Vikan


Vikan - 24.01.1963, Síða 2

Vikan - 24.01.1963, Síða 2
f fullrí ulvöru VEL FARIÐ MEÐ SMYGLIÐ ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR Á ÍSLANDI. Athugiö, aö BRÉFASKÖLI SÍS kennir eftirfarandi lands- prófsgreinar: Islenzk málfræði, kennslugj. kr. 350.00. íslenzk bragfræöi, kennslugj. kr. 150.00. islenzk réttritun, kennslugj. kr. 350.00 Danska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 250.00. Danska II, kennslugj. kr. 300.00. Danska III, kennslugj. kr. 450.00. Enska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 350.00. Enska II, kennslugj. kr. 300.00. Reikningur, kennslugj. kr. 400.00. Algebra, kennslugj. kr. 300.00. Eðlisfræði, kennslugj. kr. 250.00. Ungiingar! Notið þetta einstaka tækifæri. ÚtfylliÖ seö- ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ V*insamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr._____________________ Nafn Heimilisfang Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS Það urðu margir fyrir vonbrigð- um með tóbakshlutaveltu Slysa- varnafélagsins í desember. Dráttur inn kostaði tíu krónur, og hvert númer var ávísun á einn pakka af sígarettum. Þar að auki var heil- mikið af núllum. Nú hefur líklega enginn séð eftir peningunum, þótt hann drægi núll. Hitt er svo annað mál, að margir urðu fyrir vonbrigðum með það, að ekki skyldi vera hægt að fá nema einn pakka í drætti. Ein tillaga kom fram í sambandi við endurskipu- lagningu á svona hlutaveltum, ef framhald verður á þeim, sem lík- legt má telja, sem vert er fyrir ráða- menn hlutaveltunnar að gefa gaum: Á þessari hlutaveltu á ekki að hafa nein núll. Hins vegar má selja dráttinn á allt að tuttugu krónur, því allt tóbakið, sem þarna var á boðstólum, kostar yfir tuttugu krón- ur pakkinn. Fyrir númer, sem endar á núlli, á að fást karton — 10 pakkar — af sígarettum, fyrir þau sem enda á 5, fimm pakkar af sígarettum, en aðeins einn pakki fyrir önnur númer. Með því móti er tryggt, að allir fá eitthvað fyrir snúð sinn, og möguleiki er á því að fá allverulega fyrir snúðinn. Og ágóðinn hefði ekki orðið minni. En hitt vakti þó meiri furðu og óánægju, að það skyldi vera hægt að koma pólitísku rifrildi að við þessa saklausu hlutaveltu. Einhver Einar skrifaði um hana í Morgun- blaðið, daginn eftir að hún var haldin, og skammaðist yfir því að hafa tóbak á boðstólum á hluta- veltu og spurði hvort brennivínið yrði ekki næst? Það er í rauninni sjálfsagt, því hvað væri eðlilegra en það, að ágóðinn af því, sem flutt er ólöglega inn í landið — oftast af sjómönnum — renni til Slysavarna- félagsins eða annars nauðsynlegs félagsskapar. Hann taldi forstjóra Társ, sem illu heilli er nefnt ÁTVR> lélegan í sínu starfi, að geta ekki sjálfur komið þessu tóbaki í pen- ing. Það er ekki ólíklegt, að Einar hafi sagt þetta með hliðsjón af því, að hann ætlaði að koma greinar- klausunni í Moggann, en forstjóri Társ er framsóknarmaður. Hvað er einmitt eðlilegra en það, að styrkja eitthvert þjóðþrifafélag með því, sem ríkið hirðir af lögbrjótum, án þess að borga fyrir það? Varðandi þá fullyrðingu Einars þessa, að þessi hlutavelta hafi einkum verið sótt af börnum og unglingum, er það að segja, að hann hefur ekki verið þar viðstaddur, því börnum og ungling- um var bannaður aðgangur og þess vel gætt, að þau væru ekki þar — ncma náttúrlega í fylgd með sínum foreldrum, enda voru það þá for- eldrarnir, sem þátt tóku í hluta- veltunni. Kannski kynna menn sér málin betur, áður en þeir fara að rífast út af brennivínshlutaveltunni, þeg- ar að henni kemur?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.