðin verður álika eldsneytisspör. Heildarþyngd „Cardinal“ verður svo að segja sú sama og fólksvagnsins — og síðast en elcki sízt, verðið ekki hærra. Auðvitað telja þeir hjá Ford, að „Cardinal“ verði fyrir margra hluta sakir, auk meiri hraða og innrýmis, mun fullkomnari bill en fólksvagninn þýzki, en reynslan á eftir að skera úr um það. Þó er vitað að ekki þarf að smyrja hann nema á 30,000 mílna „fresti“, og að farangursrýmið er mun meira en í þýzlca fólksvagninum. „Cardinal“ er nú talin fullreynd- ur, og stefnt að því, að salan geti hafizt á næsta ári. Hann verður framleiddur bæði í Fordverksmiðj- unum í Bandaríkjunum og i Ford- Taunus verksmiðjunum i Þýzkalandi — gerðin með stærri hreyflinum að- allega í Bandarikjunum, en hin í þýzku verksmiðjunum. Áætlað er að framleiðslan i Bandaríkjunum nemi 200.000 og i Þýzkalandi 175.000 þegar á næsta ári. Söluverð á „Cardinal“ í Banda- ríkjunum verðúr 1,550 dollarar — eða um það bil 50 dollurum lægra en á fólksvagninum þýzka og 362 doll- urum lægra en á „Falcon“ af dýr- ustu gerð. Gert er ráð fyrir að verð- ið á „Cardinal" ])eim, sem fram- leiddur verður í Ford-Taunus verk- smiðjunum verði enn lægra. Örðugt er að spá nokkru um það, hvernig þessi gagnsókn þeirra hjá Ford á hendur þýzka fólksvagninum tekizt, en allt bendir til þess, að þarna hafi þeir i Wolfsburg loks fengið þann keppinaut við að fást, sem þeim getur staðið veruleg hætta af, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur og í Evrópu — að Yestur- Þýzkalandi ekki undanskildu. ★ Kóngur í Örfirisey. Framhald af bls. 14. — Selst mikið af rúmum og dýn- um hjá þér, Sigurjón? „Já, það fer mikið af því. Þetta er líka ágætis vara, sterk og góð og eftir þvi ódýr. Þessar dýnur eru alveg hreint ódrepandi, bælast aldrei né breyta lögun. Það er bómullar- stopp í þeim, og við tökum þær i sundur, hreinsum, þvoum, bætum og lögum til. Siðan eru þær seldar á 195 krónur.“ — Eru það einstaklingar, sem kaupa þetta mest, eða fyrirtæki? „Það eru helzt stærri fyrirtæki. Gistihús, skólar, útgerðarfélög, síld- arstöðvar og svoleiðis.“ — Og þið dundið við að þrífa og lagfæra? „O-já. Við drepum timann með þessu.“ Sigurjón sagði mér að hann væri búinn að vera lengi hjá sölunefnd- inni, en þarna hefðu þeir verið til húsa i ein fjögur ár. Svo fór ég að skoða mig um, skríða undir sildarmjölsþurrkara, klifra upp og niður járnstiga og klofa yfir kassa. Þarna kenndi ýmissa grasa og furðulegustu liluti hægt að finna. Það er í sjálfu sér eins og að fara á tombólu eða spila í happdrætti að ráfa þarna um smá- stund, því að þó maður ætli ekkert að kaupa, endar venjulega með því að maður fer út með eitthvað undir hendinni — þó maður hafi ekkert við það að ger*. G. K. HREINLÆTI Salernisskálar eru alltaf hreinar - ef HARPIC er not- a$ daglega. i HARPIC sótf- hreinsar skálina | og heldur henni hreinni og án sýkla. Stráið HAR- PIC í skálina að kvöldi og skolið því nið- ur að morgni og salernið mun alltaf gljá af hrein- læti og ilma vel. c HARPIC SAFf WITH ALL WC.S. EVEN TH0SE WITH SEPTIC TANKS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.