Vikan


Vikan - 24.01.1963, Page 23

Vikan - 24.01.1963, Page 23
Hún teygði nettan fótinn út á baðmottuna, eins og barn, og hann varð inni- lega snortinn, þegar hann sá hve telpulega feimin hún var, er hún vafði að sér bað- handklæðinu og huldi brjóst sín. hvort sem þeir vildu kaupa þaer eða ekki. Það var stytt upp. Sólin skein á steinlagðar göturnar, og það var ljúft og angurblítt vor í París. Þeg- ar bíllinn ók framhjá feitu blóma- sölukonunni, minntist Frank þess allt í einu, að það var ung kona í Berlín, Evelyn að nafni. Það hlutu að vera mímósuvendirnir, sem minntu hann á hana. Því næst mundi hann það að Evelyn hafði mikið dálæti á mímósum, og að hann hafði ákveðið að gefa henni mímósuvönd, þegar hann kvaddi hana, en gleymt því. Og nú iðraði hann þess. Frönsku kaupsýslumennirnir reyndust þverir og ófúsir til samn- inga, en þó skildu þeir og Frank með mikilli vinsemd, eftir að hafa ákveðið annan fund. Þá var klukk- an orðin fjögur og allt í einu þurftu þeir allir að flýta sér einhver ósköp. Klukkan fjögur eiga allir í París stefnumót við ástmey sina, ef þeir hafa efni á að eiga sér ástmey. Um leið og Frank var kominn út á götuna, hvarf honum öll gremj- an og óþolinmæðin, sem sótt hafði að honum á fundinum. Hann hafði iyrir löngu vanið sig á að einbeita sér að viðskiptunum, meðan þess þurfti með og gleyma þeim síðan gersamlega. Hann tók leigubíl á götuhorninu; kona um fertugt kleif þegar upp í sætið hjá bílstjóranum. „Hefur herrann nokkuð á móti því að frænka mín fái að sitja í?“ spurði bílstjórinn ísmeygilega. Það var laglegasti náungi, og frænkan var svo ástfangin af honum, að hún gat ekki haft af honum augun. Frank brosti. Hann hafði alltaf gaman af því, þegar hann kom til Parísar, hve allt fór þar fram á al- mannafæri. Konur gáfu bömum sín- um brjóst á bekkjunum í görðun- um; karlmennirnir báðu vinstúlkur sínar að doka við á meðan þeir skruppu niður í snyrtibyrgin, og ástaratlotin blöstu við augum á hverju götuhorni, rétt eins og ekk- ert væri sjálfsagðara, enda virtist enginn taka neitt eftir því. Hann lét bílinn nema staðar úti fyrir blómabúð og keypti nokkrar fjólur handa Marion. Þegar hann var að greiða þær, kom hann allt i einu auga á mímósuvendi, og um leið mundi hann eftir Evelyn. Hann dró upp vasabókina. Ef hann hafði skrifað heimilisfang Evelyn þar, Framhald á bls, 44.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.