Vikan


Vikan - 06.12.1962, Page 45

Vikan - 06.12.1962, Page 45
sem vitjað hafa staðarins. Þessi kapella er ekki stór. í mesta lagi 40 fermetrar. Og 2—3 metrar undir loft. Birtan er mild af skini ótal kerta, sem standa í háum stjökum og niður úr loftinu hanga flúruð ljósker. Allt gjafir frá kirkjum og kirkjudeildum. Veggir eru tjaldað- ir dúkum, þungum og flúruðum og það sér hvergi í stein. Við stað- næmdumst þarna, gagntekin af há- tíðleik stundarinnar eins og börn sem horfa á jólatré. Svo gengum við fram fyrir stjörnuna undir altarinu. Hún skín þar með lát- lausri fegurð, stór silfurstjarna í gólfinu. Greypt ofan í marmarann á þeim stað, sem arfsögnin telur, að María hafi fætt son sinn frum- getinn. Og undir henni orðin: Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est. Hér fæddist Jesús Kristur af Maríu mey. Þarna er líka þröng hliðarstúka, öll þakin marmara. Þarna á jatan að hafa staðið og þar er altari, helgað vitringunum þrem. Nú gefur þetta að sjálfsögðu ekki hugmynd um jötu og kannski verður einhver fyrir vonbrigðum, sem heldur að hann geti litið sviðið eins og það var nóttina helgu. Ekki held ég, að neinn úr okkar hópi hafi flutt þá hugmynd með sér. Ég sá ekki betur en, að allir nytu þessarar stundar. Kannski hugsar maður með sér: Skyldi ég eiga eftir að koma hingað aftur, — eða verður þetta í eina og síðasta skipið. Svo fletti Ingólfur fararstjóri upp á jólaguðspjallinu og las. Þessi orð, sem fylla flesta kristna menn lotningu, hvort heldur þeir hlýða á þau í stofunni heima hjá sér eða í kirkju á jólunum, þau urðu svo sterk og ljóslifandi þarna. Mér varð ljóst, að ég mundi sjá fyrir mér kapelluna og stjörnuna í gólf- inu hvenær sem ég heyrði þau aftur. Og ekki aðeins það, heldur Bethle- hem með þröngum götum og lág- reistum húsum. Svo sungum við öll saman jóla- sálminn „í Bethlehem er barn oss fætt“ áður en við yfirgæfum stað- inn. ★ Ég geng út í sólskinið að nýju og niður í þrönga hliðargötu út frá torginu við kirkjuna. Hér er allt svo yndislega smátt í sniðum. Furðulegt að nútíma túrismi skuli ekki hafa unnið hér skemmdar- verk. Þess sjást ekki nein merki. Allt er upprunalegt, en um leið frumstætt. Það er kannski óviður- kvæmileg óskhyggja að vilja hafa það þannig. Þetta fólk á vitaskuld skilið betri föt og veglegri bústaði. Jafnvel skótau. En þá er þetta ekki lengur sú Bethlehem, sem minnir á daga Krists. Nú er spurningin að- eins: Hversu lengi verður því forð- að, að sú alþjóðlega menningarflóð- alda, sem allt sléttar út, hvolfist einnig yfir þessa staði. Meðan ég hugleiði þetta svífa að mér nokkrir prangarar. Sveedish? Svenska kronor? Nei, ég var ekki sænskur. Og labbaði áfram. English pounds? Krúsifix, vindlingaveski úr olívutré, asnar úr leðri? Aðeins nokkra pjastra. Þeir lifa á minjagripasölu í Bethlehem. Og þurfa kannski ekki svo mjög mikið til þess að geta lifað. Gera ekki sömu kröfur til lífs- gæða og við á norðurhjara heims. Einhver sagði, að sextán þúsund manns væru í borginni, nálega allt Arabar. En þeir eru vmdantekning að því leyti, að flestallir eru kristn- I ir. Ég var að reyna að taka eftir því, hvort ég sæi einhvern mun á I framkomu fólksins, en varla get ég I sagt, að ég yrði þess var. Þó hitti ég einn mjög geðfelldan kaupmann þarna á götunni, sem langaði til þess að fá sent, sem ég skrifaði um Bethlehem. Hann gaf mér þurrkuð blóm og bað mig að færa konunni minni frá sér. Og heimilisfangið vildi hann fá líka. Hann mundi I senda konunni smávegis jólagjöf. Það er alltaf gaman að hitta svona menn. Það verður eins og bjartara yfir minningunni um staðinn fyrir vikið. Og neðar í brekkunni: Tvær kon- ur sem hnoðuðu brauðdeig á steini. Þeim var sama um myndavélina; hafa líklega verið kristnar. Svo kom einn síðhempumaður með dúkað höfuð og tíu ær á hæla honum. Allar með upphafinn virðuleikasvip. Því- líkt götulíf. Við báðum bílstjórann að nema staðar í hlíðinni utan við Bethle- hem. Þaðan blasti hún við þessi helga borg, undir hádegissól. En ut- an við hana: Óbyggðir vellir þar sem hirðar gæta fjár í haga og hafa langa stafi í höndum. Úlfaldarnir við brunn vitringanna voru þar enn og héldu áfram að horfa í norður. ★ Aftur í Jerúsalem og nú líður að lokum. Nokkrar frúr fóru að leita að verzlunum. En þær fundu ekki skó. Og ekki töskur heldur. Það er gengið í nýjar götur: Kannski pr eitthvað nýtt þar. Sumt er fest í minni, sumt á filmum. Maður drekkur í sig mynd þess- ara staða og varðveitir andrúmsloft þeirra með sjálfum sér. Og aðra mynd geymi ég, sem varð á vegi okkar á leiðinni út á flugvöllinn: Hverfi nýrra og glæstra einbýlis- húsa, tígulegri og sýnu íburðar- meiri en til eru í Laugarásnum hjá okkur. Það er misskipt mannanna láni í Jerúsalem eins og víðar. Jerúsalem er ekki þess konar borg, að maður gleymi svipmóti hennar og úfcliti. Hún hlýtur að standa ljóslífandi í minningu allra, sem þangað hafa komið. Þó er þar afskaplega lítið um fegurð, ekkert glaðvært borgarlíf, engir breiðir búlevarðar. Þvert á móti; þorgin hímir í kös. Það er eins og húsin snúi bökum saman, tilbúin að hrinda áhlaupi. Við hvert einasta fótmál eru sögulegar minjar, óþrot- legur brunnur fyrir þann, sem nógu vel er að sér í heilagri ritningu og sögu almennt. Við fundum víst flest til þess að vera ekki harðari af okk- ur í þessum fræðum, en það bætti ótrúlega mikið úr vankunnáttu okk- ar, að fróðir leiðsögumenn voru með á öllum skoðunarferðum. Undir- búningur Ferðafél. Útsýnar fyr- ir þessa ferð, hefur verið framúr- skarandi; hvert smáatriði stóðst, sem lofað hafði verið og fararstjóm Ing- ójfs Guðbrandssonar er fyrirmynd. Við lítum Jerúsalem úr lofti eins og svipmynd, sem líður hjá, því Gullfaxi er fljótur í ferðum. Nú er ferðinni heitið til Cairo ofar nökt- um fjöllum og sólbrunnum eyði- mörkum. En frá því segi ég síðar. e& Næsta grein: MANNLÍF f MIKLA- GARÐI birtist í Vikunni 20. des. PRALON-PEYSAN er framleidd úr undraefninu PBALON í eftirtöldum litum: brúnsprengt, græn- sprengt, ljósblátt og hyítt. Er væntanleg í verzlanir næstu daga, HEILDVERZLUN. Þórhallur Sigurjónsson Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 og 20920. i’ j VIKAN 45« i í JACKIE bolpeysan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.