Vikan - 24.01.1963, Síða 29
Á miðjum bekk með alskeggjaða safnað-
arbræður á báðar hliðar, sat Ben Purnell
og varð að beita sjálfan sig hörku til þess
að skellihlæja ekki. Saksóknarinn var
að ná sér á strik eftir áfallið daginn áður
og undirbjó nú nýja sókn til þess að
sanna meydóm Bernice Bickle.
EFTIR ANTHONY STERLING
sárt. Bernice veinaði mörgum
sinnum.“
„Hefur yður verið sagt, að þess-
ir læknar fundu engin merki um
að lioldleg mök hefðu átt sér stað
nýlega.“
„Mótmæli!“ kallaði Oscar Sprin-
ger. „Það er vitað að sýnishorn.
sem tekin eru á þennan hátt, eru
alls ekki óyggjandi sannanir.“
„Auðvitað," sagði dómarinn.
„Haldið áfram.“
„Það var ekki fleira.“ Atkin-
son geklc til sætis síns við hlið
hins skeggjaða prins og hinnar
hörkulegu vinkonu hans.
Siðan var Mary Ellen Rowlinson
kölluð upp. Aftur varð Ben Bur-
nell að játa það, að Mike Mills
hafði haft gott auga fyrir konum.
Siðsamleg safnaðarfötin gátu ekki
leynt freistandi líkama hennar.
„Hvað ertu gömul, Mary Ellen?“
spurði saksóknarinn.
„Nitján ára.“
„Hvenær hittirðu ákærða fyrst?“
„Síðastliðinn nóvember.“
„Hvar hittirðu hann?“
„Á safnaðarsamkomu i Ontario."
„Hvenær fluttirðu i húsið við
Hamlin Avenue?"
„Tuttugusta og annan desember.'1
„Komstu þangað af frjálsum
vilja?“
„Nei, foreldrar minir sendu
mig.“
„Meðal annarra orða, hvað áttir
þú að tákna þarna i Guðshöfðinu?“
„Hófsemi."
Síðan var hún spurð hverjar
liefðu aðrar átt heima þar og ná-
kvæmlega um það, hvar Bernice
liefði sofið fyrstu næturnar, og
sagðist hún vita, að Bernice hefði
sofið lijá prins Michael þann
tuttugasta og fyrsta febrúar.
„Varst þú i herberginu?“ spurði
saksóknarinn.
„Nei.“
„Heyrðirðu prins Michael segja
nokkuð um blóðið i rúmfötunum?-1
„Nei, en áður hafði ég heyrt
hann segja, að Bernice væri óhlýð-
in og að Guð mundi ekki þola
henni það mikið lengur.“
„Hvernig vildi það til, að þú
fórst úr húsi prins Michaels?“
„Ég kom bréfi út úr húsinu til
föður míns, þar sem ég sagði hon-
um frá lifinu þarna. Hann kom og
náði mér út með hjálp lögreglunn-
ar.“
„Hvenær var þetta?“
„Snemma í marz.“
„Þakka þér fyrir, Mary Ellen.“
Oscar Spinger sneri sér að Atkin-
son. „Þér megið sp>yrja.“
Atkinson gekk hægt upp að vitna-
stúkunni. „Segðu mér, Mary Ellen,
ákærðir þú ekki prins Michael
fyrir nauðgun, við dómstól i De-
troit?“
„Jú, það var þegar faðir minn
kom og sótti mig.“
„En þú dróst kæruna til baka.
„Ég get skilið það, Mary Ellen.
En komstu ekki aftur til Detroit
tólfta april, og hefurðu ekki verið
á Woodbridgestöðinni síðan?“
„Jú, ég vildi hreinsa mannorð
mitt.“
„Mannorð þitt? Hafði það verið
svert, og af hverjum?“
„Ég veit það ekki.“
„Segðu mér, Mary Ellen, ætlar
þú líka að halda því fram, að þú
hafir verið hrein mey áður en þú
komst i hús prins Michaels?“
spurði Atkinson háðslega.
„Mótmæli!“ hrópaði Oscar Sprin-
ger.
„Haldið áfram!“ Dómarinn horfði
illilega á Atkinson.
„Hef ekki fleiri spurningar.“
Lögfræðingurinn brosti.
Næsta vitni var Christoplier C.
Starkweather, lögregluforingi. Við
yfirheyrzluna staðfesti liann, að
ákærði hafi verið færður á Wood-
bridgestöðina til yfirheyrzlu þann
ellefta apríl, og að honum liafi ver-
ið sýndur framburður Bernice
Bickle og hann hafi ekki neitað
neinu i honum.
„Munið þér nákvæmlega hvað
hann sagði?“ spurði Oscar Sprin-
ger.
„Já. Hann sagði: „Ég hvorki neita
þessu né játa. Ég er ekki ábyrgur
fyrir þessu. Ég mun ekki reyna að
réttlæta sjálfan mig.“
Starkweather játaði, að hafa tek-
ið alla fasta, sem hann fann i hús-
inu við Hamlin Avenue, þótt hann
hefði ekki haft handtökuheimild
nema fyrir Michael Mills og Elizu
Court. Hann játaði líka, að liafa
tekið á móti borgaranefndinni og
látið captain Wyler rannsaka
kvörtun hennar um að ísraelsmenn
væru hættulegir almennu borgara-
legu siðgæði.
Saksóknarinn vildi nú láta fresta
réttarhöldunum, en Atkinson mót-
mælti þvi ákaft. í réttarskjölunum
liöfðu önnur vitni verið nefnd —
Rosetta Mills, Alice Court, Emma
Butler og lögreglumennirnir J. L.
Lombard og H. E. Shoumaker.
Atkinson krafðist þess, að þessi
vitni væru leidd fram. Oscar
Springer sagði að Mrs. Mills væri
einhvers staðar i Iíanada og það
væri ekki hægt að ná í hana, hin
vitnin væru tilnáanleg, en ekkert
frekar á þeim að græða. Kinne
dómari úrskurðaði, að Atkinson
gæti fengið að yfirheyra önnur
vitni, og nokkurt hlé var gert til
þess að hann gæti talað við Alice
Court og Emmu Butler, sem voru i
gæzluvarðhaldi.
Þegar Atkinson kom aftur hóí
hann vörn sina með þvi, að lýsa
Michael Mills sem fórnarlambi trú-
arfordóma. Þó væri trú ísraels-
manna litið fráburgðin annarri
kristinni trú, sagði hann. ísraels-
menn tryðu á skírnina, eins og
Bapistar, og á skriftir eins og
kaþólskir. Þeir tryðu á heilaga
þrenningu. Það væri i rauninni að-
eins einn mismunur. Flestir kristn-
ir menn tryðu á endurkomu frels-
arans, en ísraelsmenn héldu þvi
fram, að sá tími væri á næstu grös-
um. .
Hann sagði, að prins Michael
væri hér fyrir rétti vegna ofsókna
nokkurra fasteignasala i Detroit og
fárra kaupmanna í norðurhluta
borgarinnar. Fasteignasalarnir
héldu, að hinir síðskeggjuðu íbúar
á Hamlin Avenue yrðu til þess að
flæma aðra íbúa hverfisins burtu
og húseignirnar mundu þannig
lækka i verði. Kaupmennirnir
hefðu hins vegar lrorn i síðu
þeirra, vegna þess að þeir væru
grænmetissalar og keyptu allar
vörur sinar i heildsölu. Kysu þeir
heldur aðra ibúa i hverfið, sem
verzluðu meira við þá og tækju
þess vegna þátt i samsærinu gegn
prins Micliael með fasteignasölun-
um.
Atkinson sagðist mundu geta
sannað, að lögreglan og dagblöðin
í Detroit væru líka aðilar að sam-
særinu og að öllum stúlkunum, sem
bæru vitni gegn prinsinum, væri
mútað til þess. Ilann endurtók
fyrri fullyrðingu sína, að Bernice
Bickle hefði ekki verið óspjölluð,
þegar hún kom í söfnuðinn.
Fyrsta vitni hans var Judson
Lombard, lögreglumaður. Hann ját-
aði, að Rosetta Mills liefði verið
treg til að kæra eiginmann: sinn,
og hefði það verið eftir þrábeiðni
borgaranefndarinnar, að hún fékkst
loks til þess. Oscar Springer spurði
engra spurninga.
Þá kallaði Atkinson á Henry
Slioumaker, lögreglumann.
„Hvenær komuð þér fyrst i hús-
ið við Hamlin Avenue?“
„Annan marz. Ég fór þangað xneð
lir. Rowlinson til þess að ná Mary
Ellen þaðan út.“
„Voruð þér á fundi borgara, sem
haldinn var í Browns Hall, til þess
að reyna að finna leiðir til að losna
við ísraelsmenn úr Detroit?“
„Það var ég.“
„Var fröken Rosetta Mills við-
stödd á þeim fundi?“
„Já.“
„Hafið þér heimsótt þessar stúlk-
ur reglulega á Woodbridgestöðina
og oft á kvöldin?“
' „Já.“
„Hafið þér stundum verið þar
fram til ellefu á kvöldin?“
„Það hefur komið fyrir, 'en mjög
sjaldan."
„Þér megið spyrja,“ sagði Atkin-
son við Springer.
Saksóknarinn stóð á fætur og
sagði: „Aðeins ein spurning. Hafið
þér staðið í nokkru óviðeigandi
sambandi við þessar stúlkur, eða
vitið þér til að nokkur annar lög-
reglumaður liafi gert það?“
„Auðvitað ekki!“ Slioemaker var
hneykslaður. „Það var lögreglu-
varðkona viðstödd allan timann.“
En þá kom Atkinson skyndilega
öllum að óvörum. Næsta bragð
lians hafði viðlika álirif og dylgj-
ur hans um skriftir Bernice Bickle
höfðu haft. Hann kallaði á for-
eldra Bernice, sitt i hvoru lagi,
sem vitni. Bæði lýstu yfir trausti
sínu og aðdáun á Michael Mills,
skapgerð hans og allri framkomu.
Bæði fordæmdu dóttur sina inni-
lega, sögðu hana útfarinn og hug-
myndarikan lygara og sóru, að1 þau
mundu aldrei tala við hana framar.
Meðan allir áheyrendur sátu sem
steini lostnir, reyndi Springer af
öllum mætti að lirekja fi’amburð
hjónanna, en það var vonlaust. Þau
voru sjálf sannfærð um að þau
væru að segja sannleikann, og það
eina, sem saksóknarinn gat gert,
var að sýna kviðdómendum fram á,
hvilikir ofstækismenn þau væru.
Á þessu stigi málsins sleit Kinne
dómai'i réttai-haldinu þann dag.
Frá sjónarmiði Bens Purnells
voru horfurnar langt frá þvi að
Framhald á bls. 45.
VIKAN 29