Vikan - 24.01.1963, Side 33
í friði við aðra í dalnum".
Annað áhrifamikið blað réðist
heiftarlega gegn þeirri skoðun,
kvað holdsveikina þjóðarmein, sem
stöðugt græfi dýpra um sig og at-
burðina i dalnum „ógnun við heil-
brigði og öryggi“ eyjaskeggja. Var
Daily Bulletin borið á brýn að það
reyndi að hagnýta þennan atburð
til æsinga gegn stjórninni, og bæri
að flytja alla liina boldsveiku taf-
arlaust til Mclakai — með valdi,
ef ekki vildi betur.
Samtímis þessu bárust hinar
furðulegustu tröllasögur af varn-
larviðbúnaði liinna holdsVeiku í
dalnum. Sagt var að þeir hefðu
gnótt skotfæra, kynnu ágætlega til
hernaðar og hefðust við i bellum,
sem ógerlegt væri að finna eða
vinna. Skotfærabirgðirnar jukust
með degi hverjum í munni almenn-
ings, Piilani varð hin frægasta
skytta og Koolau óður glæpamaður.
Þegar þetta æði hafði náð há-
marki sinu lýsti stjórnarforsetinn,
Sanford B. Dole, yfir því að her-
lög skyldu gilda í eynni. Tilkynnti
liann að herlið og flokkur lög-
reglumanna með alvæpni — þar á
meðal litla fallbyssu — yrði sent
út af örkinni til að bæla niður
„uppreisn“ liinna lioldsveiku i
dalnum.
Þannig hófust hinar fáránleg-
ustu hernaðaraðgerðir, sem um get-
ur i sögunni.
Laugárdaginn, þann 2. júlí, lagð-
ist lítill gufubátur, Waialeale, við
i'estar á lognsléttum sævi við strönd
Iíalalaudalsins. Hermennirnir stóðu
með riffla sina út við borðstokk-
inn, reiðubúnir að svara heiftar-
legri skothrið hinna lioldsveiku i
hellunum, en varðmennirnir svip-
uðust uin á ströndinni eftir „fjand-
mönnunum“.
Ekkert gerðist til að rjúfa frið-
sæld dalsins. Þeir lioldsveiku leit-
uðu óðar fylgsna inni i frumskóg-
inum, þegar þeir sáu til ferða skips-
ins.
Undir kvöldið liafði herflokkur-
inn, undir stjórn Larsen höfuðs-
manns, reist búðir sínar á hæð
uppi i dálnum, og blakti fáni stjórn-
arinnar yfir tjöldunum. Larsen
höfuðsmaður tók að spyrja dalbúa
spjörunum úr um þá lioldsveiku
og stöðvar þeirra og fékk eins
mörg og mismunandi svör og hann
spurði marga — og öll röng. Fór
svo að lokum að Larsen þóttist sjá
að dalbúar væru réiðubúnir að
segja lionum allt, neina sannleik-
ann.
Og þegar dalbúar komu til lians
daginn el'tir ineð þau lioð frá þeim
holdsveiku, að þeir vildu gefast
upp, trúði hann því ekki, og hélt
að þar myiidu einhver brögð i tafli.
Sendi hann nokkra af hermönnum
sínum til að athugá það nánar, og
komst þá að raun um, að allt var
þetta rétt. Þeir lioldsveiku komu
i röð út úr frumskóginum, haltir
og bæklaðir og svo hart leiknir af
sjúkdómnum, að þeir gátu flestir
Iitla björg sér veitt; þvi síður bar-
izt eða varizt.
Einungis þrennt vantaði í hóp-
inn: Ivoolau, Piilani konu lians og
son þéirra. Hafði Koolau þó livatt
konu sína til að fara, cn liún neit-
aði.
Um kvöldið sendi Larsen einn
af jieim holdsvciku til fundar við
Koolau og skofaði á liann að gef-
ast upp. Koolau, sem var berfættur
og lítt klæðum búinn, greip um
riffilinn sinn, þegar hann svaraði:
„Þeir mundu láta liengja mig sem
glæpamann, ef ég gengi þeim á
vald. Ég ætla mér að bera beinin
hérna í dalnum, úr þvi sem komið
er“.
Að svo inæltu livarf hann inn í
frumskóginn, þar sem kona hans
og sonur höfðust við. „Ég veit af
fylgsni, þar sem þeir fá aldrei fund-
ið okkur“, sagði hann. „Þangað
höldum við, og tökum með okkur
þær matarbirgðir, sem við getum
borið“.
Síðan héldu þau af stað um tor-
færan frumskóginn og upp í fjöllin
vestanvert við dalinn, eftir örmjó-
um klettarana milli tveggja djúpra
og snarbrettra gilja, og upp i hell-
isskúta, um það bil tvö liundruð
metrum ofar. Þar bjóst hann um
með konu sína og son, og hlóð
brjóstvirki úr grjóti frcmst í skút-
anum.
Árla næsta morguns skipaði
Larsen höfuðsmaður að fallbyssan
skyldi hlaðin og hugðist hræða
„fjendur" sína til uppgjafar með
því að skjóta nokkrum kúlum upp
i fjöllin. Kona Koolaus og sonur
hjúl'ruðu sig að lionum þegar kúl-
urnar sprungu á klettunum allt í
kring, án þess að útlögunum staf-
aði nokkur veruleg hætta af.
Koolau þóttist nú öruggari en
áður; settist með riffil sinn fyrir
innan brjóstvirkið og beið átekta.
Lakast var að ekkert vatn var
þarna i grennd og urðu þau því
að spara það mjög við sig. Um nótt-
ina sváfu þau sæmilega, þótt kalt
og rakt væri i skútanum. Undir
morguninn bárust raddir nokkrar
upp til þeirra, og var mælt á enslcu.
„Leggizt þið niður“, sagði Koolau
við konu sína og son.
Fjórir menn klifu upp klettaran-
ann, sem ekki var nema um þrjú
fet á breidd, en liengiflug niður í
gilin báðum inegin. Koolau stakk
riffilhlaupinu út um glufu á brjóst-
virkinu og beið unz sá hermann-
anna, sem fremstur fór, var ekki
lengra en um sjö—átta metra frá
hellismunnanum. Hermaðurinn leit
upp i skútann og kallaði til hinna
að fylgja sér fast eftir, þvi að hann
hefði orðið útlaganna var.
Koolau þrýsti á gikkinn. Her-
maðurinn hringsuerist í fallinu og
valt niður af klettinum, en félagar
hans hröpuðu og runnu út af ran-
anum, þegar þeir hröðuðu sér úr
skotmáli. Einn af þeim rann um
200 in unz hann hafnaði ofan i
gilinu, og var raeð naumindum að
hann gæti skriðið á eftir félögum
sínum, sem óðara létu frumskóginn
skýla sér, en hirtu ekki neitt um
þann, sem fyrir skotinu hafði orð-
ð. Þegar þeir náðu til herbúðanna,
komst þar allt í uppnám við frá-
sögn þeirra, og lýstu þeir þannig
öllum aðstæðum, að Ivoolau gæti
gereytt heilu lierfylki úr skúta sín-
um og varizt þar meðan liann vildi.
Koolau hafði fylgzt með flótta
hermannanna. Þegar þeir voru á
bak og burt og hljótt var orðið i
fjöllunum, lieyrði hann lágar stun-
ur úr kjarrinu fyrir neð'an kletta-
ranann.
„Það er hermaðurinn, sem varð
fyrir skotinu“, sagði hann við konu
sína. „Ég ætla að fara og vita hvort
ég get nokkuð fyrir hann gert“.
„Nei“, sagði Piilani. „Hann ætl-
aði að drepa þig“.
„Þar var hann ekki sjálfráður“,
svaraði Koolau.
Hann tók með sér þær litlu vatns-
birgðir, sem um var að ræða og
kleif niður til hermannsins, sem
lá í kjarrinu og hafði kúlan gengið
í gegnum lungu hans. Koolau gaf
honum að drekka og bjó um hann
sem bezt hann kunni, og þegar
hermaðurinn gaf upp öndina i
örmum hans eftir skamma hrið,
lagði Koolau liann til og las hæn
yfir líki hans,
Seinna um daginn varð hann var
mannaferða niðri i hlíðunum. Þá
voru útlagarnir matarlausir og
liöfðu ekki nema nokkra dropa af
vatni til að slökkva með þofsta
sinn. Stundu eftir sólsetur heyrði
Koolau kallað, að áhlaup skyldi
hafið, og i stundarfjórðung' stóð
áköf skothrið, sem beint var að
skútanum, en kúlurnar skullu á
berginu og unnu útlögunum ekk-
ert mein, því að brjóstvirkið hlífði
þeiin.
„Hann svarar ekki“, kallaði ein-
liver hermannanna. „Hann er orð-
inn skotfæralaus".
„Við skulum athuga það bet-
ur . . . “
Þrir liermenn lögðu af stað upp
klettaranann. Sá fyrsti fór djarf-
lega og var auðsjáanlega livergi
hræddur, en hinir tveir voru hug-
minni, og gat Koolau ekki brosi
varizt, þegar hann sá til þeirra, og
var honum þó ekki hlátur i hug.
Um leið og kollinn á þeim fyrsta
bar upp yfir klettaranann, þrýsti
Koolau á gikkinn.
Hermaðurinn féll fram af hengi-
fluginu. Riffilskot heyrðist að baki
honum; annar þeirra tvímenninga
hafði í hræðslufáti sínu hleypt af
og skotið sjálfan sig til bana, en
liinn komst nokkurn veginn klaklc-
laust til félaga sinna.
Larsen höfuðsmanni þótti í óefni
komið; lét hermennina hörfa aftur
til stöðva sinna, aðra en þá, sem
hann setti á vörð fyrir neðan kletta-
ranann.
Ivoolau og fjölskyldu hans þraut
nú bæði vistir og vatn. Fylgdist
hann með öllu atliæfi varðanna
eins vel og honuni var unnt og beið
þess að varðeldar þeirra slokkn-
uðu. Stundu siðar liélt liann með
konu sína og son niður klettaran-
ann. Það var sem hann hugði,
verðirnir steinsváfu og veittist
þeim þrem auðvelt að komast fram
hjá stöðvum þeirra. Þegar þau
komu að læk þar skammt frá,
lögðust þau niður og svöluðu
þorsta sínum.
Þegar yfir lækinn kom, var erf-
iðasta þrautin unnin, því að sleipt
Laugavegi 76. — Sími 15425.
Laugavegi 76. — Sími 15425.
var á steinunum og féll drengur-
inn i vatnið, svo af varð skvamp
nokkurt. lvoolau kippti lionum á
fætur og kom hpnum og móður
hans í skjól bak við mangoótré.
Neðar með læknum lieyrðist kall-
að: „Hver er þar?“ Koolau brá, en
létti þegar liann heyrði annan
svara: „Er hræðslan við þessa út-
laga að gera þig vitlausan, eða
livað?“
„Ég geri ráð fyrir því“, svaraði
hinn og raddir þeirra fjarlægðust.
Ivoolau hvislaði lágt að konu sinni,
að þau hefðu verið Iieppin, er þeir,
sem áttu að standa vörð við kletta-
ranann, voru ekki eins traustir og
þessir.
Um nóttina hélt Koolau með
fjölskyldu sína i eyðikofa nokkurn,
ekki langt frá herbúðunum. Piilani
og Kalaimanu sátu þar inni á með-
an Ivoolau náði i mat, tarorís og
þurrkaðan fisk. „Við verðum að
hafa hraðann á“, sagði liann. „Það
fer að hirta af degi hvað úr liverju“.
Þegar dagur rann, voru þau kom-
in hátt upp í fjöllin hinum meginn
við dalinn. Koolau valdi þeim að-
seturstað í rjóðri hjá iitlum læk,
og óx þar gnægð villtra banana.
Um sama leyti kvað við fallbyssu-
skotliríð hinum megin i dalnum.
Koolau gekk upp á hæð og sá það-
an livernig kúlurnar sprungu á
berginu umliverfis . skútjann, þar
sem þau liöfðu dvalizt, og liann
liafði áður varið þeim i fjóra sól-
arliringa. „Loks liafa þeir fundið
skotmarkið“, varð honum að orði.
Laugardaginn eftir hélt Larsen
höfuðsmaður með gufubátnum tii
VIKAN 33