Vikan - 06.12.1962, Page 52
raijij.JtU AQTO ETE
Fullkomlega sjálívirk myndavél með raf-
auga. — Engin önnur myndavél í þessum
verðflokki býður upp á þetta þrennt:
1. Fullkomlega sjálfvirk á hvaða hraða
sem þér kjósið og hvaða lýsingu
sem er.
2. Sjálfvirk „flash“-innstilling, engar
formúlur né útreikningar.
3. í þriðja lagi getið þér innstillt
Olympus Auto Eye myndavélina að
vild ef t. d. um vandasama tæknilega
myndatöku er að ræða.
Olympus Auto Eye er framleidd af
einni fullkomnustu Ijósmyndaverksmiðju
Japans:
OLYMPUS OPTICAL CO., LTD., Tokyo.
Innflytjendur: í S A L D A sf.
Pósthólf 1075. —
Sími 24119.
Reykjavík.
i
Fuglarnir ... Frh.
uð. Skömmu fyrir andlát sitt ánafn-
aði hann svo föður minum bókina;
mun bæði hafa treyst honum manna
bezt að varðveita hana og talið hann
hafa öðrum fremur til hennar
unnið“.
„Sigurbjörg, eiginkona Jóns, var
honum meir en áratug yngri og ólík
honum um flest. •— Hjónaband
þeirra átti sér allundarlegan að-
draganda — broslegan, mundi okk-
ur finnast nú, en aldrei vissi ég það
haft að hlátursefni þar í sveit í mín-
um uppvexti. Ekki svo að skilja
að það væri látið liggja í láginni.
En þá var þessháttar kallað forlög,
og fólk bar lotningu fyrir forlögun-
um í þann tíð, jafnvel stórlundaðir
mektarbændur, sem annars báru
ekki lotpingu fyrir neinu eða nein-
um, að guði ekki undanskildum.
Kannski hafa þau líka verið þarna
að verki. Kannski eru það þau sem
ráða, þegar það, sem virðist smá-
vægileg hending gerbreytir öllu fyr-
ir manni? Ekki veit ég það ... að
minnsta kosti ekki þegar ég sit
hérna við skrifborð mitt og þarf
ekki að hafa neinar áhyggjur af
stólræðunum framar“.
„En látum það liggja milli hluta
og söguna hafa sinn gang. Sigfús
gamli í Skörðum var talinn með
grónustu bændum í sveitinni. Lá
og það orð á, að hann héldi fast að
sínu. Og Jón var einbirni. Hann
var snemma hlédrægur og sérsinna
og heldur mun hann hafa verið
uppburðarlítill við konur, annars er
ólíklegt að hann hefði ekki kvænzt
fyrr en á fertugsaldri. Þær voru
ekki að setja það fyrir sig í þann
tíð, heimasæturnar, þó að biðillinn
væri hvorki mikill fyrir mann að
sjá né mikill fyrir sér, væri hann
á annað borð vel efnum búinn. Og
þó aldrei nema það orð lægi á Jóni,
að hann væri sérvitur í meira lagi,
dundaði jafnvel við skriftir og
ámóta hégilju á síðkvöldum, hefðu
þær varla látið það aftra sér að
setjast í búið í Skörðum, ef þeim
hefði staðið það til boða. En hvað
sem gerði, þá bjó Jón Sigfússon
um árabil með móður sinni, að föður
sínum látnum. Hún var fyrirmynd-
ar og gæðakona, Jórunn í Skörð-
um. Hljóðlát og hógvær, en gat
verið föst fyrir ef því var að skipta.
Það var haft fyrir satt, að alltaf
færi Sigfús gamli að orðum henn-
ar, þegar þún vildi ráða og þætti
'•;jl vel gefast, enda margra mál að hún
' ' vissi fleira fyrir en skipströndin við
Isandinn".
„Ekki voru þau heldur í neinum
vafa um það, hjúin í Skörðum, að
einhver illur beygur hefði sótt að
Jórunni, þorramorguninn sem Jón
slóst í för með nágrönnunum á
stranduppboð, sem fram skyldi fara
þann dag á sandinum austan Kvísl-
ar, eins og það er kallað. Ekki latti
hún hann þó, enda bezta veður,
skafheiðríkja, frost allhart að vísu
en ekki til meins vel búnum og full-
frískum karlmönnum. En þung var
hún á brúnina venju fremur og fá
í svörum, og ekki með hýrri há þann
dag allan, að því er hjúin sögðu.
Því kynlegra þótti þeim að ekki sást
henni bregða, þegar nágrannamir
riðu heim túnið um kvöldið og Jón
var ekki í fylgd með þeim. Þaggaði
hún meira að segja niður í fjósa-
karlinum, hálfgerðum kjána, sem
Hér eru tvær bridgeþrautir til þess að glíma við yfir jólin. Svörin
munu birtast í næsta blaði.
'6
♦
G-10
K-G-10-6
K-D-G-9
4, G-10-9
8-6-4-3-2
9
10-8-7-6-2
8-7
A a-k-d
v D-8-7-5-2
4« ekkert
* K-D-6-5-2
Suður á að vinna fimm lauf, gegn tígulkóngsútspili og hvaða vorn
* 5-4
ekkert
G-10-9-8
D-G-10
A 8-7
y A-3-2
ekkert
A-K-6-2
ekkert
D-G-10-9-8-7
ekkert
5-4-3
* G-10
y K-6-5-4
y ekkert
* 9-8-7
Hjarta er tromp. Suður á að spila út og fá tvo slagi gegn hvaða vöm
sem er.
52 VIKAN
bað guð almáttugan hástöfum að
hjálpa sér og húsbóndanum; mælti
þá á sinn hógværa hátt að engin
ástæða væri til að óttast um Jón,
hann hefði ekki orðið fyrir neinu
slysi -—• en bætti við og með nokkr-
um þunga: „Að minnsta kosti ekki
eins og þú munt hyggja, garmur-
inn“.
„Sannspá reyndist Jórunn þareíns:
og endranær. Nágrannarnir riðu íi
hlað, sumir góðglaðir og nokkrir-
háværir, því að vín hafði ekki skort
á strandstaðnum, og engin vanþörf
á að taka úr sér hrollinn í frostnepj-
unni. Höfðu þeir þá sögu að segja,.
að hestur Jóns, brúnhöttóttur
stólpagripur og hinn traustasti í
vötn að leggja, hnaut með hann í
Kvíslinni á heimleiðinni, en Jón
hraut fram af honum og á fjóra
fætur í helkalt jökulvatnið. Þótt
ekki færi verr, þar eð Kvíslin, sem
er skaðræðisvatnsfall vor og sumar,
var nú ekki nema smáspræna, þótti
þeim ekki viðlit að hann héldi
áfram ferðinni lengra en brýnasta
nauðsyn krafði, holdvotur í bruna-
gaddi, enda setti brátt að honum
hroll. Sem betur fór var líka
skammt á bæ, og þar skildu grann-
arnir Jón eftir, ásamt kútholu með
frönsku messuvíni, og töldu að það'
mundi taka úr honum harollinn“.
„Þegar þar var komið söigu þeirra.
gekk Jórunn inn í bæ, án þess aði
bjóða þejan nágrönnumum að stígai
af baki eða. mijmdst á góðgerðir;,
kvaddi þá ekkj einu sinni. Var það'
ólíkt henni, og mun þeim hafa fund-
izt að muna mættu þeir meiri gest-
risni í Skörðum, er þeir riðu úr-
hlaði. Sat Jórunn síðan á rúmi sinu
alla kvöldvökuna, prjónaði af kappii
og yrti ekki á neinn að fyrra bragði1,,
en svaraði fáu og þó góðlátlega, ef
eitthvert hjúanna talaði til hennar“„
„Ekki var það nein nýlunda að
hrakta gesti bæri að garði í kot-
inu við Kvíslina, því að margur
komst í hann krappann, þegar hún
var í þeim hamnum. Og þótt hjón-
in þar væru bláfátæk og húsakynnin
þröng og hrörleg, jafnvel eftir því
sem þá tíðkaðist, var gestrisni og
öll aðhlynning þar víðrómuð. Fáir
höfðu þó leitað þar skjóls jafn illa
á sig komnir og Jón bóndi í Skörð-
um var í þetta skiptið, enda ærið
tilefni og maðurinn aldrei við garp-
skap kenndur. Voru föt hans öll
gaddfreðin af honum dregin og
hann háttaður ofan í rúm. Skalf
hann þá svo ákaflega, að halda varð
að honum sængurfötum og hafa
spónskaft í munni honum, að hann
ekki skaðbiti í sér tunguna, en engu
varð ofan í hann komið, hvorki fló-
aðri mjólk né því franska messu-
víni. Setti nú mikinn ótta að hús-
ráðendum og heimilisfólki, því að
ekert var líklegra en að heiptug
lungnabólga gripi gestinn þá og
þegar, fyrst honum varð ekki yljað
innvortis, og væri honum þá bráður
bani búinn“.
„Dóttur áttu þau hjón gjafvaxta, ,
fríða sýnum og föngulega. Var hún
furðu dökk á brún og brá, augun
snör og leiftrandi og svo heitt til-
litið, að einsætt þótti að suðrænt
blóð hefði einhvers staðar runnið í
ættir hennar, þótt ekki yrði það
sannað af kirkjubókum. Hafði hún
verið tilkvödd að halda spónblaðinu
milli tanna Jóni og rann mjög til
rifja öll raun mannsins. Og þó hún
væri ekki ein um það, var það hún
ein sem kimni ráð þegar hvorki
flóaðri mjólkinni né messuvíninu