Vikan


Vikan - 06.12.1962, Side 5

Vikan - 06.12.1962, Side 5
Veraval... Kæra Vika. Andagift íslendinga í nafngiftum er slík, að ég get ekki orða bundizt. Það er hér um bil ómögulegt að setja á stofn bílaverkstæði, sölubúð eða samkomuhús, án þess að heiti þess endi á VER. Þegar Moggahúsið var skírt Vesturver, þótti það svo snjallt, að allir verða að apa eftir og hafa sitt VER. Á endanum er þetta orðin sú mesta flatneskja sem til er. Við höfum Valver, Austurver, Heimaver, Sportver, Járnver, Þjórs- árver og Húnaver. Það er svo sem hægt að bregða sér í verið. Verin eru víst miklu fleiri, ég man bara ekki hvað þau heita í bili. Gott ef ekki Timburver, Malarver, Norð- austurver, Suðvesturver. Og því- líkir möguleikar: Flugvöllurinn get- ur heitið Flugver, nýja samgöngu- miðstöðin í Vatnsmýrinni Bílver, Bændahöllin Búver, sjúkrahúsið í Fossvogi Krankver og ráðhúsið — ef það skyldi nú einhvern tíma koma — Ráðver. Þvílíkt Veraval. Eða hvað finnst Póstinum? Þinn einlægur G. S. -------Sammála — alveg hjart- anlega sammála. Þetta er svona álíka mikið andríki og þegar verzlanir eru kenndar beinlínis við það, sem þær selja — ég á við, eins og Blómabúðin Blómið, Skóbúðin Skórinn, Bílasalan Bíllinn eða hvað þetta nú heitir allt saman. Strætó enn... Vika mín góð! Ég hef séð ýmislegt um strætis- vagna í dálkum þínum að undan- förnu, en hvergi minnzt á það, sem mér þykir einna bagalegast. Á minni leið er oftast nær einn af nýju stóru Volvobílunum sem Strætó á, og langsamlega oftast sneisa-troð- fullur. Ég reyni oftast að komast alveg aftast, þangað sem stæðið er, en það gengur oft illa, því fólkið hnappast í þvögu fremst í gang- inum og fer ekki með nokkru móti aftar, þótt þar sé nóg pláss. En svo er nú ekki allt unnið, þótt maður komist alla leið aftur í. Þeir, sem smíðuðu yfir bílinn, hafa hugsað meira um straumlínuna en þægind- in, því þeir hafa svo fínan boga aftast á vagninum, að fullorðinn maður getur ekki staðið aftast nema í keng. Að því ég bezt veit, eru fimm bílar til svona, en ég bið þig um að koma því á framfæri við SVR og Bílasmiðjuna, að taka meira tillit til þægindanna en út- litsins í framtíðinni. Gósi. Og þéringar enn ... Kæra Vika. Þökk fyrir birtingu greinar minn- ar í Póstinum 41. tbl., ásamt hóf- legri athugasemd við hana. En í hreinskilni sagt finnst mér þar gæta nokkurs misskilnings á því, er þar um ræðir, og í fullri vin- semd vil ég benda á, að eftir að hafa rætt nokkuð um þéringar á víð og dreif, segir þar: „Því þá ekki ... o. s. frv.“ Þetta er framsett í spurnarformi, einmitt til þeirra, sem dá þéringar, og finnst mér því tæp- lega hægt að draga þá ályktun þar af, að það sé ótvíræð skoðun mín í þessu tilliti, enda myndi sízt hvarfla að mér að viðhafa þéringar í bæn minni til Guðs míns. Skilgreiningu þína á eðli þéringa læt ég alveg liggja miUi hluta, en ég get fúslega undirstrikað það síð- asta. Hitt finnst mér sjálfsögð kurt- eisisskylda að þéra þá, sem maður finnur að vilja hafa slíkt, enda lítil útlát í því. Annars er það venjulega svo, ef menn greinir á um sama málefni, að hvorum aðila finnst hann hafa lagt fram meiri rök sínu viðhorfi til framdráttar en mótherjinn, og er raunar lítið við því að segja. Fyr- ir allmörgum árum þurfti ég að leggjast á sjúkrahús á Akureyri. Þá voru þéringar „í fullum gangi“. Læknir og hjúkrunarkonur þéruðu alla sjúklinga. En nokkuð fannst okkur kaldhæðnislegt, þegar hjúkr- unarkonur þéruðu deyjandi mann allt fram að andláti, en hér var að- eins um fastmótaðan vana að ræða, ekkert annað. Nú fyrir fáum árum þurfti ég að leita sjúkrahúsvistar aftur. Þá heyrði ég hvorki lækna né hjúkrunarkonur eða annað starfs- fólk þéra nokkurn mann, og miklu fannst mér andrúmsloftið hlýlegra. Fyrir stuttu hefi ég leitað til læknis (sérfræðings) í Reykjavík. Hann viðhafði engar þéringar, og fannst mér hann standa mér mun nær fyr- ir það. Og hér í heimahögum mín- um þarf ég aldrei á þéringum að halda. Ég get ekki að því gert, en mér finnast þéringar eins og nokk- urs konar skilveggur milli manna, og líklega hefur upphaflega tilvera þeirra einmitt miðað í þá átt. Læt ég svo útrætt um þetta, enda líklega komið nóg af „svo góðu''. Með vinsemdarkveðjum til Vik- unnar. St. G., Akureyri. Ath.: í tólftu línu ofan frá, ann- ars dálks, sá ég, að í grein minni hefur fallið niður lítið „og“, sem — Er ég ekki margoft búinn að banna þér að leika þér að matnum? HVAD IINGUR NEMUR á að vera milli 2. og 3. orðs, en það breytir töluverðu, eins og sjá má, um það, er þar ræðir. ---------Gott og vel. En ég fæ ekki séð, hvers vegna þú ert að fjargviðrast út af því, að hjúkr- unarkonurnar hafi þérað menn, jafnvel „allt fram í andlátið" — ef fólk þérast á annað borð finnst mér hreint engin ástæða til að það fari að bjóða hvort öðru dús, einungis af því að líkur eru á því, að annað fari að hrökkva upp af. Og þessi „skilveggur“, sem þú talar um — ég fæ ekki annað séð, en að slíkur skilveggur sé oft á tíðum æskilegur. Það virðist vera einhver árátta með íslendingum — þeir verða alltaf að vera svo anskoti persónulegir í öllum sín- um samskiptum. — Og loks: ef þú skrifar mér enn eitt bréf, fer ég að þéra þig. Lykill að leyndarmáli... Kæra Vika. Ég er stödd í svo miklum vand- ræðum, en vona nú, að þú getir hjálpað mér. Ég á dagbók, sem er hægt að læsa, en um daginn henti það óhapp mig, að ég týndi lyklinum, svo að ég get ekki opnað bókina (því að hún var læst, þegar ég týndi lykl- inum). Nú ætla ég að spyrja þig, hvort hægt sé að kaupa svona lykil. Og hvar? — Með kærri kveðju. Ein í vanda stödd. --------Ég ætla bara að vona þín, og allra dagbókareiganda vegna, að svona lyklar séu ekki á hverju strái. Það væri allt ann- að en huggulegt til þess að vita, að einhver og einhver næði sér bara í svona Iykil og færi að hnýsast í einkamál manna úti um hvippinn og hvappinn. Þú verður veskú að rífa þessa dag- bók þína upp með einhverju móti. Hvar í ósköpunum ... ? Hvar í ósköpunum var hann í sveit, þessi 13 ára drengur, sem rakti raunir sínar við ykkur? Vil ég vekja athygli ykkar á því, að í sumar var víðast hvar svo slæm heyskapar- tíð, að ekki getur að jafnaði hafa verið um 10—15 tíma vinnu að ræða, því að nú til dags er ekki nema um vélavinnu að tala, nema aum- ingja drengurinn hafi lent hjá ein- hverjum erkimolbúum. En svo um kaupið. Þrettán ára barn, sem á að vinna fyrir fæði, þjónustu og kaupi, það verður að píska það undir drep. Unglingur- inn er að vaxa og þarf þar af leið- andi bæði mikið og gott fæði. Nú, á þessum aldri eru drengir yfirleitt sóðar og þurfa þar af leiðandi miklu meiri þjónustu en fullorðnir. En til að benda þessum aurasjúku ung- mennum á bálkaldar staðreyndir, þá er þeim bezt að fara á Ráðninga- skrifstofu landbúnaðarins og fá þar upplýsingar um sveitavist. Börn eru álitin ómagar á fram- færi foreldranna til 16 ára aldurs, en svo innan við fermingu á að borga þeim kaup. Ég hef ekki á móti því að gefa börnum einhverja þóknun fyrir að vilja vera í sveit úr því að þau eru orðin 12 ára, en kaup ekki fyrr en þau eru 14 ára, og þá svona hálft kaup, því að 16 ára komast þau á fullt kaup. En ef þau fá fullt kaup áður en þau eru 16 ára, er ekki að neinu að keppa fyrir þau. Þessar 900—1000 krónur, sem þau fá, sem eru í snatti í búðum og öðru, eru ætlaðar til að borga heim af þeim, svo að raun- verulega á barnið ekki nema 100— 200 krónur af kaupinu, og þau eyða því yfirleitt jafnóðum —- en það, sem þau fá í sveitinni, eiga þau þó allt í buddunni á haustin, þegar þau koma heim. Oft er vikið að þeim kartöflum og kjöti til að gefa mömmu í soðið, en það reikna þau bara sem sjálfsagðan hlut, en allt kostar peninga, ekki sízt í sveitinni, þar sem allt er miklu dýrara en í bænum, því að ekki er nema um kaupfélög að ræða til að verzla við og því engin fjölbreytni í vöru- vali eða verði eins og í kaupstöðum, þar sem margar búðir eru og hægt er að verzla þar, sem verðið er lægst. En, sem sagt, þá haf-a þessar 500 krónur, sem drengurinn fékk, verið fjandans nóg handa honum, ekki sízt, fyrst hann vanþakkaði þær. Svo þakka ég fyrir allt það ánægju- lega efni, sem Vikan birtir. Kær kveðja og bezta ósk um framtíðina. Kona í sveit. p. s. Er það satt, að öll bréf og svör séu samin af einum af blaða- mönnunum ykkar? Ég trúi því nefnilega ekki. Draumaráðningarn- ar eru tóm tjara, en anzi gaman að þeim samt. Er það draumaráðn- ingamaðurinn, sem sér um Póstinn? — — — Það hefði sannarlega þurft vissan skammt af andríki til að skálda upp þetta bréf. Nei, vissulega eru bréfin ekki búin til — fjöldi bréfa, sem berast Póstinum, er svo gífurlegur, að það væri hreinasti tímaspillir að setjast niður og semja þessi bréf, því að úr nógu er að velja. — Við draumráðingamaðurinn höf- um aldrei verið kynntir. Mér finnst þetta líka tóm tjara hjá honum, en það máttu alls ekki láta fara lengra.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.