Vikan - 06.12.1962, Síða 2
VINSÆLASTA HEIMAPERMANENTIÐ
HÉR Á LANDI
frá Richard Hudnut með
hinum frábæra Clean Curl festi
Bleikar umbúðir fyrir mikla liðun. Bláar umbúðir fyrir
mjúka, látlausa liðun. -— íslenzkar notkunarreglur með
hverjum pakka. — Stór pakki — Lítill pakki.
Framkallið
eðlilega fegurð hárs
yðar með
Einkaumboð: Heiltlverzlun Péturs Péturssonar,
Hafnarstræti 4. — Símar: 11219 og 19062.
í fuUri alvöru:
Fullur magi
— Tóm pyngja
Það er ekki guðlast, en mér finnst
jólin einna kvíðvænlegasta hátíð
alls ársins. Það er að vísu gott að
fá frí í fáeina daga samfleytt, —
þegar maður er á föstu kaupi, og
þá eru jól eins og nú ákjósanlegust
— en hvernig þetta frí fer hjá
manni, það er nú önnur saga.
Með sanni má segja, að jólunum
Ijúki ekki hjá manni fyrr en komið
er fram undir febrúar. Þangað til
er maður að ná sér eftir átið,
veizluhöldin og fjárhagshallann. Og
á sama hátt byrja jólin með desem-
ber, eða jafnvel ennþá fyrr með
gjafaundirbúningi og þess háttar.
Það er orðinn siður hér, að hver
og einn gefi ótölulegum fjölda
manna ótölulegan fjölda gjafa, og
ekkert þykir gjöf, sem ekki hefur
kostað vfir 100—150 krónur, ann-
að hvort í beinum útlögðum pen-
intrum eða jafnvirði í vinnu. Við
skulum taka sem dæmi ung hjón,
sem hvort um sig eiga fjögur syst-
k’n. öll vift, og segja að hvei’t syst-
kinanna e;"i tvö börn. Svo eru for-
eldrar á lífi.
Þetta gerir til samans 36 manns.
Svo þarf hvort hjónanna að gefa
hinu, og náttúrlega eiga þau tvö
börn eins og hitt fólkið, alls 40
giafir. Hver gjöf kostar 150 krón-
ur, sem er þó of lágt áætlað, og til
samans kosta jólagjafirnar þá 6000
'•rónur!
A.ð v.ísu er hægt að draga þetta
saman, og gefa hjónum einhverja
P'öf saman, en þá er ekki um auð-
ugan garð að gresja; erfitt að fá
hentuga hjónajólagjöf fyrir 150
krónur. Auk þess fækkar það gjöf-
unum aðeins ofan í 31, og líklega
gefa hjónin hvort öðru dýrari jóla-
gjöf en fyrir 150 krónur og sömu-
leiðis foreldrum sínum, svo þetta
étur sig næstum upp í 6000 krónur
aftur!
Ekki býst ég samt við, að margir
siái eftir þessum aurum — þannig
séð. Ýmsum þykir að vísu tóma-
hljóð í pyngjunni, en þeir eru ekki
margir, s^m sjá eftir því að senda
nóriasta venzlafólki góðar gjafir.
Hitt er annað mál, að í þetta fer
næstum eitt mánaðarkaup æði
marvra, og þetta er ekki frádráttar-
hæft, þegar kemur að skattafram-
tali. en það tekur við af jólunum.
Ti’iö-ur til úrbóta eru til. Sumir
seCTia, þótt þeir standi ekki við það,
þe^ar að iólum kemur, að það sé
alves? nóv að senda þessum vensla-
hóp súkkulaðistykki, konfektkassa,
kúlupenna, tannbursta eða eitthvað
þess hóttar. Ég leyfi mér hins veg-
ar að koma með uppástungu, sem
nær t’l hluta af þessum hóp, sem
við tókum sem dæmi:
Hver hjón gefa öðrum eitthvert
tómstundagaman. dægradvöl eða
leiktæki, sem fullorðnir geta haft
gaman af. Um næstu jól eru sömu
leiktæki eða tómstundaáhöld send
öðrum hjónum þannig að hver
h’ón fái út úr því eitthvað, sem
þau höfðu ekki áður, 07 þannig koll
af kolli. þar til umrætt dót er orð-
ið úr sér gengið eða allir búnir að
fá leiða á því.
Framhald á bls. 63.