Vikan


Vikan - 06.12.1962, Síða 19

Vikan - 06.12.1962, Síða 19
Þorgrímur (til vinstri) kallaður Toggi — viltli ekki sitja fyrir lijá Ijósmyndar- anum, fyrr en húsbóndi hans ávarpaði liann fullu nafni. Það er ekkert lát á látunum í henni Lottu, segir Hinrik, enda er hún aðal leikfélagi Atlaævars- eyþórssonar. MÖIv’kur og litlu Sandvíkur -— þar eiga þeir heima. Hvað ég hafi drepið marga minka um dag- ana? Það get ég ekki gizkað á, en þeir eru rfleitt margir — eða hundarnir, sem ég hef átt — það eru reyndar þeir, sem hafa drepið þá flesta. Annars þarf að leggja miklu meira kapp á minkaeyðinguna. Það var dálítið gott, sem Þórður Halldórsson á Dagverðará skrifaði einu sinni í grein í Mogganum, að það væri riú ekki nema sanngjarnt, ao Alþingi legð.i eitthvað a'o sér til þess að eyða minkaplágunni, því í gegn um sali Alþingis hefði minkurinn spóss- erað inn í landið, og það er alveg rétt. —- Svo rærou á sjó líka, Hinrik? — Já, ég smíðaði mér bát í fyrrasumar í elli minni og hef hann hér suður í Kirkjuvogi. Það gaf bara ekki á sjó í dag. Ég átti hálfs annars tonns bát, en nú er ég kominn á þriggja tonna skip og finnst ég vera á herskipi. Það hefur verið stinn tíð nú. Jú, ég er á handfærum. Nei, ég var ekki einn í sumar, sonur minn var með mér. Jú, börnin mín skrifa sig alltaf Vilhjálms börn, ég heiti sko Vilhjálmur Hinrik. Það hef ur mörgum þótt skrýtið, en elzti sonur minn, tíigurjcn, hann sagði alltaf, þegar hann var spurður að heiti: Ég heiti Sigurjón Vilhjálms son, sonur hans Hinriks í Merkinesi. Þ h úðu margir: Nú, já, hún hefur þá átt eitt hinsegin, blessunin! — Eitthvað minntistu á veiðistöng og Norður- land. — Já, ég reyni að komast norður einu sinni á ári eða svo. Fer þá í Fljótin og veiði silung. Ég hef kynnzt þar mjög miklu sómafólki, aldeilis óforþént, fólkinu á Saurbæ, sem vill allt fyrir mig gera. Þar fæst bleikja, en víða þarna fyrir norðan er mikið um sjóbirting í ósunum. Ég veit bara ekki, hvort það er sjóbirtingur hér í Kirkjuvogsósunum. Það er lítið reynt. Ég hef reynt hér með spúnn, bæði salar- og íslandsspúnn, en það er ekkert nema vitlaus smáufsi. Ég gæti bezt trúað, að sjóbirtingurinn kæmist ekki að fyrir honum. Annars er þessi veiðimennska mín lítil orðin, en ég stundaði hana mikið hér á yngri árum. — Ertu héðan úr Merkinesi? — Nei, ég bjó fyrst á Bráðræðisholti í Reykjavík, en flutti hingað 1933. Annars er ég ættaður af Eyrarbakka. Héðan hef ég svo aldrei farið og fer víst aldrei. Beit mig of fastan. Ef ég vildi selja hér húsin og jörðina, fengi ég ekki nema í mesta lagi stofnkostnaðinn við byggingar og yrði að gefa jörðina í kaupbæti. En væri Merkinesið í Njarðvíkum eða Kefla- vík, gæti ég fengið hundruð þúsunda fyrir það. Nú, en það er víst ekki langt að bíða eftir fúmminu, og þá þarf ekki einu sinni að grafa mann. Þetta fer allt svoleiðis fyrir rest. Eitt fúmm, og þá er heimurinn búinn að vera. Héðin er tuttugu mínútna gangur til næstu bæja í báðar áttir. Hér að norðan er Hafna- hverfið, en fyrir sunnan er Kalmanstjörn. Þar býr nú bandarískur maður. Þar sunnar er svo Junkaragerði, það er nú í eyði. Ég hef ekki aðrar skepnur en eina kú og kálfadót henni til skemmtunar. Og það er bara af því að það er fremur erfitt að ná í mjólk hér. Þetta er allt saman svo erfitt. Ef ég fengi mér nú vörubíl til þess að koma haugnum á túnið, kostaði hann á annað hundrað krónur á klukkutímann. Svo verð ég auðvitað að taka verkamenn á tímakaupi, til þess að eitthvað gangi að moka á bílinn. Svo þarf að dreifa skítnum og slóðadraga og raka af. Ég fæ þre- falt meira áburðarmagn af tilbúnum áburði Framhald á bls. 57. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.