Vikan


Vikan - 27.09.1962, Síða 2

Vikan - 27.09.1962, Síða 2
Loksins! lilarblær svo eölilegur, aö öll- um sýnist hann ekta. Stórkostleg uppgötvun frá Noxzema! Hressandi Cover Girl smyrst svo eðlilega og fullkomlega. Það inni- heldur sérstök sóttvamarefni, sem bæta húðina og hjálpa að koma í veg fyrir húðtruflanir. Hið nýja Cover Girl er svo létt og fer svo yndislega vel á andlitinu . . . og þar að auki dásamlega gott fyrir húðina. Ólíkt mörgum „Make-ups“, sem bæta húðina ekki neitt (oft jafnvel skaða liana) fær húðin með notkun Cover Girl, sérstök bætandi efni. Berið á yður „Cover Girl Make-up“ á hverjum morgni. — Strjúkið yfir með Cover Girl stein- púðri á daginn. Með því fáið þér ekki aðeins fegurra útlit, heldur verður húðin fallegri. Það er því ekki að undra þótt Cover Girl sé uppáhalds fegurðarlyf milljóna stúlkna. NÝTT COVER GIRL raeð sérstakri efnasamsetningu frá Noxzema. HEILD SÖLUBIRGÐIB FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F. Simi 36620. Laugaveg 178 f fullri ulvöru: Hvor hæðist að hinum? Afsprengi atómaldar hafa skotið upp kollinum á öllum vígstöðvum. Veraldarómenning hleðst upp eins og mykjuhaugur á miðjum vetri. Sumir segja, að þetta sé afleiðing heimsstyrjaldanna beggja; óumflýj- anleg eftirköst stríðsáranna, er svo oft sagt í afsökunartón. Eitt af einkennum þessa tímabils er mýgrútur af spánnýjum lista- stefnum og „listastefnum“. Smáborg- arinn er í sorglegri klípu, því að hann getur ómögulega gert upp við sig, þrátt fyrir óendanlega mikla á- reynslu, hvar hann á að standa, hverju hann á að trúa, hvað ber að meta og hverju á að kasta. Senni- lega eru hinir, sem ekki telja sig til smáborgara, í engu minni vandræð- um. „Listamennirnir" eru skrýtnir og hinir, sem njóta eiga ávaxta sköp- unargleði þeirra, eru líka skrýtnir", segja þeir, sem „vitið“ hafa og horfa með merkissvip út í loftið og reyna ekki að bera það við að skilja kjarn- ann frá hisminu. 1 skítugri kompu undir súð á efstu hæð flatmagar „listamaðurinn" og kímir. Síðasta „ljóðabókin“ hafði fengið mjög lofsamlega dóma. List- fræðingar dagblaðanna höfðu allir „fundið einhvern innri kraft í Syn- króniseraðri ofdýrkun á vélvæðing- arhugsun nútíðarkynslóðar í sam- hljómi stundarfyrirbrigðisins". Það var ágætt. — Eða var þetta „mál- verkasýning“? En hvers vegna flatmagar lista- maðurinn í skítugri kompu uppi undir súð? Honum er nauðugur einn kosturinn. Bæði hann og umhverfið verða að vera skítug. Hann má ekki hafa efni á að kaupa sér sápustykki, því þá væri hann enginn listamaður. Svo er líka smáborgaralegt að þvo sér og það, sem listamaðurinn verð- ur að forðast eins og heitan eldinn, er að vera smáborgaralegur. Það er meðal annars þess vegna, sem hann má ekki vinna. Hann getur ekki verið þekktur fyrir að vera eins og náunginn á hæðinni fyrir neðan, sem vinnur á skattstofunni og fer á hverjum degi á fætur klukkan kortér fyrir níu. Nei, þá er betra að vera listamað- ur og þurfa ekkert að vinna. Það er bara dálítið vont að vera svangur, en það kemur ekki svo oft fyrir. Fólk kennir í brjósti um hann og gaukar að honum tíkalli. Svo eru sumir hræddir um að hann gæti orðið frægur einn góðan veðurdag, og þá væri helvíti snjallt að hafa einhvern tíma gefið listamanninum jakka, þegar hann var að drepast úr kulda og gat ekki haldið á sér hita fyrir brennivínsleysi. — — Og svo segir fólk, að það sé ekkert fyrir því haft að fara glæsilega í hundana! Eins og það sé enginn vandi að vera bítnikk og þurfa alltaf að hafa ut- anaðlærð gullkorn á takteinum, þeg- ar einhver hlustar. Þetta er hvorki meira né minna en djöfuls púl. Þetta með ljóðabókina var reynd- ar ekki svo erfitt. Hún varð til eina kvöldstund, þegar hann var orðinn „ljóðin“ skírð: Ást og sítrónusafi, leiður á aðgerðarleysinu. Fyrst voru Framhald á bls. 43,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.