Vikan


Vikan - 06.12.1962, Page 20

Vikan - 06.12.1962, Page 20
-KONFEKT OG Auðveldast er að búa til sælgæti úr marsipani, heimatilbúnu eða aðkeyptu, eða þá úr svokölluðu fondant, en það er hnoðaður flór- sykur með eggjahvítum, eða ef það er soðið, úr sýrópi og sykri. Hér eru fyrst nokkrar uppástungur um marsipankonfekt. Hreinan marsipanmassa má drýgja með flórsykri, sem er þá hnoðað saman við. Þó má helzt ekki nota meira en % kg flórsykur í '/z kg af marsipani. Þegar notað er hjúpsúkkulaði á að bræða það í vatns- baði við lítinn hita — og það á að byrgja skálina með súkkulaðinu, því að engin gufa má koma að því, annars verður súkkulaðið grá- leitt. Það á ekki að þorna í súg, það gerir það líka grátt og glans- laust. Úr marsipani má móta alls konar myndir, dýr og ávexti og skreyta með hnetum, ávöxtum og súkkulaði. Er það einkar skemmti- legt verkefni fyrir börnin í jólaundirbúningnum. FUDGE SÚKKULAÐIFUDGE: Vs bolli ósætt súkkulaði, 2V2 bolli sykur, % tesk. salt, 1 bolli mjólk eða rjómabland, 2 matsk. sýróp, 2 Vs matsk. smjör, 1 tsk. vanilludr. Súkkulaðið brotið í smábita og brætt með sykrinum, saltinu, mjólk- inni og sýrópinu yfir lágum hita. Síðan er það látið sjóða nokkra stund og hrært oft í á meðan. Tekið af eldinum og hliðarnar á pottinum hreinsaðar vel, ef þar hafa safnazt kristallar. Smjörinu bætt í og síð- an er það þeytt stöðugt þar til það heldur vel formi eða hefur tapað glansinum. Þá er því hellt í smurt mót, og er um að gera að það sé gert á réttum tíma. Sé deigið of heitt verður það of grófgert. Líka má hætta að þeyta það svolitið fyrr og er það þá hnoðað, en ekki of lengi, svo að það verði ekki of lint. Hnoðað deig verður fíngerðara og heldur sér lengur. Alls konar ávöxt- um, hnetum, rúsínum og kókósmjöli er venjulega bætt í og er það gert rétt áður en það er hnoðað, eða áður en því er hellt í formið. Sama aðferð er notuð við uppskriftirnar hér á eftir. LJÓST OPERA FUDGE. 2 bollar sykur, Vs tesk. salt, % bolli þykkur rjómi, Vs bolli mjólk, 1 matsk. sýróp (ljóst), 1 tesk van- illudropar. þar til sykurinn er vel bráðnaður. Látið síðan sjóða þar til það er mjög heitt án þess að hræra í því. Eggjahvíturnar eru þeyttar með saltinu, þar til þær eru stífar en ekki þurrar. Sýrópið tekið af eld- inum og því hellt hægt yfir eggja- hvíturnar og þeytt stöðugt á meðan. Haldið áfram að þeyta í 2 mín. Þá eru hneturnar látnar í og vanillu- droparnir og kirsuberin, og pottur- inn látinn yfir sjóðandi vatn í neðri pottinum og látið sjóða þannig í hálftíma eða þar til deigið er næst- um þurrt og hrært stöðugt í á með- an. Þegar það er fullgert, á að vera hægt að gera úr því litla kúlu og það á ekki að klístrast við fing- urna. Látið í ílangt form og látið standa í sólarhring. Þá er það tekið úr forminu og skorið í ferhyrnd stykki, sem eru svo geymd í smjör- pappír, eða þakin með súkkulaði- húð. MOKKAKÚLUR Duftkaffi er blandað í marsipan- ið eftir smekk, og búnar til úr því kúlur, sem dýft er í hjúpsúkkulaði eða kókósmjöl. Ef afgangur er af súkkulaðinu, er ágætt að blanda möndlum, sykr- uðum appelsínuberki eða rúsínum saman við það og láta það storkna í litlum kúlum. ÓSOÐIÐ FONDANT: 4—5 bollar flórsykur, 2 eggjahvít- ur, 2 matsk. rjómi. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru mjúkar en ekki þurrar. Blandið sykrinum smám saman í og rjóm- anum, fáum dropum í einu. Haldið áfram að hræra þar til þetta er það stíft, að auðvelt er að móta úr því. Ágætt er að skipta þessu deigi í nokkra hluta og setja svo lit og bragðefni í hvern hluta. Möndlu- dropar geta verið í einum þeirra og í öðrum piparmyntuolía, og er það þá oft litað grænt með matar- lit. Suðusúkkulaði og valhnetur er ljúffengt í einn hlutann og eru þá búnar til stengur úr honum. Alls konar sykraðir ávextir eru góðir til að hnoða í þetta deig og eitt tilbrigðið er að lita deigið með gul- um ávaxtalit og bæta í það 1 tsk. af sítrónusafa, 1 matsk. smásöxuð- um þurrkuðum aprikósum og söx- uðum rúsínum og 2 matsk. söxuðum valhnetum. SVISSNESKAR PLÖTUR: Flatar plötur eru búnar til úr fondant og nokkrir dropar af pipar- myntuolíu settir í. Ofan á hverja plötu er sett lítil klessa af hjúp- súkkulaði. SOÐIÐ FONDANT: Það er miklu meira verk að búa það til, en það er fallegra og meiri Framhald á bls. 57. KARAMELLUFUDGE: IV2 bolli ljós púðursykur, 1 bolli hvítur sykur, % tesk. salt, 114 tesk. salt, 1 Ví bolli mjólk, 2Vi matsk. smjör, Vi tesk. vanilludropar. NOUGAT: 1 bolli sykur, Vi bolli vatn, 3 matsk. ljóst sýróp, % bolli hunang, 2 eggjahvítur, Vi tesk. salt, 1% bolli alls konar hnetur (ef möndlur eru notaðar eiga þær að vera skornar og brúnaðar ljósbrúnar), Vi bolli sykruð kirsuber, 1 tesk. vanillu- dropar. Setjið sykur, vatn, sýróp og hun- ang í efri hluta af tvöföldum potti, en setjið hann beint á eldinn (neðri potturinn notaður síðar). Hrærið í Mf %, ''hijiiivn ...■> .... ... 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.