Vikan


Vikan - 27.09.1962, Side 36

Vikan - 27.09.1962, Side 36
Gef mér líka! Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er N IY E A ! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- imni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. Eiðurinn. Framhald af bls. 21. le'ita þar þeirra hluta. sem hún ætlaði að taka með sér. Um leið skall regnhryðjan á gluggunum og einhverra hluta vegna gat hún ekki að sér gert að líta um öxl yfir að rúminu, þar sem bréfið lá á dýnu- lausu botnfjölunum. Einhvers stað- ar úti í reginu sló klukka 1 kirkju- turni, sem sprengiurnar höfðu enn farið fram hjá; hún taldi slögin ... sex .. . stundvíslega, hamingjan hjálpi mér, hvernig ætti ég að muna klukkan hvað . .. eftir tuttugu og fimm ár ... Kornung stúlka stóð á tali við einkennisbúinn hermann í trjágarð- inum. Það var myrkt af kvöldi, þau stóðu þar bak við trjástofn og voru að kveðjast; hún gat ekki greint andlit hans fyllilega og í tilfinn- ingaróti kveðjustundarinnar fannst henni sem hún hefði í rauninni aldrei greint andlit hans fyllilega, ekki svo að svipmót þess gæti grópazt í vitund hennar. Ósjálfrátt hafði hún rétt fram höndina, hann hafði gripið um hana og þrýst henni svo fast að barmi sér, að hnapparnir á einkennisbúningnum særðu hana í lófann, og þar sem þau voru að kveðjast og henni mundi ekki veit- ast tækifæri til að sjá andlit hans svo ljóst, að hún gæti geymt mynd þess í vitund sinni, var sársaukinn í lófanum hið eina, sem hún gat varðveitt um hann í minni sér. Leyf-í isdögum hans var lokið, og eigin-J lega var það heitust ósk hennar þessa stundina, að hann væri þegar farinn. Þetta var síðkvöld nokkurt í ágústmánuði, sumarið 1916, og þau voru að kveðjast og þar sem hann kyssti hana ekki, þrýsti henni ekki að sér, heldur hélt henni frá sér og starði þögull á hana, greip hana annarlegur ótti við hann og henni fannst sem hún sæi holdlausa hauskúpu og myrkar augnatóttir undir skyggni einkennishúfunnar, og þegar henni varð ósjálfrátt litið um öxl og sá milli trjánna ljósbjarma úr stofuglugganum heima, stóð hún á öndinni og það var með erfiðismun- um að henni tókst að stilla sig um að taka á rás á ljósið, flýja sem fætur toguðu í fang móður sinar og hvfsla kjökrandi: Hvað á ég til bragðs að taka... .hann er farinn.... Hann varð þess einhvern veginn var að hrollur fór um hana, kann- ski titraði hönd hennar milli lófa hans. — Er þér kalt? spurði hann, án þess þó að nokkurrar samúðar gætti í röddinni. — Þú ert á förum, svaraði hún. Langt í burtu. .. . — Ekki eins langt og þú heldur. — Ég skil ekki.... — Þess gerist heldur ekki þörf, sagði hann. Þú kemst að raun um það. Og þú manst hverju við höf- um heitið hvort öðru. . . . — En. ég á við .. . ef. ... — Þú bíður mín. Og þennan dag og þessa stund í síðasta lagi eft- ir tuttugu og fimm ár . ef ekki !fyrr. Mundu það. Andartaki síðar var hún frjáls að því að taka á rás heim. Og þegar 36 VIKAN henni varð litið inn um stofuglugg- ann og sá móður sína og systur sitja þar inni, án þess að hafa hugmynd um hana eða ferðir hennar, þótti henni sem þetta annarlega og óeðli- lega heit, sem hún hafði unnið fyrir nokkrum mínútum, stæði eins og opin og ófær gjá á milli sjálfrar hennar og allra annarra. Hún hafði unnið eið, selt sig óafturkallanlega og algert á vald einhverju óhugnan- legu, en um leið svo voldugu afli, að henni mundi aldrei takast að. . . . Hún tók því með stillingu, þegar henni barst tilkynningin um það nokkrum mánuðum síðar, að hann væri týndur og að öllum líkindum fallinn. Fjölskyldan sýndi henni ekki einungis hóflega samúð, heldur dáð- ist að þreki hennar, en að sjálfsögðu gat engin af henni syrgt hann vegna hans sjálfs, þar sem það hafði ekk- ert kynnzt honum; það harmaði ein- göngu, að hún skyldi hafa misst unn- ustann og vonaði að sorg hennar fyrndist áður en langt um liði.... og hefði það líka verið sorgin ein, þá mundi hún áreiðanlega hafa fymzt og gleymzt innan tíðar. En það var ekki sorgin ein, ef um nokkra sorg var að ræða, það var eiðurinn, og hvað hann snerti virt- ist hvorki vera til fyrning eða gleymska .. gjáin, sem umkringdi hana og einangraði frá öllu og öll- um. Það kom ekki til þess að hún þyrfti að taka afstöðu gagnvart að- dáendum sínum; árum saman var hún gersvipt allri hæfni til að vekja á sér athygli karlmanna, hvað þá meir. Það var ekki fyrr en hún var komin um þrítugt, að hún hafði náð sér það aftur, að hún gat tekið nokkra hlutdeild í þeim kvíða, sem fjölskyldan bar fyrir framtíð henn- ar af þessum sökum. Og þegar hún var orðin fullra þrjátíu og tveggja, var það henni því talsverður léttir, þegar William Drover tók að veita henni þá athygli, sem ekki varð mis- skilin. Svo gengu þau í heilagt hjónaband og settust að í þessu húsi í Kensington, og þar bjuggu þau þangað til sprengjuárásirnar hröktu þau á brott. Hjónaband þeirra var að öllu leyti eðlilegt og öraggt, og henni kom aldrei til hugar, að þar yrði nein breyting á. Og sízt af öllu hafði henni nokkru sinni komið það í hugarlund, að fylgzt væri með hverri hreyfingu hennar alltsjáandi augum. Hvemig sem því var varið, þá var ekki unnt að skilja orð bréfritarans, hvort sem hann var dauður eða lif- andi, öðruvísi en sem hótun. Og allt í einu varð henni það ógerlegt að liggja þarna lengur á hnjánum við kistuna með tómt herbergið að baki sér; hún reis því á fætur og tók sér sæti á stól úti við vegg. Svo lokaði hún augunum og reyndi að ímynda sér, að það væri eyðibragur hússins og tómleiki, sem gerði henni þessar blekkingar og þetta bréf væri ekk- ert annað en hugarburður. En um leið og hún lauk upp augunum sá hún hvar bréfið lá á rúmbotninum. Hún þorði ekki einu sinni að hug- leiða þá dularfullu staðreynd, að bréfið skyldi ekki aðeins bíða henn- ar í harðlæstu húsinu, heldur og vera dagsett í dag. Hvernig í ósköp- unum mátti nokkur manneskja í Lundúnum vita, að hennar væri von til borgarinnar einmitt í dag? Væri eftirlitsmaðurinn kominn heim aft- ur, á undan áætlun, hafði hann ekki neina ástæðu til að búast við henni til borgarinnar. Hann hefði áreiðan- lega tekið bréfið og póstlagt það aftur, eftir að hafa breytt heimilis- fanginu. Og þegar hún athugaði það nánar, komst hún auk þess að raun um, að þess sáust engin merki að eftirlitsmaðurinn hefði komið í dag og hvað þá? Bréf, sem smeygt er inn um hurðarrauf, labbar sig ekki sjálft yfir þvert anddyri og hoppar up á borð. Þar hlaut mannleg hönd að hafa verið að verki — en eftir- litsmaðurinn var sá eini óviðkom- andi, sem hafði lykil að húsinu. Það hlaut því einhver að hafa verið á ferli, sem komizt hafði inn að öðr- um leiðum. Það fór hrollur um hana, og hún þorði ekki að hugsa þá hues- un til enda. Kannski var hún ekki ein í húsinu þessa stundina. Kann- ski beið einhver hennar niðri beið hennar unz,. . Hvenær hafði stefnumótið verið ákveðið? Ekki gat það hafa verið klukkan sex, því að klukkan var orðin sex.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.