Vikan


Vikan - 24.01.1963, Side 46

Vikan - 24.01.1963, Side 46
tvo ctollara, sem rétt nægSu fyrir brýnum nauðsynjum, og að þessar peningagjafir liefðu komið á veg- um þekktra kirkjustofnana. Atkinson beindi nú máli sínu til dómarans. „Yðar náð,“ sagði hann. „Ég harma það mjðg, að ákærði sér sér ekki fært, trúar sinnar vegna, að standa hér fyrir máli sínu. Vörninni er því lokið.“ Mikill óánægjukliður fór um sal- inn.. Áheyrendur höfðu beðið þess með mikilli eftirvæntingu að sjá prins Michael verja sig. Dómarinn licimtaði þögn í salnum. Saksókn- arinn stóð þá upp og gerði grein fyrir málinu frá hálfu Michigan- ríkis. „Verjandi liins ákærða hefur gefið í skyn, að liann gæti sannað liér margt, meðal anars ýmsar sak- ir á lögregluna. Hann fullyrti aft- ur og aftur, að liann mundi sanna að samsæri hefði verið gert af fast- eignasöhim og kaupmönnum gegn ákærða, einnig af borgurum og söfnuðum norðurhluta Detroitborg- ar. En ég spyr yður, hefur hann sannað nokkuð af þessu?“ Oscar Springer hélt áfram að lirekja mál verjanda, en hann flutti mál sitt áherzlulaust og dauflega. Kviðdómendur og áheyrendur hlustuðu annars hugar, en söknuðu auðsjáanlega einhvers áhrifameira. Vonbrigðin lágu í loftinu. En þá var saksóknari allt i einu Hvar er örldn hans Nóa? llngírú Yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A . Síðast þegar dregið var hiaut verðlaunin: ÆVAR GUÐMUNDSSON, Brekkugötu 13, Hafnarfirði, Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski i einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími og fyrirvaralaust farinn að veifa pappírsstranga. „Verjandi gaf líka í skyn, að Bernice Bickle hefði ekki verið óspjölluð mey, þegar ákærði framdi glæp sinn gagnvart henni. Hann ásakaði hana um að hafa haft sam- band, eins og hann orðaði það, við aðra menn og hótaði henni að birta einhverja leynilega játningu, sein hún átti að hafa gcrt. Hann not- færði sér, að hún var að þrotum komin eftir yfirheyrslurnar, til þess að vekja hjá ykkur grunsemd- ir um hreinleika hennar. Þegar hann var beðinn að leggja fram þessa játningu, kom liann sér und- an því, með þvi að vitna í ein- hverja lagakróka. En núna — núna er ég með þessa játningu í hönd- unum, játningu, sem Eliza Court, sem situr hér við lilið ákærða, neyddi barnið til að skrifa — þetta svivirðilega plagg, sem verj- andinn var hræddur við að leggja fram. Þegar ég nú les það fyrir ykkur, munuð þið sjá . . .“ „Mótmæli!“ hrópaði Atkinson af öllum mætti. „Yðar náð, þetta skjal hefur verið tekið óleyfilega og má ckki notast sem sönnunar- gagn. Þar að auki er þetta trúnað- armál, sem óleyfilegt er að birta, þar sem nöfn saklausra manna koma þar fyrir!“ „Þar á meðal nafn sakleysingj- ans Bernice Bickle!“ hrópaði Oscar Springer. „Herrar minir! Herrar minir!“ Kinne dómari sló í borðið með hamri sínum hvað eftir annað með- an æstar raddir málafærslumann- anna yfirgnæfðu kliðinn í salnum. „Farið í sæti yklcar!“ Eögfræðingarnir reyndu að kom- ast að samkomulagi við dómarann í hálfum hljóðum og salurinn ólg- aði af æsing og forvitni. Michael Mills og Eliza Court hvísluðust á og óttinn í svip þeirra var öllum sýnilegur. Á bekknum bak við þau sat Benjamin Franlin Purnell með öðrum helztu fylgimönnum þeirra. Andlit hans var sem stirðnað af heilagri vandlætningu. En þegar Kinne dómari úrskurðaði, að sak- sóknarinn mætti lesa játninguna, mátti næstum lieyra hláturinn, sem lýsti af þessum undarlegu augum, umkringdmn rauðgullnu hári og skeggi. Hann hafði að lokum fundið játn- inguna, þar sein hún hafði verið faiin í skúmaskoti í Guðshúsinu. Þegar hann hafði lesið hana, varð honum ljós orsök þess, að verj- andi vildi ekki leggja hana fram sem sönnunargagn. Áður en réttar- höldin byrjuðu morguninn eftir, liafði hann laumað henni til að- stoðarmanna saksóknarans. Framhald í mesta blaði. Allt fyrir unga fólkið. Framhald af bls. 15. Hann er nýfluttur til Vínar, þar sem hann er að leika og syngja í nýrri austurrískri kvikmynd, sem heitir Unsere tollen Nichten. Annars er hann frægur í sínu heimalandi fyrir söng, bæði í sjónvarp, útvarp og inn á plötur, en þar að auki hefur hann ferðast um „das Vater- land“ og sungið fyrir fólk í stórum samkomuhúsum. Hann á heima í Múnchen, og þar staflast upp pósturinn frá aðdáend- um hans. Nýlega bað hann þýzkt vikublað fyrir kveðju til þessara ó- þekktu vina sinna, og bað þá um leið að hafa þolinmæði, því hann kæmi ekki heim til Múnchen fyrr en einhvern tíma í vor . .. Dauðs manns spegill. Framhald af bls. 25. „Svo að þér komuð hingað til þess að sjá með eigin augum, hvem- ig ástatt væri?“ „Já.“ ,,0g hvað svo?“ sagði Poirót. „Nú, Hugo hafði vitanlega rétt fyrir sér! Fjölskyldan var öll geggj- uð! Nema Rut, sem virtist vera al- gerlega með fullum sönsum. Hún hafði eignazt sinn eigin vin og var eins áfjáð í giftinguna og ég.“ „Þér eigið við hr. Burrows?" „Burrows? Vitanlega ekki. Rut gæti aldrei fallið fyrir svoleiðis vindbelg." „Hver var það þá, sem hún hafði fengið ást á?“ Súsanna Cardwell þagði, náði sér í vindling, kveikti í honum og sagði svo: „Þér ættuð heldur að spyrja hana að því. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá kemur það mér ekki við.“ „Hvenær sáuð þér hr. Gervase síðast?" spurði Riddle majór. „Við tedrykkjuna.“ „Fannst yður hann á nolckurn hátt einkennilegur í fasi?“ Stúlkan yppti öxlum. „Ekkert fremur venju.“ „Hvað gerðuð þér eftir te- drykkju?" „Lék borðknattleik við Hugo.“ „Þér sáuð ekki hr. Gervase aftur?“ „Nei.“ „Ilvernig var með skotið?" „Það var dálítið einkennilegt. Sjáið þér til, ég hélt að búið væri að hringja í fyrra sinnið, svo að ég flýtti mér að klæða mig, þaut út úr herberginu, þóttist þá heyra seinni hringinguna og blátt áfram hentist niður stigann. Fyrsta kvöld- ið, sem ég var hér, varð ég einni mínútu of sein í miðdegisverðinn, og Hugo sagði mér, að það hefði munað minnstu að ég fyrirgerði allri von um hjálp frá gamla mann- inum, svo að ég blátt áfram fór í loftköstum. Hugo var rétt á undan mér og svo heyrðist eins og einhver einkennilegur smellur, sem Hugo sagði að hefði komið frá tappa úr kampavínsflösku, en Snell neitaði því, enda fannst mér það ekki hafa komið frá borðstofunni. Ungfrú Lingard sagði að það hefði komið ofan af lofti, en svo kom okkur sam- an um að bíll hefði tekið bakslag og við þyrptumst inn í borðstofuna og gleymdum þessu alveg.“ „Yður kom alls ekki til hugar, að hr. Gervase kynni að hafa skotið sig?“ spurði Poirot. „Má ég spyrja, finnst yður lík- legt, að mér dytti slíkt í hug? Gamli maðurinn virtist hafa gaman af að láta sem mest til sín taka. Mér kom aldrei til hugar, að hann gæti gert slíkt. Mér er ómögulegt að skilja, hvers vegna hann gerði það. Ég býst við að það sé bara af því, að hann var ekki með öll- um mjalla.“ „Óheppilegur atburður." „Mjög svo — fyrir Hugo og mig. Mér er sagt, að hann hafi alls ekk- ert eftirlátið Hugo, eða ekkert telj- andi.“ „Hver sagði yður það?“ „Hugo veiddi það upp úr Forbes gamla.“ „Jæja,. ungfrú Cardwell." — Riddle majór þagnaði andartak. „Þá held ég að það sé ekki fleira. Haldið þér, að ungfrú Chevenix-Gore líði nógu vel, til þess að koma niður og tala við okkur?“ „Ég geri ráð fyrir því. Ég skal segja henni það.“ Poirot greip fram í. „Aðeins andartak, ungfrú. Hafið þér séð þetta áður?“ Hann hélt á loft kúlublýantinum. „Já, við notuðum hann í kvöld, þegar við vorum að spila bridds. Ég held, að Bury ofursti eigi hann.“ „Tók hann hann, þegar þið hætt- uð?“ „Hef ekki hugmynd um það.“ „Þakka yður fyrir, ungfrú, þá er það ekki fleira.“ „Gott, ég skal biðja Rut að koma.“ Rut Chevenix-Gore gekk inn í stofuna eins og drottning. Hún var rjóð í kinnum og bar höfuðið hátt. En augu hennar voru á verði, eins og hjá Súsönnu Cardwell. Hún var í sama kjólnum eins og þegar Poirot kom% Hann var föl-aprikósugulur á lit. Á öxlina hafði hún nælt bleik- rauðri rós. Fyrir klukkustund síðan var hún fersk og í blóma, nú draup hún. „Jæja,“ sagði Rut. „Mér þykir ákaflega leitt að gera yður ónæði,“ hóf Riddle majór máls. Hún tók fram í fyrir honum. „Auðvitað komizt þér ekki hjá, að gera mér ónæði. Þér verðið að gera öllum ónæði. En ég get sparað yður tíma. Ég hef ekki allra minnstu hugmynd, hvers vegna gamli maður- inn fyrirfór sér. Allt, sem ég get sagt yður er, að það var algerlega ólíkt honum.“ „Tókuð þér eftir nokkru óvenju- legu í framkomu hans í dag? Var hann dapur, eða óþarflega æstur — urðuð þér yfirleitt vör við nokk- uð óeðlilegt?“ „Það held ég ekki. Ég tók ekki eftir bví ...“ „Hvenær sáuð þér hann siðast?" „Við tedrykkju.“ „Þér fóruð ekert til skrifstofunn- ar •— seinna?" „Nei. Ég sá hann síðast í þessari stofu. Hann sat þarna.“ Hún benti á stól. „Einmitt. Þekkið þér þennan blý- ant, ungfrú?“ „Bury ofursti á hann.“ „Hafið þér séð hann nýlega?“ „Satt að segja man ég það ekki.“ „Hafið þér nokkuð orðið vör við — missætti á milli hr. Gervase og Bury ofursta?“ „Ut af Paragon Rubber félaginu, eigið þér við?“ „Já.“ „Hvort ég hef. Gamli maðurinn náði ekki upp í nefið á sér út af því.“ „Hann hefur ef til vill haldið, að hann hafi verið prettaður?" Rut yppti öxlum. „Hann þekkti ekki undirstöðu- atriðin í fjármálum.“ „Má ég,“ sagði Poirot, „spyrja yður einnar spurningar — dálítið nærgöngullar spurningar?" „Sjálfsagt, ef yður þóknast.“ „Hún er þessi — hryggir það yð- ur, að — faðir yðar er dáinn?“ Hún starði á hann. 40 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.