Vikan


Vikan - 24.01.1963, Page 43

Vikan - 24.01.1963, Page 43
Ekki höfum við vit á því, hvort Geir tókst vel eða illa með sitt flug, en Júlíus var að minnsta kosti ró- legur, svo okkur er það óhætt líka. Við tókum eftir því, að hann talaði oftast við flugmanninn á ensku, og spurðum, hvort enska væri alþjóða- flugmál. Okkur var sagt, að víðast hvar i heiminum væri enska notuð í viðskiptum við flugvélar, nema á íslandi, þar er íslenzka notuð í sam- skiptum við inlendar flugvélar. En til dæmis í Danmörku fara öll við- skipti við flugvélar fram á ensku. ÓLÆRÐIR UNDIR STÝRI. Áður en við fórum, bauð Júlíus okkur að setjast undir stýri og fara smáferð upp í loftið. Ég fór á und- an, og Sveinn og Júlíus hjálpuðust að því að koma mér upp. Þetta er ekki svo mikill vandi í sjálfu sér, það er bara að hreyfa rétta takka í réttar áttir og réttar stengur mátu- lega langt og hreyfa stýrið rétt og fara rétt eftir réttum mælum. En svo settu þeir höfuð(skepnu)paur- arnir á svæsnasta óveður, og linkið tók hinar furðulegustu æfingar upp og niður, til hliðanna og í allar átt- ir í senn. En mér tókst að halda henni í loftinu, þrátt fyrir erfið skil- yrði, og lenti snilldarlega ■— með góðri aðstoð Júlíusar, sem færði fyr- ir mig alla takka og stengur og gíra og hélt í stýrið. Á sömu leið fór hjá ljósmyndaranum, nema hvað setti að honum svæsnasta hlátur- kast, þegar skrúfað var frá óveðr- inu . . . Það er ómetanlegt gagn að þessu tæki. Ef æfa ætti blindflug á flug- vélum eingöngu, veitti tæpast. af einni flugvél aðeins til þess, og allir sjá, hvernig það kæmi út fjárhags- lega. Áður fyrr varð að senda flug- menn Flugfélagsins til útlanda í linkflug þar, en nú er þetta sem sagt hægt hér heima, og notað af fleiri aðilum en Flugfélagi íslands. Flugnemar nota þetta mikið, og eins þeir, sem eru að æfa sig undir að fá blindflugsréttindi. Meðal ann- ars hefur Björn Pálsson, hinn kunni sjúkraflugmaður, verið að búa sig undir blindflugsréttindi, með því að æfa sig í linkinu hjá Flugfélagi fs- lands. allt fyrir öryggið. Við höfum nú, í þessum tveimur greinum, fylgzt að nokkru leyti með þjálfun flugliða hjá Flugfélagi fs- lands, og séð, að þar er mikið unnið til þess, að farþegarnir njóti hins mesta öryggis og beztu þjónustu, ekki síður, EF óhapp bæri að hönd- um. Öll þessi fyrirhöfn byggist á þeirri staðreynd, sem áður hefur verið bent á, að hægt er að draga úr — jafnvel koma í veg' fyrir — hryggilegar afleiðingar af völd.um éhappa, sem alltaf geta hent, hvar sem er, ef allir eru með á nótunum, vita nákvæmlega hvað gera skal og geta gert það hratt og örugglega. Það eykur þægindakennd þess sem ferðast, að vita það, að félagið, sem hann ferðast með, leggur á sig mikla fyrirhöfn og fjárútlát til þess að tryggja öryggi hans þótt óvenjuleg- ustu atburði beri að. FALIN f FJÖLLUM. Ein neyðaræfing er eftir, þótt við hefðum ekki tækifæri til að fylgj- ast með henni sjálfir að þessu sinni. Það er æfing í því, að búast um uppi í óbyggðum með þeim útbún- aði einum, sem er í flugvélunum. Við báðum Svein Sæmundsson að segja okkur frá einni slíkri æfingu, en hann tók þátt í slíkri útilegu með flugáhöfn í fyrra: í framhaldi af flugliðaþjálfun- inni, sagði Sveinn, — var farið með tvær og tvær áhafnir á einhvern ó- byggðan stað utan við bæinn, til þess að æfa þær í að búast um á þeim útbúnaði, sem er í flugvélun- um, og ná sambandi við umheim- inn með þeim tækjum, sem til þess eru ætluð. Ég fór með í eina slíka ferð í marz í fyrra, til þess eins að kynnast þessum lið þjálfunarinnar. Tvær áhafnir fóru, en auk þess Garðar Guðmundsson, sá sem sér um öryggistækin og meðferð þeirra, og ég. Við fórum að morgni með fjallabíl eitthvað út fyrir bæinn, hvert vissi enginn nema bílstjórinn og einn starfsmaður Flugfélagsins í varð þó meint af. En ég fór beint í bólið, þegar ég kom heim klukk- an tvö um daginn, dauðþreyttur og syfjaður! —- Og hvar voruð þið þessa nótt? — Uppi í Skálafelli. ★ sh. Hliðarspor, Framhald af bls. 21. oft brugðið sér í smáferðalög, jafn- vel til útlanda, en svona langt hafði hún aldrei farið áður, þó að hann væri æði oft búinn að fara í verzl- unarfarðir til Spánar. Guðbjörgu fannst hún hafa yngzt um mörg ár þessar tvær síðustu vikur, sem hún hafði ekki gert annað en skemmta sér, klæðast fal- legum fötum og ferðast. Verst að — Láttu ekki sona, Jón, peran er sprungin! Reykjavík. Það var farið út af al- faraleið, síðan fór bíllinn, en áhafn- irnar fóru að búa um sig og reyna að ná sambandi við umheiminn. Meðferðis var eingöngu það dót, sem er í flugvélunum, svo sem tveir gúmmíbátar, loftskeytatæki, neyð- arsendir, flugdrekar fyrir loftnet, blys, rakettur og ýmislegt smádót, og eingöngu kaldur matur. NEYÐARMERKI. Við sömdum við radíóþjónustuna um það, að mega senda út áður á- kveðið signal þrjár fyrstu mínút- urnar á hverjum klukkutíma, en flugvélar varnarliðsins og vélar Fí vissu um þetta merki. Svo voru bátarnir blásnir upp og snjóhús byggð, horft eftir flugvél- um og dundað við að búa allt í hag- inn. Flugvélunum tókst fljótt að miða okkur út, í þetta sinn var á- ætlunarflugvélin frá Akureyri fyrst til að finna okkur. Hún flaug svo að segja beint á staðinn. Áður höfð- um við heyrt í flugvél frá varnar- liðinu. Hún var á réttri leið, en fór ekki nógu norðarlega. Einnig leit- uðu skótar, meðal annars fann skátaflokkur úr Hafnarfirði, hóp flugliða í Skálafelli. Áhafnirnar æfðu sig líka í að búa til merki á jörðina. Það eru ákveðin merki, sem tákna að ailir séu á lífi og ómeiddir, eða hvað sem nú við á í hvert sinn. Svo var búizt til nætur, það var að vísu þröngt í bátunum, en það var þó þurrara þar og betra að gista en í snjóhús- unum. Svo kom bíilinn um morguninn og' sótti mannskapinn. Svefn tókst sæmilega um nóttina, en það var hráslagalegt og heldur kalt. Engum Jónatan skyldi þurfa að fara frá henni — hún þekkti engan á gisti- húsinu nema dönsku hjónin, sem þau höfðu spilað bridge við. Jæja, hún var svosem ekkert barn, hún gat víst séð um sig þessa daga. Það var komið laugardagskvöld. Guðbjörg var að hafa fataskipti fyr- ir kvöldmatinn. Hún hafði sofið all- an seinnihluta dagsins, en nú varð hún að koma sér á fætur, dönsku hjónin höfðu boðið henni að koma með sér eftir mat á einhvern skemmtistað, sem þau höfðu heyrt svo mikið hælt. Hvað átti hún að vera fín? Jú, hvíti kjóllinn var ágætur, dálítið fleginn í bakið, en hún gat haft sjal. Hún athugaði sig gaumgæfilega í speglinum. Allt í lagi. Þeir kunnu sannarlega að laga á manni hárið hérna — það sindraði eins og gull og þó hún segði sjálf, þá var hún bara lagleg kona, full- þroska, ekki of holdug og fæturnir höfðu nú alltaf verið ein mesta prýði hennar, sagði Jónatan. Skórn- ir spilltu þeim þá ekki! Glamur í mataráhöldum, kliður af inannamáli, lyktin af ólivenolíu og kryddi, allt þetta blandaðist sam- an í vitund hennar, er hún kom í borðsalinn. Hana langaði að soga þessa mynd í vitund sína, glæsi- braginn yfir hvítum og gylltum salnum, prúðbúið fólkið, fagur- skreytta borð og glóandi vín í glösum. — Gott kvöld, frú Árnason, ég vona að yður sé ekki á móti skapi að við tókum með okkur gamlan vin, sem við hittum óvænt í dag? sagði Jensen, hýrlegi danski vín kaupmaðurinn. — Þetta er Horst- Hansen, sundkappi, sem þér hafið áreiðanlega heyrt nefndan. Frú Árnason frá Islandi. Guðbjörg rétti fram höndina og leit með athygli á manninn, sem stóð við hlið hennar, holdskarpur, hávaxinn, ófríður, en glæsilegur. — Komið þér sælir, herra Horst-Han- sen. Auðvitað hef ég lesið um yður, ég er ein af mörgum aðdáendum sem þér eigið á íslandi, sagði hún blátt áfram. Þetta varð skemmtileg máltíð. Borðfélagarnir voru glaðværir og Guðbjörgu fannst eins og hún hefði þekkt þau aila ævi. Hún spurði Horst-Hansen margs úr sundferli hans, sem hún kannaðist við af íþróttafregnum blaðanna og sagði honum að lokum, að hún hefði einu sinni fyrir langa löngu sett íslands- met í skriðsundi, þó að það væri nú ekki mikið met á heimsmæli- kvarða. Og þá urðu þau enn sam- stiiltari og hann bað hana að kalla sig Einar og hún sagði að hann skyldi bara kalla sig Guggu. — Hæ, hæ, börnin góð, takið því með ró, við eigum eftir að fara í næturklúbb, sagði Jensen og hló út að eyrum. Við skulum sýna þessum spænsku nautabönum að Skandinav- ar kunni að skemmta sér. Af stað nú. Bíllinn nam staðar á sjávarbakk- anum. — Eigum við að fara til sjós? spurði Einar og tók undir handlegginn á Guðbjörgu. Þau gengu upp stiga, sem óneitanlega líktist skipsstiga, en þegar upp kom, sást að skipið var úr steinsteypu. Salurinn var eftirlíking af þilfari, í stað veggja var strengdur strigi milli súlna. Hljómsveitin lék af skaphita og leikni, rokkið var í salnum, nema þegar skemmtiatriði fóru fram. —• Nú drekkum við kampavín og það ekkert spraut, sagði Jensen og átti innilegar samræður við þjón- inn um víntegundir. Einar bauð Guðbjörgu upp í dans og eins og hana grunaði, þá dansaði hann al- veg dásamlega. Kvöldið leið, kampavínið var sval- andi milli dansa, það hitnaði í saln- um og allt í einu var loftinu rennt til hliðar, svo að sá upp í stjömu- stráðan, flauelssvartan himininn. — Þekkirðu stjörnurnar? spurði Einar og þrýsti Guðbjörgu fastar að sér, er hún hallaði höfðinu aft- urábak til að líta upp. -— Eigum við að telja þær? Kanntu þann leik? — Ég er búin að gleyma honum, svaraði hún brosandi. Hann færði höndina ofar á baki hennar, svo að lófi hans nam við bert bakið á henni. — Ertu viss? Á ég að reyna? spurði hann og horfði í augu hennar. — Góði minn, ég er ráðsett mið- aldra kona, svaraði hún, en gat þó ekki stillt sig um að leggja vang- ann að höku hans. Ætli að himinn- inn hryndi í höfuðið á nokkrum þó að hún leyfði sér að vera ung eina kvöldstund? — Kemurðu með mér á ströndina í fyrramálið, spurði Einar? -— Ég hef gaman að sjá hvernig þú syndir. -— Ekki fyrr en ellefu, sagði hún og lét sem hún yrði þess ekki vör, að varir hans snertu enni hennar. Hljómsveitin hætti að leika og Jensen stakk upp á því að þau gengju heim. Kampavínsbólurnar eru allar í fótunum á mér, hló hann. Haltu mér við jörðina, Karó- lína. Og Karólína hló og klappaði manni sínum á vangann og svo VI.KAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.