Vikan - 06.12.1962, Qupperneq 48
Klúbbblað fyrir böm og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
|ólaskraut
Halló!
Hér hangir „einn af
átján" á diskbarmin-
um“.
Við kölium á alla drengi — og telpur, sem eiga laufsög! Nú er
tækifæri að beita henni fyrir jólin. Við birtum hér, — undir les-
málinu, skemmtilega teikningu af jólasveini, sem er þeim hæfileikum
gæddur, að geta hangið á diskbarmi, ávaxtaskál, eða öðru skálalaga
íláti og vonum að hann verði jafnvinsæll hér og meðal imglinga
nágrannaþjóðanna.
Teiknaðu jólasvéininn á gagnsæjan pappír og síðan á 5—6 mm
krossvið. Þegar útsögun er lokið, er yfirborð og brúnir slípað vand-
lega með fínum sandpappír. Næst er svo að mála sveininn. Húfuna
og sokkana er sjálfsagt að hafa rauða. Peysa og hosur geta verið
í gráum Iit, en buxur grænar eða brúnar.
Skerið með hníf, eftir línum sem skipta litaflötum, svo litimir
renni ékki saman, þegar málað er. Gljúpur viður drekkur oft litina
í sig um of, svo litimir njóta sín ekki til fulls. Gott ráð við þessu,
er að strjúka yfir viðinn með ilmvatni, blönduðu með svolitlu af zink-
hvítu. Þegar þessi yfirferð hefur þomað er málað með litunum.
j
SENN KOMA JOLIN
Þið kunnið sennilega flest að gera kramarhús,
en auðveldast er að gera snið af þeim eftir hring-
laga íláti, en úr slíku sniði fær maður efni í 3—4
kramarhús. Einu sinni voru þau eingöngu notuð
undir sælgæti og þess háttar og héngu á flestum
jólatrjám, ásamt riðuðu pokunum og hér sést^ á
mynd 2, hvernig þau eru límd saman á misvíxl
og hankinn límdur við. En við getum notað þau
á annan veg.
Hér er t. d. jólatré, sem gert er úr kramarhúsi
og löngum renning, sem límdur er utan um, en
er klipptur fyrst eins og myndin sýnir. Við
getum líka gert skemmtilega jólasveina úr þeim.
Teikning af þeim kemur fyrir jólin. En hér á
síðunni er ýmislegt fleira, sem gaman er að gera
fyrir jólin. Sjáðu skemmtilega jóiapokann, á mynd
3. Smækkuð teikning af honum er sýnd undir
hankanum. — Jólapokinn á 4. mynd, er gerður
úr hringlaga pappír, sem klipptur er í tvennt. Gerðu
tvö stykki, í mismunandi litum, þá færðu efni
í tvo tvílita poka. Og nú komum við að mynd
nr. 1. Þessi skrautljósker eru ljómandi falleg og
prýði á hverju jólatré.
Þegar búið er að klippa raufar upp í tvöfalda
renninginn (ca. 12 cm langan) eru endamir límd-
ir saman, hankinn límdur við og renningur í öðr-
um lit, límdur utan um ljóskerið að ofan og neð-
an. Hæð þess má vera um 8 cm.
Og svo er hér að lokum teikning af jólasveini,
sem telpurnar geta gert á svipstundu, úr gamaf-
göngum. Smá hönk er vafin utan um þrjá fingur
og hnýtt utan um, þar sem háls og mitti á að
vera, en hönkinni skipt að neðan og tveir fætur
gerðir. Handleggir eru gerðir úr annarri hönk,
styttri og efnisminni, og henni stungið í gegnum
skrokkinn. Húfan er gerð úr taui — eða pappír
(og hér getum við enn einu sinni notað kramar-
húsið). Skeggið er bómullarhnoðri.
Já, við vonum að þú hafir næg verkefni næstu
kvöld — og fleiri verkefni koma í næstu blöðum.
Jólin nálgast óðfluga (þó ykkur finnist tíminn
lengi að líða fyrir jólin). Geymdu ekki allan
undirbúning til síðustu stundar. ★
VEIZTU--------------?
að höggormurinn getur synt?
að skip það sem Roald Amundsen notaði í norð-
urhöfum hét Gjöa?
að omnibus (nafn á strætisvögnum á Norðurlönd-
um) þýðir: Handa öllum?
að Ra, er gamalt nafn á sólguði Egypta?
að Snorri Sturluson var drepinn árið 1241?
að frelsisstyttan í New York er 46 metra há (með
fótstalli 92 metrar)?
að Kristján IV., réði lengst allra ríkjum í Noregi,
eða í 60 ár?
að hrafnar Óðins hétu Huginn og Muninn?
að fagott, er blásturshljóðfæri?
43 VIKAN