Vikan - 06.12.1962, Side 27
eða tæplega það. Höfðum Gullfaxa með okkur,
vel haldin í mat og drykk á góðum hótelum.
En samt sem áður; við biðum þess með lotn-
ingu að koma upp á fjallið þar sem Jerúsalem
hefur staðið af sér aldirnar í 800 metra hæð
yfir sjávarmál. Þangað liggja allar leiðir upp.
Og leiðin er fremur hrikaleg. Brött og grýtt.
Gamalt ræningjabæli.
Öld fram af öld hafa karavanar úr austri
fetað sig upp þessa stíga í átt til Jerúsalem.
Ræningjarnir gátu hafzt við uppi í klettum
og fylgzt með lestunum. Komið eins o.g þruma
úr heiðskíru lofti án þess að nokkrum vömum
yrði við komið.
Freistingafjallið er að baki, líka Jeríkó. Og
það er farið að skyggja. Stjörnurnar koma upp
á himininn jafnskjótt og sólin er gengin undir.
Það blikar ein sérlega stór og skær; hún er
yfir hæðunum sunnan við Jerúsalemborg. Þar
er Betlehem, er okkur sagt.
Annars er varla stingandi strá á þessari leið;
ekki frá því gróskuríkum dalbotninum við
Jeríkó sleppir. Aðeins sólsviðin eyðimörk og
grýtt. Litirnir gulir og ljósgráir. Svo .ökum við
inn í lítinn og friðsælan bæ: Bethanía. Þar
stendur varðveitt hús þeirra Mörthu og Maríu
ásamt gröf Lazarusar. Þá var orðið dimmt, og
Jerúsalem. Olíufjallið næst á myndinni, þá
Kedrondalur, musterismúrinn og musterií.
myrkrið' var heitt, loftið þurrt. En bráðum
byrjar regntíminn og þá verður þessi lífvana
og síþyrsta eyðimörk græn yfir að líta. Og vatn-
inu, þessum blessaðasta hlut á jörðu, er safnað
í djúpa brunna.
★
Við bjuggum á Hotel Shepherd í útjaðri
borgarinnar. Þaðan blasti við Olíufjallið,
Kedrondalur og ef vel var að gáð: Garðurinn
Gethsemane. Eiginlega mæla engin skynsam-
leg rök með því að byggja borg á þessum stað;
á efstu eggjum sólsviðinna fjalla, þar sem ekk-
ert vatnsból er nærri, utan Maríulindin ein.
Þó er þetta ginnheilagasta borg á jarðarkringl-
unni, helg fyrir þrenn trúarbrögð og nokkur
hundruð milljónir manna: Fyrir Gyðinga vegna
þess að hún var konungsborg Davíðs og þar
byggði Salómon sitt fræga musteri. Fyrir
Múhameðstrúarmenn er hún að helgi næst
Mekka. Þar gjörði Múhameð himnaför sína,
nánar tiltekið af tröppum musterisins og þeir
trúa því, að á þeim stað verði hinn síðasti og
mesti dómur upp kveðinn. Fyrir kristna menn
er Jerúsalem helg af augljósum ástæðum: Hér
lifði Jesús Kristur síðustu stundirnar, hér var
hann píndur og krossfestur, hér dó hann og
hér reis hann upp frá dauðum.
★
Morgunsól, þrjátíu stiga hiti í forsælu, hvítir
múrveggir, dökkgrænar kýpressur og olívutré.
Við setjumst niður stundarkorn framan við
hótelið og njótum sólarinnar eftir morgunkaff-
ið, því enn er hún ekki það hátt á lofti, að ylur
hennar er þolandi. Síðan er haldið af stað,
flestir hressir og vel hvíldir því hérna er næt-
urlífið ekki eins freistandi og víða annars stað-
ar og fólkið er hingað komið til þess að nema
og njóta og hugleiða í friði.
Við héldum þennan stutta spöl út á Olíu-
fjallið, sem raunar er ekkert fjall eftir okkar
skilningi, heldur hæðardrag handan Kedron-
dalsins, ljósbrúnt og gulleitt á lit, vaxið ein-
staka trjám. Þarna ofarlega á fjallinu er lítill
hellisskúti. í þessum helli er sagt, að Jesú hafi
verið, þegar lærisveinarnir komu til hans og
báðu hann að kenna þeim að biðja og hann
kenndi þeim Faðir vor. f tilefni þessa hefur
verið reist kirkja yfir staðinn eins og raunar
alla merkisstaði, sem tengdir eru minningu
Krists. En þessi kirkja er í alla staði smekk-
legur minnisvarði og ekki teljandi skemmd á
staðnum. Hún er kölluð Pater Noster kirkjan
og þar er Faðirvorið skrifað með skrautlegu
letri á stórar veggtöflur. Mér er sagt, að það
sé þar á þjóðtungum allra þjóða sem kristni
játa nema ekki er það til á íslenzku. Við göng-
um framhjá þessum töflum og lesum á fram-
andi tungum: Patre nostre, Missierna lente,
Notre Pére, Padre Nuestro, Vor Fader, Hon
Tad, Mammano Ciweno, Pay Nosso, Otce kas,
Fader vor, Téve musu, Mix Atyenk.
Við settumst á trébekki þarna inni og nutum
svalans. Og þeirrar helgi sem þarna er í and-
rúmsloftinu. Það er gott að sitja þar og njóta
kyrrðar. Við áttum saman hljóða stund og á
eftir báðum við öll saman faðirvor. Það var
fremur fámennt þarna, sem betur fór. Nokkur
börn á stangli fyrir utan; eitt þeirra með brauð-
körfu á höfðinu. Arabar virða lítið hljóða helgi
kristinna manna og hafa uppi hávaða þar sem
fólk vill fá að vera í friði. Þetta er þeirra land,
þegar öllu er á botninn hvolft. Hversvegna
skyldu þeir ekki hafa sína hentisemi. En það
fer í taugamar á sumum.
Skammt þarna frá: Lítil kirkja í byzantisk-
um stíl í skjóli hárra múrveggja. Inni í kirkj-
unni er gert í kringum klöpp og í klöppinni
er far eftir fót. Þama á Jesús að hafa gert
himnaför sína; fjöldi pílagríma sækir þennan
stað á uppstigningadegi ár hvert til að minnast
atburðarins.
Nú er komið hádegi. Við erum stödd uppi á
Olíufjallinu og höfum ágætt útsýni yfir Jerúsa-
lem. Af hverju er hún svona ólík öðrum borg-
um, svona samankeyrð, líkast hnappsetinni
hjörð? Eða hvers vegna hvarf hún ekki í auðn
og gleymsku, þegar ekki stóð steinn yfir steini?
Húsin eru meira og minna sambyggð, það sér
maður raunar víðar á þessum slóðum. Og göt-
urnar eru furðulegar. Allar mjög þröngar,
kannski faðmsbreidd eða örlítið meir, stein-
lagðar með tröppum og sumsstaðar jafnvel yfir-
byggðar. Jerúsalem er ljós á lit. Gulbrún og
ljósgrá eins og fjallahryggirnir í kring, sam-
runnin náttúrunni. Næst okkur er gamla
Jei’úsalem, sá hluti borgarinnar, sem lenti
Jórdaníumegin við friðarsamningana milli Gyð-
inga og Araba 1951. í þeim hluta eru allir sögu-
staðir hinnar helgu borgar og þess vegna erum
við hér. Vígstaðan var í miðri borginni undir
lokin og því varð ekki hnikað til: Múrar voru
hlaðnir gegnum borgina þvera, rammlega gerð-
ir og með skotraufum. A milli múranna standa
húsin auð, þangað hættir sér enginn. Það er
engis manns land.
Til að sjá rennur þessi múr saman við aðra
múra og veggi borgarinnar. En einn sker sig
úr, styrkur og breiður í þessari mynd. Það er
múrinn mikli utan um Helgidóminn á bjarginu,
musterið fræga, sem þeir kalla Kubbet es
Sachra. Hvolfþak musterisins er úr skíru gulli
og sker sig vel úr fölum litum borgarinnar.
Undir þessu hvolfþaki er tindur Móríafjalls,
staðurinn þar sem Salómon byggði sitt annálaða
musteri. Brennipunktur borgarinnar að fornu
og nýju. En ég kem að því síðar.
Við vorum uppi á Olíufjallinu og þaðan er
stutt að fara niður í Gethsemanegarðinn. Hann
er niðri í Kedrondalnum, við rætur fjallsins,
yndislegasti staðurinn í Jerúsalem og næsta ná-
grenni. Þar er jarðvegurinn rakari, grasið grænt
og blómin litskrúðug. Þetta er eins og helgi-
dómur fullur af undursamlegri kyrrð, vin í
eyðimörk. Mér fannst, að það væri dögg á gras-
inu, en það var auðvitað fjarstæða. Tveir æva-
fornir trjábolir standa upp úr sverðinum, snúnir
og samanfléttaðir í kynjamyndir, en dauðir. Ef
til vill er annar þeirra „tré angistarinnar", þó
er vafasamt að fullyrða það. En leiðsögumað-
urinn telur fullvíst, að rætur þessara trjáa séu
hinar sömu og þær voru á dögum Krists. Það
er dýrmætt hvað þessi garður hefur fengið að
halda sér frá því sem búast má við að hann
hafi verið. Og þó er hann fárra mínútna gang
utan við borgarmúrana. Hann hefur séð eyð-
ingu, hrun, elda og stríð — aðeins handan múr-
anna. Og hann hefur séð hljóðláta uppbyggingu,
sem tók margfalt lengri tíma. Þarna beint á
móti er brött brekka upp að Gullna hliðinu.
Þar reið Kristur inn um á pálmasunnudag. Og
í baksýn: Gylltur musterishjálmurinn.
Þarna við garðinn hefur verið byggð Kirkja
allra þjóða, afburðafallegt guðshús og óvenju-
legt. Skjaldarmerki þjóðanna lögð með mósaík
í loft, steindör rúður og rökkur inni, en á miðju
gólfi járnþyrnaumgj örð kringum klöppina, þar
sem Jesús sveittist og háði bænarbaráttu sína,
áður en hann gengi óvinum sínum á vald.
„Hann stóð upp frá bæninni, gekk til læri-
sveinanna og sagði við þá: Sofið þér enn og
hvílizt? Standið upp, förum héðan. Sá er í nánd,
er svíkur mig.“
í sama bili kom Júdas ískaríot, og með hon-
um flokkur manna og síðan svikakossinn, flótti
lærisveinanna og handtaka Jesú.
Það verður nokkum veginn sagt með sanni,
að þessi staður er hinn sami og hann hefur
verið fyrir nær tvö þúsund árum. Aldimar
hafa ekki breytt honum að mun og mannaverk
risu og féllu innan múra borgarinnar. Það sem
mætt hefur á þessum friðsælu stöðum utan £
hlíð Oliufjallsins er lítið að því frátöldu, hvað
steinþrepin hafa sUtnað af fótataki milljóna
pílagríma, sem vitjað hafa þessara staða öld
fram af öld. Hér eru helgir sögustaðir við hvert
VIKASÍ 27