Vikan


Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 42

Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 42
Þrívíddarkíkirinn „VIEW- MASTER" (Steroscope) hefur farið sigurför um víða veröld og náð miklum vinsældum hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Myndirnar í „View-Master“ eru í eðlilegum litum og sjást í ,,þremur víddum“, þ. e. hlutirnir í myndunum skiljast hver frá öðrum og í þeim verða fjarlægð ir auðveldlega greindar. Vér getum sent til þeirra, er þess óska, skrá yfir þær mynd- ir, sem til eru hverju sinni, en jafnan er fyrirliggjandi hjá oss fjölbreytt úrval mynda frá flest- um löndum heims, auk mikils úrvals ævintýramynda fyrir börn. „View-Master“-kíkir kr. 149.00 1 myndasería (3 hjól) 21 mynd kr. 75.00. Sendum gegn póstkröfu. lians Petersen lit'. Bankastræti 4 — Sími 2-03-13 augnabilk, en mér tókst með herkj- um að halda honum í skefjum. Ég- hrópaði eins hátt og ég gat, en lík- lega hefur það hljóð ekki heyrzt langt. Það var líka tilgangslaust í þessu veðri, því ekkert hljóð frá mannlegum barka mundi geta yfir- gnæft veðurgnýinn og ölduskvamp- ið. Ég sá að Ijósið iýsti upp sjóinn allt í kringum mig, og loks beindist það að mér aftur, og hélst þar augna- blik. Ég skildi að þeir höfðu íundið mig, hverjir sem þeir væru, en það var hægara sagt en gert að halda kastljósi stöðugu á smábletti eins og ástatt var. Ljósið færðist hægt nær og nær, og loks sá ég bátinn og þekkti hann. Þarna var kominn vélbáturinn Fróði, sem hafði Iegið við bryggju á Ólafs- vík fyrr um kvöldið. Ef til vill var ekki öil von úti enn. Kannski mundi ég bjargast eft- ir allt saman. Báturinn kom nær og nær og kast- aðist til og frá á öldunum. Það var sýnilegt að þarna voru sjómenn um borð, sem kunnu sín handaverk, og voru ekki hræddir við að leggja í áhættuna við að bjarga félaga sínum frá drukknun. Þeir sigldu Fróða nær og nær skerinu, milli siglutoppanna á Orra í 12 vindstiga veðri, svo nákvæmlega að hvergi skeikaði, jafnvel þótt aðeins forsiglan væri sýnileg upp úr sjónum. Það hefur ekki miklu munað að þeir rækjust á stýrishúsið, sem var í kafi rétt undir yfirborðinu, skerið sem var nokkrum metrum framar, eða hitt siglutréð á Orra nokkrum metrum aftar. Þetta vissu þeir eins vel og ég, en lögðu líf sín og bátinn í hættu, til að reyna að bjarga mér. Stefnið á Fróða rakst snöggvast á siglutréð, sem ég var bundinn við, og því réði tilviljun eða æðri máttar- völd, að ég var einmitt þá hinum megin við mastrið. Annars hefði ég kramizt til bana þama í sjónum. En hver tilviljunin rak aðra mér til bjargar. Ég var orðinn svo máttvana, að ég gat ekki losað mig frá siglunni þótt ég vildi, enda hafði ég auðvitað engan hníf handbæran til að skera mig lausan. Ég gat ekki gripið lín- una, sem þeir köstuðu til mín, og hefði heldur ekki getað haldið henni, þótt ég hefði náð henni. Tilviljunin réði því að liún flæktist utan um hægri höndina í mér og festist þar. Nú réðu augnablikin lífi mínu. Tveir menn um borð í Fróða tog- uðu eins og þeir gátu í línuna, en ekkert dugði, því ég var bundinn það fast. Eftir þessu man ég, en líklega hef ég misst meðvitund um þetta leyti. Ég man mjög greinilega að ég sá einkennilegan, skæran bjarma fyrir augunura, og fannst mér það þægi- legt. Mig hefur þá grunað að ég væri að missa meðvitundina, því ég hugs- aði mér að passa nú vel að drekka ekki sjó svo lengi sem ég gæti. Svo varð allt svart fyrir augum mér, — og það voru miklar kvalir. Næst man ég að mér fannst ég vcra kominn um borð í Fróða. Ég gekk hægt um þilfarið og skoðaði ofan í stampana og fylgdist með öllu um borð. Þá heyrði ég að kallað var: „Takið þið þrír á, strákar.“ Ég leit þá út fyrir borðstokkinn og sá að þeir voru að draga einhverja druslu um borð. Þegar þetta kom nær, sá ég að þetta var ég sjálfur. Þessu atviki gleymi ég aldrei. Síðar vissi ég að þeim hafði heppn- azt að toga mig upp úr bandinu, sem ég var festur með við siglutréð, og þegar ég var tekinn um borð var ég meðvitundarlaus." —O— Strax og menn urðu varir við það í landi að Orri var farinn að reka, var hafinn undirbúningur til björg- unar. Félagar Þórðar flýttu sér um borð í Fróða og fóru á honum ásamt skipshöfn hans til að leita að Orra og Þórði, sem þeir vissu að var um borð. Þeir leituðu langt og lengi vestur með landi og allt vestur að Rifi, en þar fengu þeir ’ vitneskju um það frá öðrum báti, hvar Orri var strandaður, því Ijósin frá bátn- um höfðu sézt úr landi. í landi höfðu þeir gert ítrekaðar tilraunir til að skjóta línu til Þórðar, en árangurslaust, enda varð hann aldrei var við þær tilraunir. Skip- verjar á Fróða vissu að sjálfsögðu alveg hvar skerið var, sigldu beint þangað og komu strax auga á Þórð með leitarljósum sínum, — ekki sízt vegna þess að hann var í gulum stakki. Þórður fékk miklar kvalir í útlim- ina, þegar líf var að færast í þá aftur. Hann lá lengi rúmfastur, en hefur nú náð sér furðanlega, eða svo vel sem von er til. Hann er samt ennþá tilfinningarlaus í fótum og veit ekki hvort honum er heitt eða kalt, og gæti brennt sig án þess að verða þess var. Samt eru fætur hans oftast ískaldir þegar komið er við þá, enda gengur hann í sokkum úr tófuskinni þegar kaldast er, og snúa hárin inn. Hann á heima að Dag- verðará undir Jökli og stundar það- an sjóinn á litlum trillubát, sem hann á sjálfur. „Það er fallegt undir Jökli,“ segir Þórður, „og þar er einhver ókenni- legur kraftur í landslaginu, sem fær mann til að gleyma öllum áhyggjum. Þar eru hraustir karlar — Jöklarar — og þar eru líka draugar og for- ynjur, álfar og huldufólk. Þar er mesta náttúrufegurð landsins, bæði blíð og hrikaleg, jafnt á nóttu, sem degi. Ekki sízt á nóttunni, þegar tungl- ið veður í skýjum og norðurljós- in tindra um himininn. Þá er traman að vera úti í náttúrunni, dást að litbrigðum hennar, finna afl hennar og mikilleik, heyra fuglana tala ... Þar vil ég lifa ... og þar vil ég deyja.“ G.K. Á leið um landið helga. Framhald af bls. 30. suðurs; farnir sneiðingar og beygj- ur utan í hlíðum og yfir hryggi. Vegurinn er breiður og malbikaður. Hvergi komum við á svo frumstæð- an afkima, að nein hliðstæða fyndist þar við íslenzka vegi. Það er ekki farið hina fornu leið á milli Jerúsalem og Bethlehem. Hún er vestar, þar sem nú er ísrael. Við sjáum til landamæranna; þar eru lágir múrveggir og gaddavírs- girðingar. Minna má ekki gagn gera. Mikil eyðimörk er þetta land, þyrst í vökvun undir sífelldri sól og blá- um himni. Þyrrkingslegir runnar á víð og dreif, gisin olívutré með dökk- grænar krónur. Annars er allt föl- grátt. Það hafa verið hlaðnir stallar í hlíðarnar úr hvítum steinum til varnar því, að leirinn hripi niður í dalbotna, þegar regnið lætur þetta land njóta blessunar sinnar. Eftir því að dæma er einhver ræktun á þessum stöllum. Fljótt á litið sýnist það hreint undur, að hægt skuli vera að nýta þetta land til einhvers. Og draga fram lífið. En þess ber að minnast, að við erum hér á þeim tíma, sem landið er hvað skrældast eftir sumarhitana. Það mundi vera ámóta við það að líta yfir íslenzkar byggðir í febrúarmánuði. Og dæma þær eftir því. Nokkur byggð er þarna milli borganna, lágir og leirsmurðir stein- kofar. Við mætum Araba ríðandi á svo litlum asna, að fætur hans dragast, en hann teymir aftur á móti undir konu sinni, sem situr á úlfalda, liðlega helmingi hærra. Oneitanlega dálítið brosleg sjón, en verður hversdagsleg á þessum slóð- um. Nokkrar svartklæddar konur verða á vegi okkar. Þær hafa verið að snapa eftir eldivið utan með veginum og eru með byrðina á höfð- inu, andlit þeirra sólbrennd eins og landið. Og nær Bethlehem: Bak- svipur tveggja virðulegra kvenna með leirkrukkur á höfði. Þær teyma asna með klyfjum, en á eftir ganga börnin, berfætt í ryki vegarins; einnig þau bera krukkur á höfði. í Bethlehem eru engin háhýsi, Fæðingarkirkjan er hæst og gnæfir yfir. Annars eru húsin í ætt við landslagið, líkt og vaxin út úr nátt- úrunni. Þannig hefur Bethlehem litið út frá því löngu fyrir daga Krists. Og þannig hefur hún birzt fátæku ferðafólki norðan úr Galíleu, sem gerði ferð sína suður þangað fyrir 1962 árum. Þau höfðu fengið boð um að láta skrásetjast. Og Jósef hefur lagt á asnann og teymt undir Maríu, því hún var þunguð. Þetta ferðalag hefur tekið talsverð- an tíma þótt leiðin sé ekki ýkja löng. Þau hafa mjakazt áfram, blá- fetið, eftir krókóttum stígum. Fá- tæklega búin og líklega hefur nest- ið ekki verið ríkmannlegt heldur. Á þessum slóðum voru þau næstum í áfangastað, þátttakendur í upp- hafi mikillar sögu. Mælt er, að María hafi hvílzt við brunn einn í námunda við Bethlehem og svalað þorsta sínum. Sá brunnur er nú kenndur við vitringana frá Austur- löndum. Þar stóðu tveir virðulegir úlfaldar og horfðu í norður. Ég geri ráð fyrir að flestir hafi einhverja hugmynd um Bethlehem, hvemig hún lítur út. Þó ekki væri nema af jólakortum. Eftir því sem mig minnir, gera þau of mikið úr blómum og trjágróðri. Þrátt fyrir einstaka olívutré er Júdea næstum því eins dásamlega trjáviðarlaus og ísland. Samt eru litirnir ólíkir. Rétt eins og allt hafi nýlega verið brennt í ofni. Ég hefði gjarnan vilj- að vera þarna á ferð að næturlagi. Á stjörnubjartri nótt. Ég get ímynd- að mér, að þá sé fegurst aðkoma til Bethlehem. Vissuð þið, að Bethlehem þýðir brauðhús. Kannski var það upp- hafið að þessari byggð. Og þarna fæddist Davíð, hjarðsveinninn og hörpuleikarinn, sem átti það fyrir sér að vera ástsælast skáld og konungur þjóðarinnar. Þess vegna er Bethlehem kölluð borg Davíðs. Og Jósef og María, þau voru af húsi og kynþætti Davíðs eftir því sem heilög ritning segir. Því skyldu þau fara til Bethlehem og láta skrá- setjast þar. Það hafði gengið út boð frá sjálfum Ágústusi keisara 42 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.