Vikan


Vikan - 06.12.1962, Síða 62

Vikan - 06.12.1962, Síða 62
© LOFTLEIÐIS LANDA MILLI £LLEFU ERLENDIR ÁFANGASTAÐIR CLpUDMASTER FLUGVÉLARNAR GÓÐKUNNU OG FYRIRGREIÐSLAN Á FLUGLEIÐUNUM TRYGG3A FARÞEGUM LOFTLEIÐA ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM „ „Farðu að sofa, Rebekka," tók hann fram í fyrir mér. „Ég vil ekki tala um það — ekki í kvöld.“ Nei, hann vildi ekki tala um það, aðeins hugsa um það. Fram og til baka gekk hann alla nóttina um gólfið. Alla nóttina hlustaði ég, þar til þreytan yfirbugaði mig. Næsta morgun var hann farinn. Hann hafði etið eina brauðskorpu, það var allt og sumt. „Hann kemur aftur í kvöld,“ reyndi ég að hughreysta sjálfa mig með. En Simon kom ekki þetta kvöld, og ekki það næsta eða þar næsta. Ég varð veik. Mig verkjaði í höf- uðið og þegar ég reyndi að borða, varð mér flökurt. Það gat verið hitasótt, hugsaði ég, en það gátu h líka verið áhyggjur, það var öllu •i. 62 VIKAN liklegra. Áhyggjur? Hvað var ég að nöldra? Líklega hafði Simon talið skipshafnir sínar á að koma aftur og nú hafði veiðzt vel. Eða kannski hafði komið leki að einum bátn- um. Kannski, kannski, kannski! Fjórðu nóttina eftir brottför Simonar svaf ég, en mjög óreglu- lega. Eina stundina var líkami minn heitur og kófsveittur, en aðra kaldur sem snjóar Libanons. Kval- irnar í höfðinu jukust. En loks, þrátt fyrir veikindin, varð mér ljóst, að ég varð að leita hans. Þessi fullvissa gaf mér kraft til að fara um morguninn niður að Galileuvatni. Ströndin var undar- lega auð, nema þar sat gamall mað- ur og gerði við net. Bátarnir voru dregnir upp á ströndina og þung stormský sveimuðu fyrir ofan. Þögnin var eins og mara. Ég slagaði til gamla mannsins. Hann pírði upp til mín og gömul augu þekktu mig. „Ertu að leita að Simoni?" spurði hann. „Já.“ „Þú finnur hann ekki. Hann er farinn.“ „Farinn?" hvíslaði ég hásri röddu. Hann hló. „Farinn með trésmiðnum." Hann hafði sagt þetta — sagt það, sem ég hafði vitað allan tímann. Ég sagði ekkert. „Ha, ha. Ég sá það allt,“ sagði hann flissandi. „Simon var að eiga við net, þegar Nasaretmaðurinn gekk framhjá. Hann stanzaði beint fyrir framan Simon. Fylgdu mér, sagði hann, ekkert annað. Og Simon kastaði öllu, sem hann var með í höndunum og fór. Þannig var það með Andrés. Það var eins og þeir væru ekki með sjálfum sér, ef þú vilt vita mína meiningu.“ „Ég spurði þig ekki,“ sagði ég hranalega og sneri mér frá honum. Hefði ég ekki verið svona máttlaus í hnjáliðunum, hefði ég hlaupið. Tárin fylltu augu mín og háls. Þau voru beisk eins og gall, og ég var reið. Mig verkjaði í hjartað. „Hann er ræfill,“ tautaði ég. „Að yfirgefa mig vegna — vegna þessa kjaftaskúms, þessa guðleysingja og falsspámanns, og láta mig ekki vita með einu orði.“ Ég byrjaði aftur að gráta. Hann hafði verið eiginmaður dóttur minn- ar. Hann var allt, sem ég átti eftir í þessari veröld, og ég, já, ég verð að viðurkenna það, ég var farin að elska hann sem minn eigin son — meira en Andrés, meira en alla aðra. Nú var komið ofsarok og þrum- urnar drundu allt í kringum mig. Regnið barðist á mér, svo ég varð blaut inn að skinni. Einhvern veg- inn gat ég staulazt heim. Ég hafði óþolandi kvalir í höfðinu og ég vissi, að ég hlaut að vera mjög veik. Þegar ég reyndi að drekka, skalf ég svo að vatnið komst ekki inn fyrir glamrandi tennurnar. Seinna lá ég á dýnunni minni og það var eins og rauðar bylgjur flæddu yfir höfuðið á mér. Ég gat séð dauðann, svartan og ormétinn, sitja hjá mér. Hann sló á gagn- augu mín með hnefunum og þef- urinn af honum gerði mér óglatt. Ég fann að ég var að falla inn í myrkrið, í svarta holu, þaðan, sem ég vissi að ég ætti aldrei aftur- kvæmt. Aður en ég næði botninum, greip mig einhver. Hann tók mig í fang sér og bar mig upp úr gryfjunni, upp í skínandi birtu. Ljúf hljóm- list fyllti vitund mína og kvalirnar hurfu úr líkama mínum, voru stroknar burt af fingrunum, sem snertu hönd mína. Ég opnaði augún. „Rebekka!“ sagði ókunni maður- inn. „Drottinn?" hvíslaði ég. Ekkert annað nafn hæfði honum. Hann brosti. Ásjóna hans var ó- lýsanleg, skínandi af ástúð og með- aumkvun, þrungin vizku og skiln- ingi. Friður fyllti huga minn — friður, sem var ofar öllum mann- legum skilningi. Mattheusarguðspjall, 8. kapítuli, 14.—15. vers: „Og er Jesús kom í hús Péturs, sá hann tengdamóður hans, er lá með sótthita. Og hann snart hönd henn- ar, og sótthitinn fór úr henni; og hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina.“ Samkvæmisleikir. Framhald af bls. 17. Að þræða nál á flösku. Setjið flösku á gólfið og setjizt á hana, þannig að stúturinn vísi fram á milli fótanna. Leggið síðan hælinn á vinstri fæti upp á tána á hægri fæti, og þræðið nál í þeirri stellingu. í þessu geta verið svo margir þátttakendur, sem verkast vill, og sá vinnur, sem getur þrætt sína nál í réttum stellingum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.