Vikan


Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 54

Vikan - 06.12.1962, Blaðsíða 54
á því. Allir, sem til þekktu í Skörð- um’ voru á einu máli um að ást- ríkí mikið tækist með þeim hjón- um, og þó öllu heitara og innilegra af ' Sigurbjargar hálfu. Virtist það henni svo rik metnaðarsök að á bar, að gera veg bónda síns sem mestan á heimilinu, og þótti hjú- unum sem þau mundu seint geta auðsýnt honum alla þá virðingu, sem henni þótti hann verður. Hitt duldist ekki heldur, að hún vildi sitja ein að honum, því að hún þoldi ekki að hann sýndi nokkrum öðrum alúð eða trúnað, og jafnvel ekki móður sinni, en þau mæðgin höfðu alltaf verið mjög samrýmd, eins og títt er um móður og einka- son. Gekk Sigurbjörg þar svo langt, að hún mátti ekki einu sinni af því vita, að Jón þægi ráð af Jórunni um hina hversdagslegustu hluti, en allir vissu að áður bar hann flest undir hana, og mat engin honum til minnkunar. Vafalaust hefur Jór- unn fundið sárt til þess undir niðri að vera þannig svipt syni sínum frekar en eðlilegt gat kallazt, eink- um er hún mátti ekki sýna honum neina xunhyggju, ekki einu sinni 54 VIKAN huga að skóm hans eða sokkaplögg- um. En hún var greind kona og raunsæ á eðli lífsins, og umburð- arlynd við öfgar þess og sýndi því tengdadóttur sinni sömu hógværð- ina og öðrum, og alla þá hjartahlýju sem hún kunni að taka, en ekki heldur neitt fram yfir það; og var því árekstralaust með þeim“. „Enn síður rættist sú hrakspáin, að erfiðlega mundi hinni ungu og lífsþyrstu konu að ganga að umbera sérvizku Jóns og dútl hans við penna og pappír fram á nætur. Kom ekki einu sinni til að á það reyndi, því að Jón bóndi virtist ekki síður fús í háttinn en hún. Fannst nú mörgum hann gerast djarfmannlegri í allri framkomu og eflast að sjálfs- trausti — ekki hvað sízt eftir að kona hans ól honum dóttur, þegar tæp þrjú misseri voru liðin frá brúðkaupinu. Var hún skírð María, því að hún var fædd á Maríumessu, og lét Sigurbjörg mjög í veðri vaka að Jón hefði ráðið nafngiftinni. Höfðu þó sumar grannkonurnar hana grunaða um það væri hennar ráð, til að komast hjá því að láta dótturina bera nafn Jórunnar, tengdamóður sinnar, og var ekki laust við að henni væri láð það nokkuð, því að bæði var Jórunn annáluð sómakona og nafnið löng- um giftudrjúgt í ættinni". „Ekki virtist það þó ætla að bitna á Maríu litlu, sem dafnaði vel, gerðist meira að segja svo bráð að öllum þroska að sumir töldu varla einleikið og hugðu, eins og þá var títt, að benti til þess að hún mundi ekki langlíf verða. Sér í lagi var fríðleika hennar við brugðið. Hafði hún hið dökka og framandlega yfir- bragð móður sinnar og leiftrandi augnatillit, en var að öðru leyti meir í föðurættina, grannvaxin og fíngerð og svipurinn hreinn og ein- lægur. Þangað brá henni líka um fas og framkomu, því að hún var hljóð og hlédræg og þó blíð í við- móti, en fljótt þótti sýnt, að ekki yrði hún allra og eins að hún mundi fara sínu fram, ef henni byði svo við að horfa. Mætti ætla að nú hefði ekkert á skort, heimilisham- ingjuna í Skörðum. En það fór á annan veg ...“ Framhald í næsta blaði. Frá heimslystum. Framhald af bls. 13. eins og voru einu sinni í tízku ■— en þegar til kom, vildi millinn að- eins tvo, en borgaði reikninginn upp á fjóra. Svo sendillinn vildi selja mér annan jakkann. Ég var tregur. Oh, come, buddy, sagði hann. Ef ég fer með þá aftur, græðir bara fyrirtækið, því millinn borgaði fjóra. Svo ég er engu að stela, þótt ég selji þér einn, við græðum báðir. Ég skal selja þér hann á hálfvirði. Hann kostar 14 dollara, þú færð hann á sjö. Og hann sýndi mér alla reikninga, bæði frá fyrirtækinu og auðkýfingnum. Og ég keypti helvít- is jakkann. En hann datt náttúrlega í sundur, um leið og ég fór í hann. Ég rimpaði hann saman og seldi hann seinna negra niðri í Suður- Ameríku. Þetta var svo æpandi. Síðan var þetta sama triks reynt þrisvar við mig, með reikninginn og öllu, en ég bara hló að þeim. Einu sinni stóð ég á Times Square og var að lesa ljósafréttirnar, þegar einn fósinn kemur og þrífur eitthvað -4 55 li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.