Vikan - 27.09.1962, Blaðsíða 34
Allir utan hættu, austur gefur.
A A-10-9
D-5-4
4 9-6-4-2
* A-K-5
A 8-5-3
y G-9-3
^ 10-8-7-5-3
* 10-8
Austur Suður
1 hjarta 1 spaði
pass pass
Útspil hjartaþristur. 5
Af hinum mörgu tegundum
bridgemanna, þá virðist hérumbil-
sérfræðingurinn vera sá skemmti-
legasti. Hann þekkir allar teórí-
urnar og getur talað gáfulega um
sagnir, úrspil og flest sem að spil-
inu lýtur. Oft getur hann líka talið
upp að tíu án þess að nota fingurna,
en ekki alltaf.
Fjórir af áðumefndri tegund spil-
uðu ofangreint spil. Suður lenti í
fjórum spöðum eftir að austur hafði
opnað á hjarta og vestur var trúr
köllun hérumbilsérfræðinganna og
spilaði út hjartaþristi.
Það heppnast í eitt skipti af
fimmtíu að spila lægsta spili í sögð-
um lit makkers þegar maður hefur
gosann þriðja, en mér líkar þó
persónulega betur við 98 prósentin.
Þegar blindur lét lágt, setti aust-
ur réttilega kónginn á, sem var-
nagla við því, að vestur hefði spilað
7-6
A-K-10-6
K-D-G
G-9-6-3
Norður
4 spaðar
út frá fjórum lágspilum. Síðan spil-
aði austur tígulkóng og suður tók
til við að verða einn niður á spilið.
Hann tók tvisvar tromp og spilaði
síðan þrisvar laufi. Vestur trompaði
þriðja lauf og spilaði hjartagosa.
Suður var fljótur að benda á, að
hann hefði tekið bezta möguleik-
ann. Liggi laufin þrjú-þrjú, eða ef
andstæðingurinn með aðeins tvö
lauf á ekki þriðja trompið, þá vinnst
sögnin með þremur slögum á lauf,
sex á spaða og einn á tígul. En betri
leið er að telja upp að tíu. í þriðja
slag er spaða spilað á tíuna í borði,
tígull trompaður með hátrompi,
farið tvisvar inn á lauf til þess að
trompa tvo tígla í viðbót. Síðan
spilar suður síðasta trompinu sínu
á A-9 í borði og fær síðan tíunda
slaginn á laufadrottningu. Spili
vestur hins vegar út hjartagosa, þá
eru strax teknir þrír á hjarta og
tromp eða lauf banar spilinu.
Allir utan, austur gefur.
A 7-3-2
y A-K-10-8-3
+ 10-5-2
•fc 8-5
D-10-9-8
G-9-6
9-7-3
7-4-2
A
V
♦
*
A-K-6-4
5-4
A-K-G-6
A-10-5
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 tígull pass 1 hjarta
pass 1 spaði pass 2 hjörtu
pass pass 3 grönd pass pass
Útspil laufakóngur.
Einhver ætti að taka sig til og
finna upp gervimann, sem gæti séð
um alla venjulega spilamennsku,
eins og t. d. að spila gegnum sterku
spilin og á veikleikann í borði; að
láta lágt í annarri hendi, hátt í
þriðju o. s. frv. Það myndi vera
fundið fé fyrir margan spilamann-
34 VIKAN
inn; þeir gætu sett gervimanninn
í gang, farið á bíó og borgað svo
bara tapið á eftir, í stað þess að
eyða timanum líka.
Vestur spilaði út laufakóng, hélt
áfram með drottninguna og gosann,
þegar suður gaf tvisvar; allt mjög
gott og sjálfsagt.
í fjórða slag spilaði sagnhafi
hjartafimmi, vestur lét tvistinn og
eftir það átti hann skilið að vera
leiddur út í port og skotinn. Sagn-
hafi svínaði tíunni og fékk síðan
fjóra slagi á hjarta, tvo á spaða og
tvo á tígul, sem gera níu slagi með
laufaásnum.
Vestur á auðvitað að láta hjarta-
drottninguna í fjórða slag, hann
pr
tapar ekki á því, nema suður eigi
fjórtán spil og þá verður gefið upp
hvort eð er. Suður hefur sagt tvo
liti og sýnt þrjú lauf og getur því
ekki átt þrjú hjörtu.
Þið segið kannski að hann hafi
getað opnað á þrílit í tígli og eigi
því þrjú hjörtu. Ég get vel íallizt
á það, en í því tilfelli getið þið ekki
banað spilinu hvort sem er.
Blóm á heimilinu:
DÓMARABLÓM
eftir Paul Y. Michelsen.
Frúarlnuf
Stephanolis floribunda. Frúar-
lauf er ættuð frá Madagaskar.
Mjög fögur vafningsjurt, sem
blómstrar yndislegum hvítum
blómum, er ilma langar leiðir.
Blómin koma mörg saman í stór-
um klösum í hverri blaðöxl og
geta enzt margar vikur. Blöðin
eru sígræn, leðurkennd, dökk,
egglaga og koma tvö og tvö sam-
an. Þessi vafningsplanta þarf
góðan stuðning og er hægt að
binda hana upp eins og hver
vill. T. d. má setja vír í boga
yfir pottinn, stinga niður tveim
bambusstengum og setja þá
þriðju sem slá yfir, og vefur
plantan sig þá um stoðirnar. Þá
má og festa nælonþráð úr pott-
inum upp í gluggakarminn, sem
sagt, á margan hátt má binda
hana upp.
Stephanolis þarf góða birtu og
þolir sól nokkuð, með góðri
hirðu, þolir talsverðan hita að
sumrinu, en má hafa kaldara að
vetrinum. Á sumrin þarf að
vökva nokkuð mikið og gefa
blómaáburð á aðalvaxtartíman-
um. Frúarlaufi er fjölgað með
græðlingum að vorinu og fram
eftir sumri, en oft getur verið
erfitt að láta þá festa rætur.
Venjuleg moldarblanda er góð, sé
hún frjó og ekki um of þétt í
sér. Gætið þess að hafa gott frá-
rennsli úr pottinum, gott að
nota viðarkol í pottbotninn.
Jacobina eða Justicia. Dóm-
arablóm ættað frá Brasilíu er
trjákenndur blómrunni. Af hon-
um eru margar tegundir til.
Jacobina magnifica verður um
metershá með ferstrendum
stöngli og stór aflöng eða egg-
laga blöð, með rauðleitum æðum
á neðra borði. Blómin stór rós-
rauð, límug og sitja í 12—16 cm
háu axi á greindarenda. Þau eru
mjög fögur og töluvert lík
Hyasintum. Mörg háblöð eru við
blómskipanina. Þessi tegund er
oftast kölluð Justicia carnea.
Jacobina pohliana hefur fer-
strendan rákóttan stöngul og
stór langegglaga blöð og líkist
fyrnefndri plöntu, en er grósku-
meiri og blómin dökkrauðari.
Jacobina pauciflora blómgast
að vetrinum, pípulaga, rauðum
og appelsínugulum blómum.
Blöðin smá, slétt. Má ekki þorna
um of og þolir minni hita en
hinar.
Dómarablómum er f jölgað með
græðlingum á vorin og fram eft-
ir sumri. Þrífast bezt í góðri vel
frjórri mold. Þurfa góða birtu
en ekki mjög sterka sól. Frekar
mikla vökvun að sumrinu og
góðan blómaáburð yfir vaxtar-
tímann. Gott getur verið að
toppstýfa Dómarablómin svo
þau greinist betur. Þau virðast
mjög dugleg og ánægjuleg í alla
staði, geta orðið mjög grósku-
mikil með góðri umhirðu. ir