Vikan


Vikan - 06.12.1962, Page 16

Vikan - 06.12.1962, Page 16
SAM- KV/EMIS- LEIKIR Lilla er í feluleik. Hinir krakkarnir, fjórir talsjns, hafa falið s'ig, hún á að leita. Getið þið hjálpað henni? HVAÐ ER KLUKKAN? Þegar geslurinn ætlaði að ná í átta strætó, spurði hann hvað klukkan væri. Húsráðendur litu á ailar þrjár klu'kkur hússins. Eina vantaði tiu mínútur í átta, aðra sjö mínútur og sú þriðja var sex mínúlur yfir átta. Til þess að fá botn í þetta hringdi húsráðandi í fröken Klukku, og sagði svo: — Klukkurnar eru allar vitlausar. Einni s'kakkar um fjórar mínútur, annarri um sjö mínútur og þeirri þriðju um níu mínútur. Hvað er þá rétt klukka? Gesturinn braut heilann svolitla stund, svo kom hann með rétt svar. — Getið þið ráðið þrautina? •BM? i jn^nuiui jrfjcl ign^UBA ni[5[niii íJBAg HVER RATAR? Veslings íkominn! Hann heíur gleymt, hvar hann faldi hnet- urnar sínar. Getið þið hjálpað honum? Fyrst fer hann þangað, sem tölustafurinn 1 stendur, en þar finnur hann ekkert. Þá vikur hann sér að 2, en ailt fer á sömu leið. Þar sem 3 stendur, sér hann líklegt tré, en það er ekki fyrr en hann kemur að 4, sem hann finnur það sem hann leitar að. Getið þið fundið, hvaða léið er bezt fyrir hann? örin segir tii um, hvar á að byrja. 16 VIKAN Buxurnar hans afa. Setjizt í hring, og látið einn vera innan í. Sá á að spyrja einhvern þeirra, sem í kring sitja hverra þeirra spurninga, sem honum kann að detta í hug, og sá á að svara: Buxurnar hans afa. Ef honum stekkur bros, þegar hann svarar, á hann að rísa á fætur og láta spyrjandanum eftir sæti sitt, og taka síðan við að spyrja. Buxurnar hans afa geta orðið bráðskemmtilegar, ef skemmtilega er spurt. Hvað á ég að gera við það, sem mér var gefið? Hópurinn situr í hring eða beinni línu. Hver „gefur“ sínum sessunaut ákveðinn hlut, sá fyrsti hvíslar t. d. að beim næsta „síðbuxur", sá næsti „reiðhjól" o. s. frv. Síðan gengur einn á röðina og þátttakendur spyrja hann, einn £ einu eftir röð: Hvað á ég að gera við það, sem mér var gefið? Ráðgjafinn segir þá hverjum einum, án þess að vita hvað gefið var, hvernig hann eigi að nota það, og þegar ráðleggingin er fengin, til- kynnir viðkomandi, hvað hann fékk að gjöf. Ráðgjafinn hefur þá t. d. sagt þeim, sem buxurnar fékk, að hann ætti að borða þær í jólamatinn, en þeim sem reiðhjólið fékk, að hann ætti að róa á því til fiskjar — eða hvað sem honum hefur dottið í hug. Til hvers ertu færastur — hvers vegna? Röð eða hópur. Tveir afgangs. Sá fyrri gengur á röðina og hvíslar að hverjum einum, til hvers hann sé færastur, en sá síðari kemur á eftir og hvíslar ástæðunni. Þegar allir hafa fengið upplýsingar um, til hvers þeir séu færastir og hvers vegna, skýra þeir frá því í heyranda hljóði. Dæmi: Sá fyrri hvíslar að þátttakanda: Þú ert færastur til að verpa eggjum. Sá síðari, sem ekki veit, hvað sá fyrri hefur sagt, hvíslar að þeim sama: Af því að þú hefur svo stórt nef. Sveskjan og hveitið. Látið sveskju á tvo djúpa diska, sína á hvorn. Barmafyllið síðan disk- inn af hveiti. Tveir þátttakendur eru valdir, sett á þá handklæði eins og þegar rakarar láta dúka á þá sem þeir klippa, og síðan eiga þeir að keppa um, hvor er fljótari að nó sinni sveskju með hendurnar fyrir aftan bak.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.