Vikan - 06.12.1962, Page 29
x ■
y.- .. :y.
.
"""*-----------------^5
larin ögn að sljóvgast. En enginn kvartar. Þó
eru sumt fullorðnar konur, óvanar svona göng-
um. Það er gott og notalegt að vera með þeim
á þessum stað. Og ein ur hópnum, Guðrún
Þórðardóttír, fyrrum kaupkona, er á þjóðbún-
ingi. Ég held að öllum hafi þótt vænt um það
og mér er óhætt að segja, að það vakti talsverða
athygli þar sem hún fór.
Það eru biðraðir fólks utan við lágar dyr
grafarinnar. Og inni er mjög þröngt. Marmari
og dúkar, kerti og reykelsi. Þið hafið séð á
myndum hvar engillinn er við dyr grafarinnar
og steininum hefur verið velt frá. Fjallalands-
lag Júdeu í baksýn. Þannig hefur það verið.
En nú erum við undir dimmri hvelfingu og
fólk gengur hljóðlega um. Fyrir milljónir manna
um allan heim er gröf Krists hinn allra helg-
asti staður á jörðu og það hefur verið fjar-
lægur óskadraumur þess að vitja grafarinnar
áður hérvistardögum þess lyki.
★
Við vorum talsvert þreytt og slæpt eftir göng-
una upp Via Dolorosa og heimsóknina á Gol-
gata. Við fundum það eftir á, þegar komið var
upp í bílana. Þess vegna var lífinu tekið með
ró það sem eftir var dagsins. Það er líka nauð-
synlegt að fá tíma til að meðtaka og íhuga.
Mönnum eru nú einu sinni takmörk sett. Það
var gott að sitja undir berum himni eftir að
dimma tók. Njóta veðurblíðunnar. Og sagan
rennur upp fyrir manni skírari en nokkru sinni
fyrr, þegar ysinn er fjarri. Jerúsalem er hlaðin
undarlegu sefjunarmagni. Sumpart vegna þeirr-
ar helgi, sem við höfðum fyrirfram á borginní.
Og þó er eitthvað meira, sem liggur í loftinu.
Einhver stórbrotinn andi; eitthvað mikilfeng-
legt, sem ekki verður skilgreint. Ég veit, að
það var talsverð trúarleg reynsla fyrir margt
af þessu fólki. Reynsla, sem það býr lengi að,
eða þannig kemur það mér fyrir sjónir.
★
Nýr dagur með sólskini. Veggimir eru svo
hvítir, að maður fær ofbirtu í augun og hvílir
þau á dökkgrænum trjánum, sem standa á víð
og dreif upp úr hvítunni. Hitinn meiri en nokkru
sinni áður í ferðinni, þrjátíu og þrjú stig. Nú
læðist maður meðfram veggjum. Forðast sól-
ina. Enn er eftir að skoða ýmislegt markvert,
til dæmis musterið fræga. Það er ekki hægt að
skilja svo við Jerúsalem, að hafa ekki séð það.
Mér fannst undarlegt, að musterið skyldi
ekki vera á hæsta staðnum í borginni. Því fer
víðs fjarri; það stendur í suðvesturhorni hennar,
fremur lágt. Þar er allt af ólíkri gerð en annars
staðar í þessari samþjöppuðu borg. Þar eru víð-
áttur milli bygginga, nóg lífsrými. Sjálft must-
erið, Helgidómurinn á bjarginu, er langmest
allra bygginga þar og gnæfir yfir, hringlaga
með gullnu hvolfþaki.
Það er byggt á tindi Móreafjalls, þar sem
Abraham ætlaði að fórna syni sínum, fsak, en
guð var raunar aðeins að prófa tryggð hans og
kom í veg fyrir fórnina. Þarna byggði Salómon
konungur sitt heimsfræga musteri úr skíru
gulli og sedrusviði frá Líbanon. Það var eyði-
lagt, þegar Gyðingar voru herleiddir austur til
Babýlon árið 586 f. Kr. Við heimkomuna endur-
reistu Gyðingar musterið, en það þótti ekki
svipur hjá sjón, enda gert af vanefnum og þeir
grétu vfir því, sem mundu hitt. Þriðja musterið
en kennt við Heródes og það var í smíðum öll
þau ár sem Jesú lifði. Það var veglegt hús og
sómdi vel áræðnum byggingafrömuði eins og
Heródes var. En það átti ekki fyrir sér að standa
lengi; varð eldi að bráð árið 70, þegar Jerúsalem
var lögð í rústir.
Þegar við biðum þess að komast inn á must-
erissvæðið kom þar innfæddur maður aðvíf-
andi. Hann var fátæklega búinn eins og flestir
eru raunar austur þar og hélt á barnslíki, sem
vafið var inn í tusku. Okkur skildist, að hann
vildi fá greftrun fyrir barnið, en það voru
greinilega einhverjar fyrirstöður á því og að
lokum kom hann aftur út á götuna með líkið
í fanginu. Hann stóð stundarkorn, eins umkomu-
laus og nokkur maður getur verið sem ekki
fær jörð fyrir barnið sitt, en svo virtist sam-
þykki hafa fengizt, og hann hvarf að nýju inn
fyrir múrana.
Því miður fór viðgerð fram á helgidómnum
þessa daga. Þar voru vinnupallar alla leið upp
undir hvelfinguna svo stórfenglegt rými og
íburður musterisins naut sín ekki til fulls.
Undir miðri hvelfingunni stendur tindur
fjallsins upp úr rennisléttu gólfinu. Þarna var
brennifórnaraltari Gyðinga, en nú er musterið
ekki helgað Jahve lengur, heldur Allah og altar-
ið snýr í áttina til Mekka. Mitt í þessum marg-
slungnu og litríku skreytingum er eitthvað
mikilfenglegt að sjá klöppina upp úr gólfinu.
Einfalt, sterkt og áhrifamikið. Og þó má hún
muna fífil sinn fegurri.
Hér var eitt sinn brennipunkturinn fyrir all-
ar helgiathafnir Gyðingaþjóðarinnar. Þar var
safnað saman óhemju auðæfum undir yfirskini
trúar; musterið var í rauninni hin versta
blóðsuga fyrir alla þjóðina. í bæklingi, sem ég
keypti þarna er skýrt lítillega frá þeim flóknu
Jórsalafarar Útsýnar uppi á Olíufjallinu. í
baksýn: Jerúsalem og musterissvaeðið næst.
Fru Guörún Þórðardóttir framan við eina
af töflunum í Pater Noster kirkjunni, þar
sem Faðirvor er skráð á f jölmörgum tungum.
seremoníum og ótrúlega víðtækri starfsemi,
sem fram fór utan um musterið. Að gera grein
fyrir því í smáatriðum, væri svipað og útskýra
alla starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Til þess
þyrfti heila bók.
í augum nútímamanna hefur musterið nánast
verið lögverndað sláturhús. Þar fóru fram
skyldufórnir eftir að ótrúlega flóknum siða-
reglum hafði verið framfylgt. Og ekki nóg með
það: Kvikfénaðurinn, sem brenndur var á
fórnareldinum, þurfti að uppfylla nákvæmar
kröfur því annars var ekki víst, að guð með-
tæki fórnina.
Fórnarskyldan er einhver versta skattlagning,
sem sögur fara af. Það var nú fyrir sig með
frumgróðafórnir; hluta af sjö tegundum jarðar-
gróða, ávaxta og korns. En musterið átti alla
frumburði þá er karlkyns voru og skyldu menn
leysa út syni sína með digrum sjóðum silfurs.
Þarna í musterinu var annars enga trúarlega
leiðsögu að hafa, enga huggun fyrir hrelldar
sálir, aðeins það að metta þennan sísvanga guð
á kjöti og mör.
Fyrir utan skyldufórnir barst stöðugur
straumur fórnargjafa til musterisins. f bækl-
ingnum segir, að samkvæmt einhverri gamalli
talningu hafi rúmlega milljónarfjórðungi lamba
verið slátrað þar á einum páskum. tlvað mundi
Sláturfélag Suðurlands segja um það að af-
greiða þann fjölda á einni helgi og hvert ein-
asta lamb eftir flóknum seremoníum. Sérstakir
skoðimarmenn fóru höndum um fénaðinn til
þess að finna galla, sem ef til vill kynnu að
leynast í sköpulagi skepnunnar. Mannfjöldan-
um var skipað í fylkingar, sem mjökuðust
hægt og sígandi í áttina til musterisins; hver
maðm eða fjölskylda með sitt fómarlamb.
Prestar aðstoðuðu við hina mjög svo vanda-
sömu slátrun og hirtu sjálfir öll skinn. En á
YIKAN 29