Vikan - 06.12.1962, Page 10
TAKIÐ ÞIÐ
Þórður var háseti á bátnum, og
vissi hvernig ætti að setja vél hans
í gang og stjórna henni, en það var
greinilegt að það var það einasta,
sem þýddi að reyna undir þessum
kringumstæðum. Þegar vélin var
komin í gang, mundi hægur vandi
að sigla bátnum út úr höfninni, út
á frían sjó og andæfa þar þangað
til veðrið lægði.
En það var sýnilega lítill tími
til stefnu. Veðrið var orðið kolvit-
laust og bátinn rak óðfluga út úr
höfninni að skerjum, sem eru þar
rétt fyrir utan. Þórður vissi, að hann
yrði að koma vélinni í gang áður
en báturinn rækist á þau, því að þá
væri honum bráður bani búinn í
þessu roki.
Vélin í bátnum var af gerðinni
June Munktell, en til þess að setia
hana í gang þurfti fyrst að hita
á henni „glóðarhausinn“. Það var
gert með rafmagni, og aðeins þegar
hausinn var orðinn rauðglóandi,
þýddi að reyna að „skióta“ á vélina
til þess að koma henni í gang.
Strax og hann sá að engrar hiálp-
ar var von frá Oddi, þaut Þórður
niður í vélarrúm og fór að hita
glóðarhausinn. Það tekur alltaf
nokkrar mínútur, og þarna stóð hann
við vélina, tvísté á gólfinu og vat
ekkert annað gert en bíða á meðan
bátinn rak að feigðarósi.
Hausinn var nú greinilega farinn
að hitna, og von var að glæðast
með Þórði um að þetta mundi tak-
ast. Samt vissi hann að tíminn var
naumur og báturinn gæti þá og
þegar lent á klettunum, en gat ekk-
ert annað gert en beðið. H?nn
varð að halda sér þarna við vél-
ina, neðst í bátnum, — og skorða
si.g af, því báturinn stevntist til og
frá þegar hann rak flatan fyrir
veðrinu.
Hann ætlaði að fara að reyna að
skióta í gang, þegar fvrsta höggið
kom á bátinn, og hann hentist eftir
gólfinu og dat.t kylliflatur. Hann
flýtti sér að standa á fætur og ætl-
aði að fara að kanna skaðann, þegar
næsta högg kom á bátinn ög nú
burfti hann ekki að leita, til að sjá
hvað um væri að vera.
Byrðingurinn kom inn úr bátnum
rett þar sem hann stóð við vélina
og kolsvart úthafið kom æðandi inn
í vélarrúmið, slengdist upp um loft
og veggi og virtist ætla að fylla
allt á svipstundu. Hann sá að botn-
inn mundi hreinlega hverfa úr bátn-
um eftir örskamma stund.
Hann hljóp að stiganum og það
mátti ekki tæpara standa að hann
kæmist upp, því sjórinn elti hann
upp í miðjan stiga, og þegar hann
kom upp, fann hann að stígvélin
voru orðin full af sjó.
Þegar hann kom upp á dekk, leit
hann í kringum sig og varð ekki um
sel.
Báturinn var kominn út úr höfn-
inni og hafði strandað á skeri, um
300 metra frá landi. Þetta sker stend-
X0 VIKAN
ur upp úr sjó um fjöru, en fer í kaf á flóði. Þarna
var báturinn fastur og botninn farinn úr honum.
Hann var þó enn nokkurn veginn á réttum .kili,
en Þórð grunaði að það yrði ekki lengi, því að
hann vissi að aðfall var, og þá mundi bátinn
bera von bráðar yfir skerið og sökkva sjávar-
megin við það, en þar er l'klega um 10 metra
dýpi á flóði. Þórður vissi ekki, hve langan tíma
hann hafði til stefnu við dauðann, því hvort tveggja
gat skeð, að báturinn brotnaði þarna á skerinu og
liðaðist í sundur í briminu, eða að hann sykki
fyrir utan það, þegar flóðið næði honum útfyrir.
Henn gerði sér strax ljóst að von til að komast
lífs af, var mjög lítil, en samt vildi hann berjast
til þrautar.
Ljósin loguðu ennþá á bátnum, og hann von-
aði að einhver hefði fylgzt með ferðum bátsins
í landi, og í raun og veru var það eina vonin
um björgun, því tilgangslaust var að reyna að
komast til lands. Á bátnum var enginn björgunar-
bátur og gúmmíbátar voru þá ekki komnir til sög-
unnar.
„Ég er gömul refaskytta,“ sagði Þórður — „var
tæplega fimmtugur þegar þstta gerðist, og vanur
að liggja úti á fjöllum í kulda og vosbúð. „Ég
vissi því að fyrsta skilyrðið til að halila kröftum
og hita, er að borða vel og ærlega, og það helzt
feitan mat. Þar að auki væri nauðsynlegt að búa
sig eins vel og unnt væri til að halda á sér hita.
Þess vegna varð mér það fyrst fyrir að fara niður
í lúkar til að leita að matarbitanum mínum og
fötum.“
Sumum finnst það kannski dáh'tið einkenni-
legt að byrja á því að fara að borða, þegar maður
er á sökkvandi skipi í fárviðri, en þeir, sem hafa
lagt á sig erfið ferðalög um óbyggðir í misjöfnum
veðrum, vita hve nauðsynlegt það er að hafa nóg
að borða. Þessi vitneskja verður að ósjálfráðu við-
bragði hjá þeim, sem hafa oft þurft að treysta
þessari staðreynd, og þess verna varð honum það
fyrst.fyrir að ná í matarskr'nið sitt.
Niðri í lúkar var allt á tjá og tundri, og sjórinn
orðinn hnédjúpur á gólfinu. Ljós loguðu þar enn-
þá, svo hann átti ekki erfitt með að finna það
sem hann vantaði.
Þegar hann kom niður í neðstu þrep stigans
í lúkarnum, fann hann strax hve sjórinn var djúp-
ur þarna, og það gat vel farið svo að botninn
þarna brysti einnig og lúkarinn fyllti á auga-
bragði. Hann vildi því ekkert eiga á hættu, og
hélt sér nálægt stiganum á meðan hann var að
athafna sig þarna niðri, og stcð bví uppi á elda-
vél, sem þarna var rétt við stigann.
„Mér varð fyrst fyrir að ná í matarskrínið mitt og
onna það. I því voru stórir bitar af feitu lambakjöti,
fimm eða sex þykkar brauðsneiðar og pottflaska
af nýmjólk. Ég þreif til kjötsins og reif í mig
stóran bita. Á meðan ég var að hakka hann í mig,
færði ég mig úr svarta stakknum. Síðan Seildist
ég eftir þykkri peysu, sem einn félagi minrt atti
og fór í hana utan yfir peysuna, sem ég var 1.
Síðan þreif ég til matarins aftur og tróð upp í
mig gúlfylli, stökk niður á gólf og greip heið-
gulan sjóstakk, sem lá þar á einni kojunni og
fór í hann. Mér hafði skyndilega dottið í hug að
ég mundi sjást betur i kolsvörtum sjónum, ef
ég væri í gulum stakk, en svörtum. Þegar ég var
kominn í stakkinn, festi ég vel á mig sjóhatt
í sama Iit, og þóttist nú tilbúinn til þess, sem
koma skyldi. Sjórinn var nú farinn að fljóta yfir
kojurnar og svæflar og önnur rúmföt flutu til
og frá um lúkarinn og allskyns annað dót, sem
félagar mínir höfðu átt.
Ljósin dofnuðu nú skyndilega og mér þótti sýnt
að ekki væri til setunnar boðið. Ég þóttist vita
að þetta yrði mín síðasta hvíld áður en ég færi
að berjast við sjóinn og dauðann, og hugsaði mér
að nota stundina eins vel og hægt væri. Þess vegna
scildist ég aftur til matarins, reif í mig kjötið, sem eftir
var og drakk mjólk úr flöskunni, •— en ég verð að viður-
kenna að ég vann ekki vel að beinunum. Síðan greip ég
þykka brauðsneið og tróð henni upp í mig — og þá
slokknuðu ljósin.“
—O—
Nú var tíminn kominn til átaka við dauðann, sem beið
hans fyrir utan.
Þórður kleif upp snarbrattan stigann og snaraðist út á
dekkið. Hann var búinn að gera sér grein fyrir því að
hans einasta von væri sú að binda sig við siglutréstopp-
inn, ef hann stæði upp úr sjónum þegar báturinn væri
sokkinn. Þess vegna fikraði hann sig áfram þangað, sem
hann vissi af stjórafæri og skar af því nokkurra metra
langan bút, Öðrum endanum vafði hann utan um