Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 4
Vanhirða ...
Póstur góður.
Viltu ekki benda bæjaryfirvöld-
unum á, að það er skömminni
skárra að láta alveg vera að malbika
götur bæjarins en malbika þær og
halda þeim svo ekki við. í umhleyp-
ingunum hérna í Reykjavík skemm-
ist malbikið eðlilega, og myndast
oft hinar hættulegustu holur, sem
bílstjórar sjá oft ekki fyrr en um
seinan. Láttu mig vita þetta -—- bíll-
inn minn er núna á verkstæði: það
brotnaði eitthvað undan honum á
spottanum frá Hagatorgi að Hring-
braut. Þetta er sem sagt fróm ósk
mín — annaðhvort malbika ekki
eða þá halda malbikinu við — og
auðvitað þætti mér vænna um seinni
kostinn.
Bílstjóri.
Of snemmt....
Ég er fimmtán ára og trúlofuð
18 ára strák. Ég er mjög þroskuð
eftir aldri, og okkur langar bæði
til að giftast og eignast barn. Við
vitum vel, hvað við erum að gera.
Finst þér nokkuð of snemmt, að
við eignumst barn, þótt ég sé svona
ung? , Nn.
----— Neinei, ekkert of snemmt
— með einu skilyrði þó: að þið
platið einhvem veginn storkinn
til að koma með krógann. Ef það
tekst ekki, held ég að þið ættuð
að bíða ögn.
Appelsína...
Kæri Póstur.
Ég fékk fyrir fjórum árum dá-
lítið stórt appelsínutré, og mér var
sagt, að það gæti kannski seinna
borið ávöxt. En það virðist ekki
einu sinni bóla á blómum á trénu.
Ég hef reynt að hafa tréð í hita,
flutt það um alla íbúðina, haft það
úti við glugga — en ekkert dugar.
Veizt þú, hvað ég get gert við
þessu? Svangur.
--------Úr því að þú stendur
í þessum sífelldu flutningum á
trénu, ættir þú að reyna næst
að flytja það til Californíu —
það ætti að duga.
Imbi...
Vika sæl.
Ég hef undanfarið hnotið um orð-
ið imbi, og virðist orðið vera mörg-
um tamt. Ég finn þetta orð ekki í
Blöndal. Getur þú nokkuð frætt
mig um uppruna þess?
Forvitinn.
-------Orðið, skilst mér, hefur
nýlega rutt sér til rúms, og fer
það vel í munni, þótt langt sé
frá því, að það eigi sér íslenzkan
eða norrænan uppruna. Orðið er
komið úr rómönskum málum, t.
d. franska: imbécile, enska:
imbecile, og þar fram eftir göt-
unum. Þetta þýðir svo fábjáni
eða heimskingi og virðist hafa
haldið sömu merkingu í sinni
nýju, íslenzku mynd. — Yfir-
leitt er íslenzka myndin notuð
í karlkyni, en stöku sinnum
finnst orðið í hvorugkyni.
Fangamark...
Póstur sæll.
Álit alþjóðar á ritsmíðum blaða-
manna hefur yfirleitt verið heldur
lítið, og ég verð að viðurkenna, að
oft er það ekki að tilefnislausu.
Stafar þetta meðal annars af því,
að meðal blaðamanna hefur það
ekki verið til siðs að þeir skrifi
undir ritsmíðar sínar — eða slíkt
er þó a. m. k. undantekning. Verður
þetta auðvitað til þess, að þessir
frómu menn kasta til þess höndun-
um, sem þeir láta frá sér fara.
Nú er farið að bóla á því í ein-
staka blaði, að blaðamennirnir
fangamerkja ritsmíðar sínar, og er
slíkt til mikils sóma þeim blöðum,
sem slíkt hafa tekið upp. Verður
þetta til þess, að blaðamennirnir
leggja sig meira fram; þeim verður
það kappsmál að fá forsíðufregnir,
og þeir láta ekki frá sér fara ótínd-
an þvætting og ritsmíðar, sem
skrifaðar eru í argasta „akkorði“.
En því miður virðast flest blöðin
treg til þess að taka upp þessa eftir-
tektarverðu nýbreytni, og er þar
víst bæði ritstjórnir og blaðamenn
um að saka. En það er einhvern
veginn meiri fullnæging, meiri
vissa í því að lesa greinar, sem ein-
hver hefur lagt nafn sitt viS. Það
þarf forhertan blaðamann til að
leggja nafn sitt við margar greinar
og fréttakorn, sem birtast í blöðun-
um — í hrannavís. Það er því ein-
dregin áskorun mín til allra blaða,
að þau taki upp þessa nýbreytni.
Slíkt gæfi blöðunum einhvern viss-
an „standard". Ég held að allir séu
mér sammála um það, að slíkt er
til bóta og ætti engan að skaða —
og er því næstum óskiljanlegt,
hvers vegna allflest blöðin veigra
sér við að taka upp þessa nýbreytni.
Kær kveðja.
Jón Gunnarsson.
Og enn
skrifar Jón ...
Úr því ég er nú setztur niður til
að skrifa um blöðin, finnst mér rétt
að minnast á annað, sem betur mætti
fara: það er gagnrýni í blöðum hér
á landi — en hún er vægast sagt
fyrir neðan allar hellur. Blöðin eiga
sér allflest fasta gagnrýnendur,
bókmenntagagnrýnendur, listagagn-
rýnendur og þar fram eftir götun-
um. En það virðist orðið næstum
sem þessir gagnrýnendur hafi bara
aukahlutverk með höndum hvað
gagnrýni snertir, því að það líðst
hverjum manni að skrifa blöðun-
um bréf, gagnrýnandi einhverja
bók eða listaverk (vinar síns eða
kunningja) eða (sem oftast er)
gagnrýnandi gagnrýni, sem eitthvað
hefur komið við kaunin á þessum
sjálfskipaða gagnrýnanda.
Slíkt nær náttúrulega ekki nokk
urri átt. Það má vafalaust lengi
deila um það, hvort gagnrýnendur
blaðanna séu allir hæfir til síns
starfs, en ritstjórnin verður að
leggja sitt mat á þessa menn, því
að þeir hljóta (þótt bölvaðir séu
kannski stundum) að vera skárri
en allflestir þessir handahófsgagn-
rýnendur, sem ávallt fá pláss fyrir
sínar ritsmíðar í blöðunum. Upp
úr slíku þróast oft hinar hvimleið-
ustu ritdeilur milli gagnrýnandans
og þess, sem tekur gagnrýnina sér
nærri — en slíkt á sjaldnast heima
í dagblöðum; það er hægt að kom-
ast til botns í slíku kífi (eða kannski
hártogunum?) annað hvort bara
munnlega eða einfaldlega með
bréfaskiptum.
Ég vil því beina þeim tilmælum
til blaðanna, að þau velji sér gagn-
rýnendur, sem teljast hæfir til að
sinna því hlutverki, og láti síðan
ekki hvern sem er komast upp með
að grípa inn í verkahring hins
fastráðna gagnrýnanda. Það virðist
næstum orðin tízka, að vinir og
kunningjar höfunda eða bókaútgef-
enda taki sig til og skrifi langar
lofrollur í blöðin um vinarfram-
leiðsluna. Ég vona, að enginn taki
nokkurt mark á slíkum skrifum,
en ef svo er, þá er slíkt afar skað-
legt fyrir gagnrýni almennt, því að
vináttugagnrýni á ekkert skylt við
gagnrýni, miklu fremur við auglýs-
ingu, og hlutverk gagnrýninnar er
ekki að auglýsa, heldur að meta það
sem gagnrýnt er, sýna fram á kosti
þess og galla — en hefur nokkur
nokkru sinni séð auglýsta vöru, þar
sem lýst er skilmerkilega öllum
göllum hennar?
Það er ekki langt síðan gagnrýni
í blöðum og tímaritum hætti að
vera annað en vinsamleg viður-
kenning (eða eigum við að segja
auglýsing?) á þeim verkum, sem
undir smásjánni voru, og er gott
til þess að vita, að eitthvað sé nú
farið að rofa til en skolli er ég
hræddur um að handahófsgagnrýn-
in standi sannri gagnrýni mjög
fyrir þrifum. Það er algengur mis-
skilningur, að skrif gagnrýnanda
um eitthvert verk séu einhver alls-
herjardómur yfir verkinu. Orð hans
eru ekki annað en einstaklingsmat
— sem hlýtur óhjákvæmilega að
stangast á við skoðanir margra á
þessu sama verki. Þess vegna er
það argasti barnaskapur að rjúka
með skoðanir sínar í blöðin, ein-
ungis vegna þess að þær samræm-
ast ekki fyllilega skoðunum blaða-
gagnrýnenda. Það liggur ljóst fyrir,
að gagnrýni á gagnrýni hlýtur að
kveikja af sér enn aðra gagnrýni
— og úr þessu getur orðið hinn
versti vítahringur — og þess sjáum
við hryggilega mörg dæmi í blöð-
unum. Ég sé, að ég er að verða blek-
laus, svo að ég læt staðar numið að
sinni.
Sami.
Þjóðarafkoma...
Kæra Vika.
Veiztu, að sumstaðar erlendis
hafa menn atvinnu af því að safna
drasli eins og því, sem notað er
í áramótabrennurnar hérna uppi á
fslandi? Einn maður hefði líklega
ofan í sig, ef hann næði að safna
í svona eina meðalbrennu. Svo er
verið að tala um slæma þjóðaraf-
komu. Það er t. d. brennt svo miklu
afgangstimbri hér uppi, að það
myndi nægja til þess að hita upp
eitt meðalpláss úti á landi í nokk-
ur ár.
Hættið þið svo þessu nöldri um
fátækt og örbirgð.
Krösus.
— -----„ÞiS“, hverjir?
Vandamál...
Kæri Póstur.
Bróðir minn, hann er sjö ára, bor-
ar svo agalega mikið í nefið. Hann
segir, að þetta sé ekkert ljótt, en
mér finnst það. Hvað finnst þér?
Nína, 8 ára.
-----— Þetta er sennilega tauga-
veiklun, sem ekki er betri en
hvað annað. Það er auðvitað mjög
hvimleitt, sérstaklega ef það
verður alveg að vana. Reyndu að
venja bróður þinn af þessu með
góðu.
Á tali ...
Kæri Gísli.
Ég reyndi að hringja í þig í allan
morgun, en það var alltaf á tali.
Ég er andskoti hræddur um, að þið
verðið að fá ykkur svona helmingi
fleiri línur þarna hjá Hilmi. En af
því mér liggur svolítið á að fá að
tala við þig, greip ég til þess ráðs
að skrifa þér bréf. ÞAÐ ER BÓK-
STAFLEGA ALLTAF Á TALI
HJÁ YKKUR. Talaðu við mig
strax.
Gylfi.
— — — Það er ekki á tali núna
— gríptu tækifærið strax.
GS.
R. S. V. P....
Geturðu sagt mér hvað skamm-
stöfunin R. S. V. P. þýðir? Ég fékk
boðskort um daginn, þar sem þetta
stóð undir?
----— Þetta er skammstöfun
úr frönsku: „Réspondez S‘il vous
plait“ og þýðir: gjörið svo vel
að svara, eða svar óskast.
Beztu og ódýrustu
bókakaup, sem völ er
á hérlendis.
Til þess að fylgjast með
því, sem er að gerast í
heiminum, verður þú
að lesa
|
Tímaritið ÚRVAL flyt-
ur greinar í saman-
þjöppuðu formi úr tíma-
ritum og blöðum í öll-
um heimsálfum, þar á
meðal íslenzkar greinar
— einvörðungu ÚR-
VALS-lestrarefni, fróð-
leik og skemmtan fyrir
alla. 1 hverjum mánuði
er ágrip af ÚRVALS-
bók.
ÚRVALSTIMARIT eru
um heim allan vinsæl-
ustu tímaritin. T. d. er
Reader's Digest vinsæl-
asta tímarit heims, selt
á hverjum mánuði í 21
milljón eintaka.
2, 00
SÍÐUR
Á ÁRI
FYRIR
AÐEINS
KR.
250.-
| Ég undirr......... gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að
| mér verði sent blaðið mánaðarlega.
u
‘Qj
A
40 Nafn: ...........................................
'&
2
Heimilisfang: ...................................
| □ Greiðsla fylgir.
| □ Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku.