Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 30
Götulífið í Bethlehem er mjcjg austrænt og liefur varla tekið miklum breytingum síðustu tvö þúsund
árin.
Við fæðingarstað Krists. Fæðingarkapell-
an er byggð yfir staðinn, þar sem arf-
sögnin telur gripahúsíð liafa staðíð. Silf-
urstjarnan er í gólfinu u:idir altarinu.
eftir gat þessi fátæki manngrúi neytt fórnar-
lambsins; flestir líklega í tjöldum á berangr-
inum utan við borgina og sumir einungis undir
stjörnum himinsins, sáttir við sjálfa sig og
kvittir við guð sinn eftir fórnarathöfnina.
Þessar sláturathafnir og raunar musteris-
byggingin sýnir vel, hvers menn voru megn-
ugir, þegar unnið var í nafni trúar. Þá var
engin fyrirhöfn of mikil, enginn kostnaður of
hár.
Það var mjög lærdómsríkt fyrir Jesú að
fylgjast með starfsemi musterisins; margt af
því sem hann kenndi átti rót sína í því sem
hann sá þar. í hvért sinn, sem hann átti þar
leið um, hefur hann litið nýja pragt, sem búið
var að bæta á skrúða byggingarinnar. Hann
hefur séð, hvernig prestarnir rökuðu saman
fimagróða af fólki, sem var sælt í sinni trú.
Hvernig fjárplógsstarfsemi og hverskyns gróða-
brall varð fylgifiskur þjónustugjörðanna. Það
var einmitt þarna, sem hann velti um borðum
víxlaranna. Það hefur orðið honum örlagaríkt;
þesskonar mann varð að fjarlægja.
★
Við göngum út undir Grátmúrinn á eftir. Það
er undirstöðumúr musterissvæðisins, A1 Haram
A1 Sharif. Hann er svo nefndur vegna þess að
hingað komu Gyðingar öld fram af öld til að
syrgja. Þeir syngja harmaljóð Jeremíasar og
lesa 79. sálm Davíðs; gráta örlög þjóðarinnar
undir hvítum undirstöðumúr þeirrar byggingar
er mest var og frægust í sögu þeirra. Nú eru
engir syrgjendur á staðnum því Gyðingar eru
brottreknir síðan 1948, nú fá þeir ekki einu
sinni að gráta við Grátmúrinn.
Gyðingar voru reknir úr landi, hverfið þeirra
við Grátmúrinn hroðið, en örsnautt fólk gerði
húsin að sínum. Þar er fátækrahverfi, ömur-
legra en orð fá lýst. í rauninni eru þetta mis-
jafnlega djúpar, áreftar steinþrær. Dularfullir
og dimmir ranghalar. Þar skín ekki sól; þessi
hús eru að mestu gluggalaus. Og þefurinn er
afspyrnu vondur. Hann er að nokkru leyti vegna
þess, að slangur af ösnum er þarna og þeir
gera vitaskuld öll sín stykki á götuna. Enginn
30 VIKAN
hirðir það upp fremur en annan óþrifnað. Smám
saman þornar hann og þyrlast upp. Átakanleg-
ast er að sjá börnin, vansældarleg og með
gamalmennaandlit. Það minnir á fangbúðir.
Mæður þeirra, svartklæddar og síðklæddar, sitja
á hækjum sér. Hvað skyldu þær hugsa um þessa
útlendinga í framandi klæðnaði, með sólgler-
augu og myndavélar? Ef þær verða á vegi okk-
ar, líta þær undan og draga svarta slæðuna
fyrir munninn.
Markaðsgata, yfirreft og rokkin. Rúsínur,
fíkjur og alls konar ókennilegir jarðarávextir
í pokum úti á stéttum. Sumt í hrúgum. Hér
ægir öllu saman í litríkri bendu. Mórauð kona
með barn á brjósti í vínberjahrúgu, berfættar
mæður með börn klófvega á öxl sér eða krukku
á höfði. Kjötbúð og feitur Arabi, sem hakkar í
sig hráan mör. Og yfir þessu öllu glymur dap-
urleg, austurlenzk músík úr hátalara. Þetta
hefur engan helgiblæ yfir sér. Ef til vill ekki
eins og það ætti að vera í Jerúsalem. En þann-
ig er það og þannig hefur það verið. Líka þegar
hann gekk hér um, sem boðaði kærleik til ná-
ungans.
★
Það er vafasamt, að svo mjög hafi verið barizt
um nokkurn stað í veröldinni sem þessa frem-
ur lágreistu borg á fjallstindum Júdeu. Og borg,
sem byggð er á fjalli, færi ekki dulizt, sagði
Kristur. Slík borg var um leið góð til varnar;
þangað komst enginn að óvörum og það var
karlmennskuraun, hverjum sem var, að brjótast
gegnum öfluga múra, sem alltaf umkringdu
Jerúsalem. Þegar fyrsti krossfararherinn kom
á staðinn árið 1099, var hann búinn að vera
þrjú ár á leiðinni úr Norðurálfu og búinn að
þola þungar kárínur. Þá er mælt að margur
harður bardagamaður hafi fellt tár, þegar turna
Jerúsalemsborgar bar við himin. Þeir fylltust
heilögum eldmóði og gengu rösklega fram;
tóku borgina með hörðu áhlaupi og brytjuðu
niður alla, sem til náðist, svo blóð flaut í
lækjum eftir götunum. Allt í nafni kristinnar
trúar, miskunnar og kærleika til náungans,
sem Kristur kenndi.
Við Betesdalaug gefur að líta gott dæmi um
það, hvað borgin hefur hækkað í umróti ald- '
anna. Það var við þessa laug, sem sjúka fólkið
lá, þar á meðal einn, sem hafði verið sjúkur
í þrjátíu og átta ár og Jesú læknaði. Nú er
búið að grafa að minnsta kosti tíu metra niður
í jörðina á þessum stað og þar er lindin enn
sem fyrr. Þarna niðri er Jerúsalem guðspjall-
anna og síðan hvert lagið ofan á öðru:
Jerúsalem Hadrianusar og Konstantínus mikla,
Jerúsalem Omars, Jerúsalem krossfaranna,
Jerúsalem Saladins og Suliemans. Og efst í
þessum þverskurði einhverjar leifar af Jerúsa-
lem Serkja, Breta, Síonista og Araba.
Á hebresku heitir borgin Jeruschalajim,
hvað útleggst: Borg friðarins. En það er
sannarlega öfugnefni. Öld fram af öld var sak-
lausu blóði úthellt og einhver hluti borgarinnar
lagður í rústir. Á dögum Jesú var ástandið lævi
blandið og spenna í loftinu, enda sagði hann:
„Sjá, óvinir þínir munu koma og gera hervirki
um þig og þröngva þér á allar hliðar og hér
mun ekki standa steinn yfir steini".
Þessi spá rættist bókstaflega aðeins fjörutíu
árum eftir dauða Krists, þegar Titus keisari
barði niður uppreisnina, sem gerð var austur
þar til að velta af þjóðinni oki Rómverja. Sú
uppreisn mistókst gersamlega og Gyðingaþjóðin
var rekin á tvist og bast í útlegð, sem stóð þar
til ísraelsríki var stofnað fyrir fáum árum, en
það er önnur saga.
TIL BETHLEHEM.
Ég held, að fyrir flest okkar hafi það verið
hjartfólgnara að koma til Bethlehem en
Jerúsalem. Frá barnæsku hefur sagan frá
Bethlehem átt viðkvæmari ítök í hugum okkar
en atburðir þeir, sem síðar áttu sér stað í
Jerúsalem og bera vott grimmd og miskunnar-
leysi. Við þennan litla bæ suður á fjöllunum
er bundin bjartasta og fegursta minning í krist-
inni trú. Og órjúfanlega er nafnið Bethlehem
tengt jólunum, og sérstaklega þeim minningum
sem allir eiga um jól í æsku.
Leiðin frá Jerúsalem til Bethlehem er ekki
löng, varla meira en fimmtán km. Það er í
fyrstu farið leiðina til Jeríkó, síðan beygt til
Framhald á bls. 42.