Vikan


Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 28

Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 28
Þrátt fyrir ferð'amannastrauminn sést ekki að Bethlehem hafi tekið breytingum í nútíðinni. Þar ríða menn um þröng- ar götur á úlföldum eða ösnum. Efst til vinstri á myndinni: Fæðingarkirkjan. Via Dolorosa, krossleiðin. Gatan er mjög þröng og sumsstaðar yfirbyggð. fótmál. Maður kannast við suma þeirra af myndum og þeir hafa yfir sér órjúfanlegan helgiblæ. Þannig er Jerúsalem í heild. Eins og helgidómur eða háaltari sem menn líta með lotningu. Margur hefur aurað sér fyrir píla- grímsför fram eftir ævinni til þess að geta dáið í friði og ró á eftir. Stígarnir í hlíðum OIíu- fjallsins eru helgaðir sveita og jafnvel blóði þeirra nafnlausu þúsunda, sem áttu þann draum æðstan að líta þá staði eigin augum, sem saga Krists er bundin við. Um leið og við yfirgefum Gethsemanegarðinn er okkur bent á tvo sögu- staði uppi í hlíðinni: Kapellu þar sem Jesús grét yfir Jerúsalem og Blóðakurinn, skikann, sem Júdas keypti fyrir skildingana sína og hengdi sig á síðar. ★ Það er föstudagur, sólskinið hvítt og sterkt, gott að komast í skugga. Nú skilur maður, hversvegna Múhameð lofaði áhangendum sín- um skuggsælum pálmalundum, þegar yfirum kæmi. Þennan dag eftir hádegið göngum við krossleiðina, Via Dolorosa. Ég býst við, að flest- ir hafi hugmynd um, hvernig þessi gata lítur út. Svo oft hefur hún sézt á myndum. Þið hafið líka séð hana á teikningum, málverkum og altaristöflum: Ljósa yfirlitum þar sem ekki er alveg yfirbyggt, áþekka mörgum öðrum götum í Jerúsalem. Þið hafið séð steinþrepin á þessum myndum og mannfjöldann, sem fylgdi honum, sem bar krossinn. Þrepin eru þarna enn. Ekki þau sömu. Þau eru löngu úr sögunni. En gatan er hin sama, því austurlenzkt byggingalag er ekki háð tíðum tízkusveiflum. Tíminn virðist líða hægar hér; tvö þúsund ár breyta engu verulega. Bða svo hefur það verið. Via Dolorosa liggur upp aflíðandi brekku. Það er farið í gegnum rómverskan steinboga á gamla borgarmúrnum og við erum stödd við þann stað þar sem sagt er að höll Pílatusar hafi verið. Gegnt höllinni voru rómverskar herbúð- ir. Þar var Jesús húðstrýktur og krýndur þyrni- kórónunni. Rómverjar notuðu Flagellum, leður- ólasvipu með málmkúlum, hryllilegt pyndinga- tæki. Hýðingarsúlan svonefnda stóð einnig hér, en hún var flutt upp á Golgata síðar. Hér minnir allt á þjáningar, hörku og miskunnar- leysi. Svo kemur allstór hópur pílagríma og krýpur í hring. Þeir koma hingað á hverjum föstu- degi og gera bænir sínar á sérhverjum hinna fjórtán staða þar sem eitthvað markvert gerðist á píslargöngu Jesú. Þeir eru flestir svartklædd- ir, komnir hingað og þangað að úr heiminum til þess að biðjast fyrir á þjáningagötunni. Sumt 28 TIKAII eru Fransiskusarmunkar, brúnklæddir. Þeir eru flestir miðaldra. Sumir þó ungir. Þeir hafa yfir bænir á latínu, allir saman. Og svo er sung- ið. Við fylgjum þeim eftir, þegar þeir standa upp og ganga í áttina til Golgata. Þeir fara afar hægt og margir fylgja þeim eftir; gatan er troðfull af fólki. Meðfram Via Dolorosa er röð af kirkjum og kapellum. Allt til minningar um áfanga á písl- argöngunni. Steinkirkjur, fremur líkar hver annari og allsstaðar er fólk að biðjast fyrir. Þannig gengur það dag eftir dag, ár eftir ár. A ég að lýsa því nánar, eða á ég að bregða upp mynd af hversdagslífinu við þjáningaleið- ina eins og það kemur fyrir sjónir? Jú, mér finnst það sanngjarnt. Þarna býr fólk, sem á sínar annir og áhyggjur. Það horfir tómlátum augum á pílagríma og aðra þá, sem mjakast upp þrepin. Þetta er hversdagsleikinn sjálfur á þessum stað. Þannig var það líka, þegar Kristur bar krossinn upp þessi þrep. Tæpast annað en það sem oft bar fyrir augu. Augna- bliksfróun fyrir þá, sem þyrsti í eitthvað frétt- næmt. Unz jarðskjálftinn kom og myrkrið. Múrveggirnir meðfram götunni eru heilir og óslitnir neðan til, síðan koma einstaka lágar dyr og litlir gluggar, sem gefa til kynna, að hér búi fólk. Ég tek mest eftir börnunum. Þau standa í dyrum og virða vegfarendur fyrir sér, forvitin lítil börn. Stóreygð og dökkeygð, en vannærð. Flest á léreftskjólum. Ég fór að taka myndir af þeim og þau réttu fram lófana í von um skilding. En þá komu mæður þeirra snar- hentar og þrifu þau innfyrir. Ekki vegna þess, að þau mættu ekki betla, heldur til að bjarga þeim frá myndavélinni, auga djöfulsins. Mú- hameðstrúarmenn hata myndavélar, sér í lagi eldri kynslóðin. Við sjáum sums staðar inn á híbýli meðfram Via Dolorosa. Þau bera fátæktinni eða öllu heldur allsleysinu vitni; steinn í hólf og gólf, rúmfleti, einn bekkur eða tveir, leirkrukkur. Og konumar verða gamlar fyrir tímann. Þær eru móbrúnar og skorpnar undan sólinni eins og landið. Kannski undirokaðar líka. Ofar í götunni eru verkstæði og sölubúðir, sem standa opin og hafa yfir sér austurlenzkan bazarasvip; allt í einum hrærigraut, flugna- svermur, hiti og hávaði. Einstaka prangarar berjast á móti straumnum og hampa arabisk- um höfuðbúnaði fyrir tuttugu pjastra eða krúsifix fyrir aðeins tíu. Reyfarakaup, það geta allir séð. Gatan er alveg yfirbyggð á köflum, eins og rokkinn, þröngur gangur. Þar er hitinn af- skaplega þvingandi, lykt af hráu kjöti og alls konar mat, en mannfjöldinn fikrast upp þrepin, hægt og sígandi. Það er mislit hjörð; svart- klæddir munkar, túl-istar í skræpóttum skyrtum og með sólgleraugu, innfæddar konur með svarta blæju fyrir andliti og pílagrímar úr víðri veröld. Þeir krjúpa og biðjast fyrir þar sem Símon frá Kyrene var neyddur til að bera krossinn, þar sem Jesú mætti konunum og sagði: „Grátið ekki yfir mér, Jerúsalems dæt- ur, en grátið yfir yður og börnum yðar“, — þar sem hann hneig niður í þriðja sinn og svo erum við á Golgata. Þarna komum við á steinlagt hlað. Þaðan hefur krossinn blasað við eftir að búið var að reisa hann upp, eða öllu heldur krossarnir þrír. En sá staður sést nú ekki lengur. Það er búið að byggja stóra kirkju yfir þann stað, sem kannski er miður. Flest mundum við kjósa að sjá hæðina eins og hún var fyrir tveim þús- undum ára. En það er líklega til of mikils mælzt. Konstantín mikli lét byggja kirkjuna þá hina miklu, sem kennd er við gröf Krists. Það var annars Helena móðir hans, sem fann staðinn, svo örugglega bar saman við heimildir og má segja, að þau mæðgin hafi unnið mikið verk. Þessi mikla kirkja er nú orðin sextán alda gömul og löskuð eftir jarðskjálfta. Þar er kross- fundarkapella og krossfestingarkapella. Síðan stigi upp í rokkinn kór. Loftið er mettað af reykelsisilm. Ljósker niður úr lofti, dauf birta, veggir tjaldaðir dúkum. Og undir altarinu allra helgasta: Rifa, þar sem krossinn á að hafa staðið. Kannski snertir þetta mann ekki strax? Kann- ski hefur maður búizt við öðru. Engu að síður er staðurinn hér. Það ætti að vera nóg. Ég sé, að það er meira en nóg fyrir margt af þessu fólki, sem bænir sig frammi fyrir altarinu. Langt að komið fólk, sem slcildi brauðstritið og áhyggj- ur morgundagsins eftir heima, handan við höf og fjöll, til þess að geta kropið og beðið á þess- um stað. Og snúið heim með frið í sálinni. Við göngum aftur niður stigann; þar verður á vegi okkar hvítleit klöpp uppúr gólfinu. Einföld umgjörð í kring, en fjórar súlur bera uppi tjaldhimin. Fagurt og látlaust minnis- merki. Þetta er steinninn, sem líkami Krists var lagður á, þveginn og smurður. Löng og mjó kerti standa í háum stjökum og fólk krýpur og snertir steininn með enninu. Það er eitthvað hreint og tært við þetta, eins og hreinn hljóm- ur. Án allrar ofhleðslu. Brátt erum við á fjórtándu stöðinni, sem svo er nefnd. Það er Engilskapellan og gröf Krists. Við erum kannski orðin dálítið þreytt; athyglin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.