Vikan - 24.01.1963, Qupperneq 13
þjófnaðinn. Úr öðru stórhýsi á Cap Ferrat, þar
sem ekkja argentínsks auðmanns bjó, hurfu
verk eftír Picasso, Matisse, Gauguin og
Modigliani. 1 það skiptið var einnig um morð
að ræða, því að gamall húsvörður, sem aug-
sýnilega hafði ætlað sér að verja eignir hús-
móður sinnar, var skotinn til bana.
En ránið á laugardagskvöldið, sem um var
talað í blaðinu fyrir framan hann, var þó lang-
stórkostlegast og snerti ofurstann jafnframt
persónulega, því að ameríski milljónamæring-
urinn, sem átti Villa Fleury og hin frægu 12
meistaraverk Renoirs, virt á tvær og hálfa
milljónir dollara, er tekizt hafði að stela, var
bæði viðskiptavinur hans og góðkunningi.
Vinstri augnabrúnin á Roquebrun ofursta, sem
var óvenju hreyfanleg, lyftist nú, þar til hún
hvarf hér um bil í hrukkurnar á brúnni húð-
inni á sköllóttu höfði hans. Því að hann sá,
að meðal hinna horfnu málverka var hinn frægi,
blái Renoir, sem franska stjórnin hafði nýlega
ákveðið að kaupa fyrir gífurlega fjárhæð: tvær
milljónir nýfranka. Myndina hafði átt að flytja
á mánudag frá Villa Fleury til listasafnsins í
Cannes, sem helgað var nútímalistamönnum.
Þjófarnir höfðu því rænt bæði Ameríkumann-
inn og frönsku þjóðina í senn.
Ofurstinn sökkti sér niður í lesturinn. Enginn
vissi á hvaða tíma ránið hafði verið framið.
í Villa Fleury var næturvöi'ður, sem fór eftirlits-
ferðir á ákveðnum tímum, en hann hafði ekkert
heyrt. Þjófabjöllur og önnur varúðartæki virtust
óskemmd, en höfðu ekki gefið merki. Eigandi
málverkanna, Joel Howard, var staddur í Banda-
ríkjunum, en tvítug dóttir hans, Sarah að nafni,
bjó í húsinu. Hún hafði verið í samkvæmi hið
umrædda kvöld og komið heim seint um nótt-
ina í fylgd nokkurra vina sinna, en ekki farið
inn í salinn, þar sem málverkin héngu.
Það var tvennt í þessu máli, sem olli ofurst-
anum heilabrotum. Annað var það, að þetta
þriðja og óvæntasta rán var ólíkt hinum tveim,
hvað aðferðum viðvék. Hitt var, að hann hafði
ekkert um þetta.frétt, jafnvel þótt heill sólar-
hringur væri nú liðinn, frá því að það gerðist.
Enginn hafði sagt orð, ekkert hafði verið gefið
í skyn.
Ekki svo að skilja, að virðulegur fornminja-
sali, sem sæmdur hafði verið hinni venjulegu
hrúgu af frönskum heiðursmerkjum og nokkr-
um útlendum í ofanálag, væri líklegur til að
búa yfir nákvæmum upplýsingum um áform
og stundatöflu þjófa. En Roquebrun ofursti átti
sér fortíð. Kynlegustu sögur, mas og orðrómur
úr undirheimum Rivierunnar barst stöðugt að
eyrum hans og streymdi inn í gljáandi, sköllótt
höfuðið, þar sem það var varðveitt eins og í
innsigluðum klefa. Þunnar, harðar varir ofurst-
ans bærðust sjaldan til að ljóstra upp leyndar-
málum. Nú var hann kominn á sjötugsaldur
og lét sér nægja að sjá um verzlunina sína,
kaupa inn og sinna öðrum viðskiptum.
Hann heyrði bíl nema staðar fyrir utan.
Roquebrun ofursti leit upp úr blaði sínu og út
um gluggann, þar sem hann sá hvíta Jagúarinn,
sem Sarah Howard, dóttir Joels Howard, átti.
Hún var ein.
Hann stóð upp tii að heilsa henni og beið
í dyrunum, lágur og gildvaxinn, óbugandi vilja-
fastur, með skærblá, ung og greindarleg augu
í afskræmdri ásjónunni, sem læknarnir höfðu
reynt að laga, því að hann hafði orðið að þola
ólýsanlegar pyndingar í höndum Gestapo-
manna á stríðsárunum.
Stúlkan kom þjótandi út úr bílnum á svo • •
VIKAN 13