Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 41

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 41
sjóðnum,“ sagði hún ásakandi. Einlægni hennar kom honum alltaf jafnt á óvart, enda þótt hún ein- kenndi aila framkomu hennar. „Því ekki það,“ sagði hann og tók að virða fyrir sér skófluna til þess að komast hjá því að horfa i þessu björtu, hrein- skilnislegu augu. „Það er karlmanns- vinna, skilurðu. Taktu litlu skófluna þína, og svo byrjum við ...“ . - AMKVÆMT sögninni, átti Timo- \ thy Nord að hafa verið síðasti v sjóræninginn á þessum sióðum. Þeir, sem voru hér bornir og barn- fæddir, vissu hinsvegar að hann hafði aldrei verið annað en áfengissmyglari. Skip hans hafði strandað við eyna, hlaðið rommi, og sagði sagan, að Nord hefði þá grafið peningafúlgu í seðl- um, einhversstaðar inni í skóginum, þar sem hann vissi að tollbáturinn var á leið út í eyna. Ferðafólkið trúði því líka statt og stöðugt, að Nord lægi sjálfur grafinn einhversstaðar í eynni; það hafði þó ekki við nein rök að styðjast, því að Nord hafði veriö skot- inn á götu í Boston af keppinautum sínum, viku eftir strandið. Fjársjóð- urinn var ófundinn enn. Þau Vern og stúlkan gengu hlið við hlið eftir fjörunni, klifu yfir klettahöfða og komu niður að lítilli og þröngri vik milli hamranna. Nordsvik var hún kölluð, og flestir þeirra, sem voru að leita að fjár- sjóðnum, grófu þar — þó enginn vissi eiginlega hvers vegna. Vern stakk skóflublaðinu I sandinn og lét hall- ast fram á haldið. „Jæja, hvar eigum við að byrja?“ Stúlkan svipaðist um með eftir- væntingarsvip eins og lítil telpa í fjölleikahúsi. .,Við verðum að gera okkur í hugarlund að við séum Nord sjóræningi; reyna að hugsa eins og hann hefur hugsað. Hann hlýtur að hafa svipazt um eftir einhverjum landslagssérkennum, sem hann gæti miðað við staðinn, þar sem hann græfi fjársjóðinn .. „Þá hlýtur hann að hafa haft vasa- ljós við höndina, þvi þetta var i niða- myrkri.“ Hún gretti sig framan í hann. „Vertu ekki með neina hótfyndni," sagði hún. „Fjársjóðsleit er alvöru- mál.“ Vern glotti. „Ég er nú hrædd- ur um það,“ sagði hann. | ÚN kom auga á klettasnös, sem vf-í hún hélt fram að væri eins og sjóræningjaandlit, þótt Vern þætti snösin öllu líkari geitarhaus. Svo tóku þau mið af snösinni og stærsta trénu uppi á höfðanum, mældu línuna á milli þeirra í skref- um, skiptu vegalengdina í tvo jafna hluta og stúlkan gerði þar merki í sandinn með tánni. „Hérna gröfum við,“ sagði hún. Undir hádegið höfðu þau grafið upp tvær ryðbrunnar niðursuðudósir og álitlegt safn af ölflöskuhettum. Nú sem fyrr... Beztu og fallegustu fötin frá okkur Fötin sem fara vel índersai i Unth Vern gróf þetta allt aftur, svo þeir, sem ættu eftir að grafa þarna, yrðu ekki fyrir algerum vonbrigðum; bauð stúlkunni siðan heim í kofann til morgunverðar. „Býrðu aleinn hérna?" spurði hún. „Ertu ekki hræðilega einmana?" „Nei, ég kann vel einverunni," sagði hann, en vissi að því mundi nú lokið. „Það búa nokkrir gamlir fiskimenn þarna úti á tanganum," bætti hann við. „Ég heimsæki þá endrum og eins og við fáum okkur í staupinu og röbbum s'aman." „Það hlýtur að vera garnan," sagði hún. „Má ég koma með Þér eitthvert kvöldið?" Hann kunni því vel, að hún bað svona umsvifalaust.- Hann hreifst af sakleysi hennar og'einlægni. „Já, ef þig langar til þess,“ svaraði hann. Um kvöldið fylgdi hann henni þangað, sem báturinn hennar lá bundinn við bryggju. „Sjáumst á morgun," sagði hann og ýtti bátnum frá. Og svo kallaði hann á eftir henni: „Heyrðu — hvað heitirðu annars?" „Emilía," svaraði hún. „Dálítið gamaldags, finnst þér það ekki?“ „Ég heiti Vern,“ sagði hann og horfði á eftir bátnum og veifaði til hennar í kveðjuskyni. ÆSTU daga grófu þau eftir fjársjóðnum, syntu í víkinni og köfuðu eftir skeljum og kuðungum; reru til fiskjar í litla bátnum hennar og steiktu nýjan fisk í kvöldmatinn. Fjórða daginn, sem þau voru saman, reikuðu þau um skóginn, nutu kyrrðarinnar og rædd- ust við í hálfum hljóðum. „Hvenær hættir. þú að trúa á drauma þína, Vern?“ „Ég veit það ekki, en það hlýtur að vera orðið langt siðan. Sennilega um svipað leyti og ég varð að fara að vinna fyrir mér.“ Já, hugsaði hann, það hefur sennilega verið um það leyti. Eða á Salomonseyjunum — 1 styrjöldinni. Hann vildi þó ekki kenna styrjöldinni um vonbrigði sín, það var of nærtæk skýring. Að vísu eyði- lagði styrjöldin margt i lífi ungra manna; fyrst og fremst drauma þeirra um æsileg ævintýri en hitt mundi sjaldgæfara, að hún eyðilegði metnað þeirra. „Finna sögupersónur þínar aldrei það, sem þær leita að?" spurði hún. Henni virtist það alvörumál. „Jú, venjulega, — en þeim helzt yfirleitt ekki á því, sem þær finna, nema skamma hrið. Glata því fyrir hirðuleysi, græðgi eða nautnafýsn." Emilía gretti sig. „Þannig mundi ég ekki láta sögur enda. Ég mundi láta persónurnar hafa unnið til þess að njóta þess, sem þær fyndu — og lifa hamingjusömu lifi til æviloka." „Fólk finnur líka stundum annað og betra en það, sem það er að leita að,“ mælti hann annars hugar. „Eig- um við að heimsækja fiskimennina í kvöld?" Hún tók viðbragð. „Getum við það? Ég hefði mikið gaman af því.“ Hann naut þess að fylgjast með svipbreytingum hennar, hvernig and- lit hennar ljómaði af barnslegri gleði. Og hann fann vakna hjá sér sterka löngun til að vefja hana örmum og kyssa hana. Um leið fann hann til óeðlilegrar feimni — það var orðið langt síðan hann hafði náin kynni af kvenmanni, en það var ekki það, að hann van- treysti sér, heldur óttaðist hann að hún mundi misskilja tilfinningar hans, halda að hann vildi aðeins hagnýta sér aðstöðuna — einsetumaður, fal- leg ung stúlka, ein i eyju, reikandi um afskekktan skóg. Hann mátti ekki vekja með henni tortryggni. Honum varð hugsað til Janice, konu sinnar. Þau voru bæði tuttugu og sjö ára, þegar þau gengu í hjóna- bandið, en hún vildi ekki með nokkru móti eignast barn. „Við skulum biða með það, þangað til efnahagurinn verður öruggari." „Við skulum bíða með það, þangað til þú hefur skrifað skáldsöguna þína um hafið ...“ Svo beið hún bana i bílslysi. Ef til vill var það sá atburður, sem svipti hann VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.