Vikan


Vikan - 27.09.1962, Side 43

Vikan - 27.09.1962, Side 43
frystikistur fáanlegar í 2 stærðum, 150 lítra og 300 lítra. Verð kr. I3.l00.oo og kr. I8.000.oo um Þingvallaveginn og rykið þar tekur stundum fyrir allt útsýni, en auk þess er vegurinn svo alltof mjór, að algjörlega óforsvaranlegt verður að teljast: Ekkert má út af bera, þá kemst umferðin um veginn í algjört öngþveiti. í sumar var hestamanna- mót haldið á Þingvöllum og að sjálf- sögðu dró það að mikinn fjölda manna, sem komu á bílum sínum. Að kvöldi síðasta dags mótsins ók runa mörg hundruð bifreiða til Reykjavíkur. Eins og oft vill verða, þegar umferð er svo óskapleg, varð smáárekstur á veginum. Hafði hann það í för með sér, að öll umferð tafð- ist í langan tíma. Meðal þeirra bíla, sem biðu í þvögunni, var einn með sjúkling, sem skyndilega hafði veikzt mikið og lá honum á að kom- ast undir læknishendur. Á bílnum var hvít veifa, en hún kom að litlu haldi og komst hann hvorki aftur á bak né áfram. Ekki er gott að segja, hvernig hefði getað farið, ef með- limir í Hjálparsveit skáta hefðu ekki komið á vettvang og greitt götu sjúklingsins. Þessi fjölfarni vegur er alltof mjór til að geta annað hinni gífurlegu umferð, þegar hún er sem mest og það hlýtur að vera sann- gjörn krafa, að útskot séu sett á veginn, þar sem hann er mjóstur, a. m.k. til bráðabirgða. Reyndar má fullvíst telja, að þau útskot yrðu látin duga næstu áratugina, sé mið- að við aðrar vegaframkvæmdir á íslandi. Nú kynni einhver að segja, að það sé auðvelt að vei’a með sífelldar að- finnslur, en mönnum vefjist svo tunga um tönn, þegar bera á fram raunhæfar tillögur. Það er nokkuð til í því, enda er varla hægt að krefj- ast þess af leikmönnum, að þeir leggi fram vandlega undirbúin kvörtun- arskjöl með tölum og útreikningum. Til þess höfun* við sérfræðinga og ættu þeir ekki að vera í vandrseðum með að finna sér staði til að leggja á talnastokka sína, eftir sífelldar kvartanir, sem á þeim dynja ár eft- ir ár, með harla litlum árangri þó, að því er virðist. Ein er þó sú tillaga, sem flestir, ef ekki allir bifreiðaeigendur munu vera á einu máli um að leggja fram og hlýtur það jafnframt að vera rétt- lætiskrafa þeirra: Allar tekjur, sem hið opinbera liefur af umferðinni, skulu látnar renna óskiptar til vega- og gatna- gerðar. Verði þetta tryggt, munu senni- lega fæstir bifreiðaeigendur harma það stórlega, þótt benzín yrði hækk- að eitthvað, sé öruggt að pening- arnir renni aftur til nýbygginga og viðgerða á vegum og götum. Þessi tillaga er í fullu samræmi við samþykktir Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda, sem hefur látið fram fara ýmsar rannsóknir á þessum málum. Velja verður úr þá höfuðvegi, sem óhjákvæmilegt er að steypa og gera víðtæka áætlun um þær fram- kvæmdir. Þeir vegir, sem helzt krefjast slíkra aðgerða, eru auk Keflavíkurvegarins, vegurinn aust- ur fyrir fjall og Vesturlandsvegur, áleiðis norður í land. Hafnarfjarðar- veg verður að endurbyggja sem breiðan, tveggja akbrauta veg og þótt enginn búist við, að á skömm- um tíma verði lagður steyptur breiðvegur norður til Akureyrar, þá væri það alltént óhætt að leggja af stað norður, áður en mörg ár líða. Meðan ekki er unnt að steypa veg- ina eða vinna að algjörum endurbót um á þeim á líkum grundvelli, verð- ur tafarlaust að auka þá á þverveg- inn, þar sem þeir eru mjóstir, setja útskot, þar sem þeirra er þörf og það, sem þó er ekki sízt knýjandi, er að lagfæra ræsin, sem liggja eins og stórgripagildi'ur í leyni fyrir far- artækjum landsmanna. Meðan við ráðum ekki við það að steypa eða malbika vegi, er þýðing- armesta atriðið, að vandað sé til of- aniburðar, í stað þess að eintóm til- viljun ráði því, hvað sett er í veg- ina. Ofaníburður verður að svara einhverjum lágmarkskröfum og Vegamálastjóri verður að hafa eftir- lit með því, að verkstjórar hunzi ekki slíkar kröfur. Finna verður ryk- bindiefni, sem viðráðanlegt er fjár- hagslega að nota og bera það á alla helztu umferðarvegi. Rykmekkirnir verða að hverfa af vegunum. Bifreiðin hefur vaxandi þýðingu sem flutningatæki fyrir atvinnuvegi og framkvæmdir í landinu og einka- bifreiðin er að verða fastur þáttur í nútímalífi Islendinga. Þegar vega- kerfið hefur verið gert fært um að mæta stórauknum innflutningi, sem stafar af auknum kröfum íslendinga til mannsæmandi lífs, getum við leyft okkur að hlæja að negrakóng- inum í Afríku, en ekki fyrr. Hvor hæðist að hinum? Framhald af bls. 2. Sullaveikin í sévrólettinum, Mjólk- urbú Flóamanna og atómbomban, Stúlkan með augað í enninu, Ljóð, Ljóð, Ljóð, Ljóð, Ljóð, Ljóð, Óður- innn til Kína, Vinur minn Mao, Kona í brúnu ljósi, Mynd, Lögreglupolki, Weltsmertz, Brennivínsflaska á Súg- andafirði, Fillet mignon, Ljóð, Ljóð, Ljóð.-----Svo þorði fólk ekki ann- að en að taka þetta rugl alvarlega, sem hrúgað var upp á 3 tímum. Fyrir skömmu settu tveir stúdent- ar í Svíþjóð allt á annan endann. Hvorugur hafði nokkurn tíma borið við að yrkja. Þeir settust niður dag nokkurn með ritvél og töluvert magn af ímyndunarafli, skrifuðu handrit að „ljóðabók", sem síðan var gefin út og vakti „verðskuldaða athygli“. Kverinu var hælt á hvert reipi og fólk lét blekkjast í þúsundatali. Hrifningarbólan hjaðnaði reyndar fljótlega, þegar höfundarnir, sem skrifað höfðu undir dulnefni, komu upp um sjálfa sig. Þá roðnuðu marg- ir, sérstaklega gagnrýnendur. í sjálfu sér gerir svona lagað ekk- ert til. Misskilningurinn er tiltölu- lega skaðlaus. Tíminn er hlutlaus dómari, sem velur og hafnar. Hann verður ekki í nokkrum vandræðum með að greina á milli þess, sem er list og þess, sem er „list“.---Þá skiptir svo sem ekki miklu máli hvor spaugast að hinum, „listamaðurinn" eða „listunnandinn". Vémundur. MANADAR RITIO í hverjum mánuði. i VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.