Vikan


Vikan - 27.09.1962, Side 21

Vikan - 27.09.1962, Side 21
Frú Drover lagði bögglana frá sér á borðið og hélt upp á efri hæðina. Þetta dót, sem hún var komin til að sækja, lá niðri í kistu uppi í svefn- herberginu. En auk þessa erindis hafði hún ákveðið að líta hérna inn af öðrum ástæð- um. Hún vissi að maður sá, sem hún og nágrannarnir, sem allir höfðu flúið hverfið af sömu ástæðum og þau hjónin, höfðu ráðið til að hafa eftirlit með húsunum, var fjarvistum úr borginni þessa viku, svo hún vildi gjarna full- vissa sig um að allt væri í lagi. Satt bezt að segja þá bar hún ekki fullt traust til hans þótt hún hefði ekki beinlínis sannanir fyrir því að hann vanrækti eftirlitið, og það var alltaf ýmislegt, sem nauðsyn bar til að fylgjast með. Til dæmis þessar sprungur, sem myndazt höfðu í veggina í síðustu loftárásinni ... ekki svo að skilja að nokkur viðgerð kæmi til greina að svo stöddu, en það var samt betra að hafa auga með öllu ... Breiða birturák lagði út um dagstofudyrnar, fram í anddyrið. Þegar frú Drover var komin að stiganum upp á efri hæðina, varð henni litið á borð- ið, sem stóð út við vegginn í anddyrinu. Henni brá svo, að hún snarstanzaði. Á borðinu lá sendibréf og utanáskriftin sýndi að það var til hennar sjálfrar. Henni datt það fyrst í hug að eftirlitsmaðurinn væri kominn heim aftur — hefði litið inn, hirt bréfið upp af gangdregl- inum fyrir innan hurðina og lagt það þarna á borðið. Harla ótrúlegt var það samt að pósturinn færi að smeygja bréfi inn um rauf á hurð, þegar hann hlaut að sjá að húsið væri mannlaust og yfirgefið, auk þess sem þeir í pósthúsinu vissu að allan póst til þeirra hjóna átti að senda þangað, sem þau dvöldust nú, og höfðu heimilisfang þeirra í sveitinni. Og þótt svo að eftirlitsmaðurinn væri kominn heim, gat hann ekki haft neina hugmynd um að hún yrði á ferðinni hér í dag, eða hvenær hún yrði á ferðinni, svo það var ófyrirgefanlegur trassaskapur af honurn að fleygja bréfinu þarna á borðið, í stað þess að leiðrétta utanáskriftina eins og við átti og skila því aftur í póst. Gröm í skapi tók hún bréfið upp af borð- inu. Þá tók hún eftir því að það var ekki frímerkt. Nú-jæja þá gat það ekki verið neitt áríðandi. Senniiega reikningur eða ein- hver félagsorðsending. Hún lagði enn af stað upp stigann og hélt á bréfinu í hend- inni — hugðist athuga það nánara, þegar hún væri komin upp í svefnherbergið og hefði dregið tjöldin frá glugganum. Svefnherbergisglugginn vissi út að garð- inum, og sá út yfir næstu húsagarða. Sólin var nú algerlega hulin myrkum regnskýj- um og óhugnanlega drungalegt og dimmt yf- ir, næstum því draugalegt þótt enn væri dagur á lofti. Kannski var það þess vegna, að það setti að henni óskiljanlegan beyg, þegar hún brauí upp bréfið, sem ekki var nema fáeinar línur. „Kæra Kathleen. Þú manst eflaust hverju við hétum hvort öðru, þegar við skildum síðast, að hittast aftur sama dag að tuttugu og fimm árum liðnum. Með öðrum orðum í dag. Ég varð að vísu dálítið uggandi um efndirnar, þeg- ar þú hvarfst á brott úr borginni, en treysti því samt að þú haldir loforð þitt og verðir komin í tæka tíð. Ég bíð þín og vona að þú komir stundvíslega til stefnumótsins ... W.“ Frú Drover athugaði dagsetninguna — bréfið hafði verið skrifað í dag. Henni varð svo mikið um að hún fleygði frá sér bréfinu, eins og hún hefði brennt sig á því, tók það samt upp aftur, skoðaði rithöndina og varð náföl við. Skyndilega varð henni ljóst að hún hafði breytzt mikið í útliti, svo hún gekk að speglinum, strauk rykið af honum á bletti og starði á sína eigin mynd — mynd fer- tugrar konu með uppglennt augu undir hirðuleysislega niðurbrotnu hattbarði. Hún hafði ekki einu sinni haft rænu á að dyfta sig áður en hún fór út úr veitingastofunni, þar sem hún fékk sér tesopann. Perlufestin, sem hún hafði þegið í brúðargjöf af eigin- manni sínum minnti hana á að eitt sinn hafði þessi magri og hrukkótti háls verið mjúkur og ávalur. Og svo voru það krampa- drættirnir við vinstra munnvikið, afleið- ing langrar og þungrar legu eftir að hún átti þriðja drenginn ... að öðru leyti var svip- urinn rór og settlegur .. . Hún flúði sitt eigið andlit eins skyndilega og hún hafði leitað til móts við það, gekk að kistunni, sneri lyklinum í skránni, lyfti lokinu, kraup á kné til að auðvelda sér að Framhald á bls. 36. VIKAN 21 SMÁSAGA EFTIR ELIZABET BOWEN.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.