Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 35
Loks varð mér ljóst að ég
varð að fara að leita að
Símoni, tengdasyni mínum.
Og mér var gefinn styrk-
ur til að ganga niður að
Galileuvatni — — — —
TENGDAMÓÐIRIN
Eftir Valerie Tomlinson
Loks varð mér ljóst, að ég
varð að fara og léita að Simoni,
tengdasyni mínum. Og mér var
gefinn styrkur til að ganga nið-
ur að Galileuvatrii.
1 fyrstu tók ég Andrés fram
yfir Simon. Ég vissi reyndar,
að það var Simon, sem var mik-
ilhæfari og stjórnaði fram-
kvæmdum þeirra, en Andrés
þeirra rólegri og sanngjamari.
Auðvitað fór það svo, að það
var Simon, sem Ester giftist, og
hvort sem mér líkaði það betur
eða verr, varð ég að taka því,
að Simon yrði tengdasonur
minn.
Hrottalegur, óheflaður og
bráður hafði hann mótazt af at-
vinnu sinni. Hann gat verið harð-
ur sem þurrkað timbur, en hann
gat líka verið viðkvæmur éins
og ungt tré. Hann var likam-
lega sterkur og þoldi enga ögr-
un. Ég hafði séð hann brjóta
handlegg manns eins og þurran
kvist og gráta síðan yfir því á
eftir. Sjálfur var hann fær um
að þola miklar kvalir, en hann
þoldi ekki að sjá aðra þjást.
Sem fiskimaður var hann ó-
viðjafnanlegur og þar sem Róm-
verjar voru aðalviðskáptamenn
hans, gætti hann þess, að halda
sér innan þeirra lagaboða, en
lög sinnar eigin þjóðar, lög sinn-
ar ættartrúar virti hann að vett-
ugi, hvenær sem hagsmunir
hans sjálfs kröfðust þess.
Hnarreistur og angandi af
fiskiiykt kom hann heim og
heimtaði mat og drakk í botn
af vínkrúsinni.
„Veiddirðu vel í dag, Simon?“
kom fyrir að Ester spurði hann.
„Gæti verið betra og gæti
líka verið verra. Ég reif eitt af
þessum bölvuðu netum, og
verð því að gera við það á
morgun.“
„En Simon,“ gat verið að ég
segði, „á morgun er helgidagur.“
„Helgidagur eða ekki helgi-
dagur, við netið verður að
gera.“
Svo átti hann til að horfa
slóttuglega á mig, skella á lær-
ið og öskra af hlátri.
„Að reyna að bjarga sál
minni, ha? Hún er þegar for-
dæmd, éins og ég hef oft sagt
þér.“
„Það er enginn vafi á því,“
var ég vön að segja hranalega,
því að ég vissi, að hann hafði
hvort sem er engar áhyggjur af
því.
Þegar Ester, ástkær dóttir
mín dó, var Simon ekki lengur
sami glaðlyndi, hláturmildi mað-
urinn og áður. önuglyndur og
skuggalegur rak hann sjálfan
sig og menn sína áfram, en við
mig var hann alltaf blíðlegur.
Sorgin hafði fært okkur nær
hvort öðru og bundið okkur
sterkari böndum. Hann vildi
ekki heyra á það minnzt að ég
færi.
„Hver mundi þá,“ hrópaði
hann, „elda fyrir mig? Eða
halda húsinu hréinu og annast
gesti mína?“ Skegg hans hríst-
ist upp og niður af vandlætingu,
og ég varð kyrr.
En um þær mundir hafði enn
einn spámaðurinn risið upp og
eftir öllum fregnum að dæma
hafði hann þegar eyðilagt jafn-
vel fleiri líf en fyrirrennarar
hans. öldiungamir höfðu á hon-
um illan bifur, en Rómverjamir
skiptu sér ekkert af honum, að
minnsta kosti um stundarsakir.
Ég verð að segja það, að ég hafði
engan áhuga á umferðaprédik-
urum og orðrómurinn sagði, að
þessi væri sérvitringur. Hann
hafði ekki haft nein áhrif á okk-
ar líf, fyrr en Simon kom dag
nokkum heim, sótrauður af
reiði.
Hann kastaði sér niður í sæt-
ið og ýtti um leið vínkrúsinni
niður af borðinu svo hún möl-
brotnaði á gólfinu. Hann skipti
sér ekkert af óhreinindunum og
starði illilega á brotin, meðan
hann sló fingrunum óþolinmóð-
lega í borðið.
Ég setti í flýti matinn fyrir
framan hann.
„Komdu að borða,“ sagði ég,
Hann ýtti matnum frá sér,
einblíndi á mig og hrópaði:
„Þetta er svívirðing! Þetta
eru galdrar!"
Hann sló hnefanum í lófa sér,
svo ég hrökk við við skellinn. En
ég hafði vit á því að koma ekki
með neina athugasemd og beið.
„Það er prédikarinn,“ sagði
hann beiskfega, „hann veldur
óróa meðal skipshafna minna —
þessi trésmiður frá Nasaret.“
„Ö, já,“ svaraði ég róandi.
„Nasaretmaðurinn. Hann veld-
ur mörgum áhyggjum, þar á
meðal prestunum."
„Fjandinn hirði prestana,"
sagði Simon hranalega.
Ég opnaði munninn til að
andmæla, en áður en ég kom
upp orði, bandaði hann mér frá
sér.
„Vertu róleg, engan fyrirlest-
ur núna, ef þú vilt gjöra svo vel.
Þetta er alvarlegt mál.“
Ég reyndi að bæla niður
hneykslim mína. Fjandinn hirði
prestana! Fyrr mátti nú vera.
Ég er næstum viss um að sád
Simonar mundi lenda í eldum
Vítis.
„Hvað,“ spurði ég kuldalega,
„koma galdrar þessum trésmið
við?“
„Hann gerir kraftaverk, er
mér sagt.“
„Ég hef heyrt það, en trúi
því ekki. Ég trúi ekki falsspá-
mönnum ...“
„Ó, þegiðu. Hættu að þylja
úr Ritningunni." En svo sneri
hann sér að mér og sagði iðr-
andi: „Fyrirgefðu, Rebekka.
Langar þig til að heyra um
þetta?“
„Ég hlusta."
„Það var Jakob sem sagði
mér þessa sögu. Hann var við
brúðkaup í Kana. Það var frek-
ar fátækt fólk, sem hélt veizl-
una — átti ekkert vín. Þá skip-
aði þessi prédikari þjómmum
Framhald á bls. 61.
VIKAN 35