Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 11
á kaðalspotta. Hann greip dauða-
haldi um spottann og tókst að halda
honum. Þegar hann áttaði sig betur,
sá hann að báturinn var sokkinn,
og að um metersbútur af siglu-
trénu stóð upp úr sjónum, en hann
hafði náð taki á kaðli, sem hékk
niður úr blökk ofarlega á siglu-
trénu.
Brimlöðrið gekk yfir hann og
siglutréð og honum fannst að þarna
gæti hann ekki lengi haldið sér.
Eina vonin var að komast þétt að
mastrinu og binda sig við það, eins
og hann hafði áður gert ráð fyrir.
En það kostaði ótrúleg átök að
framkvæma þetta í þessu veðri.
í kaf. Mastrið vaggaði fram og til
baka undan veðrinu, sjávarlöðrið
skall á honum eins og vélbyssu-
skothríð og reif af honum sjóhatt-
inn, — en um spottann hélt hann.
Blakkirnar á siglutrénu voru í
vatnsskorpunni, og lömdust til og
frá, svo að honum var jafnvel meiri
hætta búin af því að nálgast siglu-
tréð, en að halda sér frá því. En
það var einasta vonin — að binda
sig við tréð.
Hann neytti allra krafta til að
draga sig móti ölduganginum, nær
trénu og reyndi að forðast rothögg
blakkanna um leið. Einhvern veginn
tókst þetta, og hann greip utan urn
sigluna og vó sig upp eftir henni,
þannig að brjóstið komst uppfyrir
blakkirnar, því þannig var honum
minni hætta búin af þeim. Síðan
varð hann að losa aðra höndina og
koma spottanum sem hann hafði
bundið utan um sig áður, utan um
siglutréð, og vafði hann tvo hringi
til öryggis, og batt síðan endann við
sig.
Þegar þessu lauk, var hann orðinn
alveg örmagna, enda fór siglutréð
í kaf í öldunum og kaffærði hann
annað slagið.
—Ó—
„Ég var búinn að hanga þarna í
spottanum í þrjá klukkutíma og var
að verða meðvitundarlaus. Á milli
ólaganna glytti ég í ljósin í landi
og varð hugsað til kunningja minna
og vina heima, sem sátu heima hjá
sér í hlýjunni og voru kannski að
drekka heitan kaffisopa, eða voru
komnir í rúmið og farnir að sofa
áhyggjulausir.
Áhyggjur, segirðu?
Líklega hef ég brosað með sjálfum
mér, þegar ég fór að hugsa um
áhyggjur fólksins í landi. Á þessu
augnabliki fannst mér þær vera svo
lítilsverðar og hjákátlegar saman-
borið við áhyggjur mínar þarna. Þó
get ég varla sagt að ég hafi haft
miklar áhyggjur af því, sem fram-
undan var. Ég var búinn að sætta
mig við að deyja, og fannst það
hreint ekkert hræðilegt. Ég var
búinn að lifa mín 50 ár, og líklega
væri koininn tími til þess að kveðja
þennan vanþakkláta heim. Sennilega
væri þetta líka bezti dauðdaginn
fyrir mig. Ég var orðinn hálfdauð-
ur og tilfinningarlaus hvort eð var,
ekkert annað eftir en missa meðvit-
undina. Samt ætlaði ég að þrauka
svo lengi sem þraukað yrði, og eitt
var ég búinn að ákveða, — að gleypa
Það er oft erfitt að vera á litlum alls ekki sjó ef ég kæmist hjá því.
vélbáti úti á sjó í 12 vindstigum, Mér hefur verið sagt að ef maður
en öllu verra fannst honum þó að gleypti sjó, þá mundi hann hafa
vera á bátnum þar sem hann stóð svipuð áhrif og deyfilyf og líðanin
fastur á skerinu, og brimöldurnar yrði svo góð að maður hætti að
þeyttust yfir hann og hentu honum hugsa um að bjarga sér. Þess vegna
til og frá á klettunum, svo brakaði ætlaði ég alls ekki að gleypa sjó, og
og brast í hverri spýtu. Þá hvein lokaði munninum vel í hvert sinn
ofsarokið yfir höfði hans, og hávað- er alda reið yfir mig.
inn og gauragangurinn var svo mik- Mér var orðið helkalt, fann ekki
ill að hann hefði ekki heyrt sjálfan fyrir fótunum, sjóhatturinn hafði
sig hrópa. En útyfir tók þó, þegar rifnað strax af mér, svo ég var
hann sjálfur var kominn í sjóinn hlífðarlaus á höfðinu.
í þessu veðri — og niðamyrkri — Ef hjálpin bærist ekki innan fárra
og einn stuttur kaðalspotti batt hann mínútna, mundi hún koma of seint,
við lífið. Öldurnar brotnuðu á sker- og ekki hafði ég ennþá orðið var
inu og steyptust yfir hann og færðu Framhald á bls. 41.
VIKAN 11
stakkinn, en hinn endann gerði
hann upp.
Hann fann nú að báturinn var að
renna niður af skerinu og mundi
sökkva fyrir utan það eftir augna-
blik, og fór nú að klifra upp eftir
siglutrénu eins hratt og hann gat.
Hann var rétt lagður af stað upp
eftir siglunni, þegar hann fann að
báturinn rann fram af skerinu og
sökk. Um leið reið ólag yfir bátinn
og reif Þórð frá siglutrénu.
Einhvern veginn hefur hann í
örvæntingu gripið höndunum eftir
handfestu um leið og siglutréð hvarf
frá honum niður í djúpið, því allt
í einu fann hann að hann náði taki