Vikan


Vikan - 24.01.1963, Page 3

Vikan - 24.01.1963, Page 3
VIKAlil VIKAN ^ééUb Þeir vita það bezt, sem í hafa komizt, hvað það getur verið oþægilegt ef springur undir bílnum í slsemu veðri og þar sem allar aðstæður til viðgerðar eru hinar óhentugustu. Og þar sem bíllinn er orðinn jafn almennt farartæki og raun ber vitni, er ekki nema eðlilegt að hugkvæmir menn leggi heilann í bleyti, og reyni að finna upp eitthvert ráð eða tæki, sem gerir mönnum kleift að komast áfram, að minnsta kosti nokkurn spöl þótt sprungið sé. Að undanförnu hafa líka komið á markaðinn er- lendis nokkur slík tæki - - t. d. eins konar þrýstiloftsflöskur, sem settar eru í samband við ventilinn, og fylla slönguna ekki einungis lofti, heldur og efni, sem sezt í gatið á slöngunni og stíflar það til bráðabirgða. Hér er sýnd önnur uppfinning, tannkringla úr stálalúmíni, sem fest er á felguna eins og myndin sýnir og fullyrt er að geri kleift að aka bíln- um eins og ekkert hafi í skorizt, þótt sprungið sé. Tæki þessi eru framleidd af Posi-Trac Piail, Incl., 711 Taft, Houston 19, Texas. UPPHITUN UTANHÚSS Það er ekki amalegt að geta hitað upp hjá sér utanhúss. Bandaríkja- menn framleiða nú olíukynt og færanlegt hitunartæki, sem getur hitað á sex metra víðu svæði um nokkrar gráður, en vitanlega verður að vera logn eða skjól, svo að dugi. Er það einkum ætlað til notkunar á bökkum heimasundlauga og veröndum — en alldýrt er það, kostar um tvö hundruð dollara vestur þar. Eflaust gæti svona tæki komið í góðar þarfir hér á landi í sambandi við vermireiti, ef næturfrost kemur að vori til, að öðru leyti þarf varla að gera ráð fyrir að það komi að gagni við veðráttuna hér á landi. I ÞESSARI VIKU ERTU AÐ LEITA AÐ KONU? Vikan hefur fengið einn reykvískan ung- karl til þsss að leiðbeina ungum mönnum í konuleit. Hér segir frá því, hvar væn- legast er að ná fundi ungra, ógiftra kvenna. Tvistað í Lido Kú er Lido staður unga fólksins eins og allir vita. Á sunnudögum er opið fyrir yngri en 16 ára og þá er líf og fjör. Við látum myndirnar segja frá því. Málverkaþ j óf arnir Þeir höfðu verið I andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum og fannst lífið orðið Eovintýrasnautt. Og réðust í það sem ekki var hugsað til enda. Saga eftir Paul Gallico. Flóttinn til lands hinna dauðadæmdu Hann átti heima á Hawaii, varð holdsveiku; og flýði með fjölskyldu sína í eyðidal sem hann varðist lögreglunni af garpskap og bar þar beinin. VIKAI tjtgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson og Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 20. Áskriftarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. — Prentun: Myndamót: Rafgraf h.f. Hilmir h.f. FORSIÐAN Myndin er að sjálfsögðu tekin í Klúbbnum við Lækjarteig, því hvar annars staðar getur maður von- azt til að sjá svona ánægt fólk og falleg bros? Hann virðist ekki vera í neinum vandræðum með félagsskap, herrann á myndinni. Kannski hann sé að leita sér að konu. Ef svo er, þá er sýnilegt að hann þarf ekki að örvænta. — Myndina tók ljósmyndari Vikunnar, Kristján Magnús- son. Stúlkurnar eru í sýningarkjólum frá Eygló, cocktail-kjólum úr frönsku brokade-efni. Guðrún Dóra Erlendsdóttir í dökkum kjól, með minkaskinns- kraga, en jakki fylgir kjólnum. Lilja Norðfjörð í dragt, með dökku skinni aftan á kraga. Svört brokade-bhlssa undir jakkanum. Pilturinn heitir Sigurður Brynjólfsson og er frai»'>iðslunemi í Klúbbnum. í næsta blaði verður m. a.: • ERTU AÐ LEÍTA AÐ KONU? — Grein sem er í framhaldi af þeirri í blaðinu núna. Þar tekur höfundurinn fyrir 20 mismunandi týpur af íslenzku kvenfólki. ® MÁL VERK AÞ J ÓF ARNIR. — Niðurlag sögu eftir Paul Gallico. Þeir höfðu verið í andspyrnuhreyfingunni gegn nazistum og frömdu vanhugsað verk því tilbreytingarleysið var of þreytandi. En Refurinn bjargaði því. • GRETTISVÖÐVAR. -— Vikan hefur brugðið sér í æfinga- stöðvar þeirra heljarmenna, sem æfa lyftingar. Myndafrásögn. • KAFBÁTAHAZAR OG FALLHLÍFASTÖKK. — Pétur Thomsen, konunglegur sænskur Ijósmyndari í Þingholts- stræti, rataði í ótrúleg ævintýri á stríðsárunum og segir frá þeim í viðtali við Vikuna. • BRETINN VIRTUR Á KR. 2,25. —- Sjóhrakningasaga úr Höfnum suður. Sh. skráði. • MÁNI YFIR MALAGA. — Rómantísk smásaga. • ÁST VIÐ FYRSTA FALL. — Smásaga eftir Evelyn Rhode. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.